Stór ákvörðun Hayes: Morgan ekki með á Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. júní 2024 22:15 Alex Morgan fer ekki til Parísar. Ira L. Black/Getty Images Emma Hayes, nýráðinn þjálfari bandaríska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var ekki lengi að láta til sín taka. Hún ákvað að skilja stórstjörnuna og tvöfalda heimsmeistarann Alex Morgan eftir heima þegar Bandaríkin halda til Parísar. Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars) Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
Hayes mætti strax til Bandaríkjanna eftir að vinna enn einn Englandsmeistaratitilinn með Chelsea. Í dag, miðvikudag, var 18 manna leikmannahópur Bandríkjanna á Ólympíuleikunum opinberaður sem og hvaða fjórar er til taks ef einhver af þessum 18 dettur út. Alex Morgan has been left off Emma Hayes' USWNT Olympics roster.It will be the first major international tournament that she’s missed since 2008 😕 pic.twitter.com/36EyEo3t6j— B/R Football (@brfootball) June 26, 2024 Þar vakti mikla athygli að hin 34 ára gamla Morgan, leikmaður San Diego Wave í heimalandinu, var hvergi sjáanleg en hún hefur verið lykilmaður í liði Bandaríkjanna undanfarin ár. Ásamt því að hafa orðið heimsmeistari tvívegis hefur hún fjórum sinnum farið á Ólympíuleikana. Þá hefur morgan skorað 123 mörk fyrir A-landslið Bandaríkjanna í 224 leikjum. „Að vera valin í leikmannahópinn fyrir Ólympíuleikana er mikill heiður og það er ljóst að það var gríðarleg samkeppni milli leikmanna og valið var erfitt. Sérstaklega í ljósi þess hversu mikið leikmennirnir hafa lagt á sig undanfarna tíu mánuði,“ sagði Hayes er hópurinn var tilkynntur. U.S. national team forward Alex Morgan was left off coach Emma Hayes’ roster for the Paris Olympics. https://t.co/Hw19JzvjqP— The Associated Press (@AP) June 26, 2024 Hin fjölhæfa Crystal Dunn var titluð sem framherji að þessu sinni en hún hefur alla jafna spilað sem varnarmaður fyrir þjóð sína. Þá er markmaðurinn Alyssa Naeher í hópnum þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli. Hópinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Markverðir Casey Murphy (North Carolina Courage) Alyssa Naeher (Chicago Red Stars) Varnarmenn Tierna Davidson (Gotham) Emily Fox (Arsenal) Naomi Girma (San Diego Wave) Casey Krueger (Washington Spirit) Jenna Nighswonger (Gotham) Emily Sonnett (Gotham) Miðjumenn Korbin Albert (París Saint-Germain) Sam Coffey (Portland Thorns) Lindsey Horan (Lyon) Rose Lavelle (Gotham) Catarina Macario (Chelsea) Framherjar Crystal Dunn (Gotham) Trinity Rodman (Washington Spirit) Jaedyn Shaw (San Diego Wave) Sophia Smith (Portland Thorns) Mallory Swanson (Chicago Red Stars)
Fótbolti Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Hættur aðeins þrítugur Golf Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira