Stór ákvörðun Hayes: Morgan ekki með á Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 22:15 Alex Morgan fer ekki til Parísar. Ira L. Black/Getty Images Emma Hayes, nýráðinn þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ekki lengi að láta til sín taka. Hún ákvað að skilja stórstjörnuna og tvöfalda heimsmeistarann Alex Morgan eftir heima þegar Bandaríkin halda til Parísar. Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars) Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira
Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Sjá meira