Góður gærdagur hjá Viðarssonum Óhætt er að segja að gærdagurinn hafi verið góður fyrir handboltabræðurna úr Vestmannaeyjum, Elliða Snæ og Arnór Viðarssyni. Handbolti 11. maí 2022 14:30
Arnór að skora miklu meira í úrslitakeppninni en í deildinni Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson átti enn einn stórleikinn í gærkvöldi þegar ÍBV liðið tryggði sér sæti í lokaúrslitum Olís deildar karla í handbolta. Handbolti 11. maí 2022 12:30
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 34-27 | Eyjamenn í úrslit eftir öruggan sigur ÍBV mun leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta eftir sjö marka sigur gegn Haukum úti í Eyjum í kvöld, 34-27. Handbolti 10. maí 2022 21:47
Haukarnir hafa tapað fimm síðustu leikjum sínum í Eyjum í úrslitakeppni Haukar þurfa í kvöld að gera eitt sem þeim hefur ekki tekist undanfarin sex ár sem er að vinna leik í úrslitakeppni á móti ÍBV út í Vestmannaeyjum. Tap hjá Haukum í Eyjum í kvöld þýðir sumarfrí. Handbolti 10. maí 2022 14:30
Sýndu kvarti Halldórs skilning: „En það er bara hellingur af vitlausum dómum í handbolta“ Sérfræðingar Seinni bylgjunnar sýndu því skilning að Selfyssingar settu út á það hvernig Valsmenn framkvæmdu „hraða miðju“ í einvígi liðanna. Stundum hafi það verið gert ólöglega en ekki svo að það skipti miklu máli. Handbolti 10. maí 2022 09:59
Næst ójafnasta 3-0 einvígi í sögu úrslitakeppninnar Valur átti ekki í miklum vandræðum að slá Selfoss út í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Valsmenn unnu leikina þrjá með samtals 26 marka mun og vantaði bara fjögur mörk til að jafna eigið met frá 2017. Handbolti 9. maí 2022 14:30
Ísak söðlar um og fer til Eyja Handboltamaðurinn Ísak Rafnsson hefur ákveðið að yfirgefa uppeldisfélag sitt, FH, og semja við ÍBV. Handbolti 8. maí 2022 22:33
Snorri Steinn: Er drullu stressaður fyrir hvern einasta leik Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var skiljanlega sáttur eftir sigurinn á Selfossi í kvöld. Með honum tryggðu Valsmenn sér sæti í úrslitum Olís-deildar karla. Handbolti 8. maí 2022 22:16
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Selfoss 36-27 | Valsmenn flugu í úrslit Valur er kominn í úrslit Olís-deildar karla eftir öruggan sigur á Selfossi, 36-27, í Origo-höllinni í kvöld. Valsmenn unnu einvígið 3-0 og leikina þrjá með samtals 26 marka mun. Handbolti 8. maí 2022 22:10
Halldór: Sé ekki hvaða lið á að stoppa Val Halldór Sigfússon, þjálfari Selfoss, sagði að slæmur lokakafli á fyrri hálfleik hafi verið banabiti sinna manna gegn Val í kvöld. Handbolti 8. maí 2022 22:06
ÍR endurheimti sæti sitt í efstu deild ÍR tryggði sér í dag sæti í efstu deild karla í handbolta með 27-25-sigri í fjórða leik sínum við Fjölni í umspili um að komast upp. Handbolti 8. maí 2022 18:22
„Við þurfum að halda áfram á þessari braut“ Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur með sigurinn þegar að Haukar tóku á móti ÍBV í þriðja leik liðanna í 4-liða úrslitum. Fyrir leikinn var ÍBV komið 2-0 yfir og má með sanni segja að þetta hafi verið kærkominn sigur fyrir Hauka. Handbolti 7. maí 2022 21:03
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 28-25 | Haukar héldu sér á lífi með sigri gegn ÍBV Haukar minnkuðu muninn í 2-1 í einvígi sínu við ÍBV í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta með 28-25 sigri í leik liðanna að Ásvöllum í kvöld. Í hálfleik var ÍBV þremur mörkum yfir en það var fyrst og fremst frábær innkoma Magnúsar Gunnars Karlssonar í mark Hauka sem varð til þess að heimamenn snér taflinu sér í vil og strengdu líflínu í rimmunnni. Handbolti 7. maí 2022 19:38
Friðrik Dór syngur um risa með svarthvít hjörtu FH-ingurinn og söngvarinn Friðrik Dór Jónsson hefur gefið út nýtt lag sem ætti að koma FH-ingum í gírinn fyrir stórleikinn gegn Val í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Sport 6. maí 2022 13:01
Einar Þorsteinn um æstan þjálfara sinn og „see food, eat food“ mataræðið sitt Gærdagurinn var stór fyrir Valsmanninn Einar Þorsteinn Ólafsson en fyrst var tilkynnt um að hann væri á leiðinni í atvinnumennsku í Danmörku í sumar og seinna um kvöldið hjálpaði hann Valsliðinu að komast í 2-0 í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Selfossi. Handbolti 6. maí 2022 11:30
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 29-35 | Valsmenn geta klárað einvígið á heimavelli Valur vann góðan sex marka sigur er liðið heimsótti Selfoss í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla, 29-35. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og geta því komið sér í úrslit með sigri á heimavelli í næsta leik. Handbolti 5. maí 2022 22:37
„Eigum að geta spilað í 60 mínútur þó við séum þreyttir“ Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga, var niðurlútur eftir sjö marka tap liðsins á heimavelli gegn Val í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Valsmenn leiða nú einvígið 2-0 og Hergeir og félagar eru því með bakið upp við vegg. Handbolti 5. maí 2022 21:35
Einar byrjar atvinnumennskuna sem lærisveinn Guðmundar Handknattleiksmaðurinn efnilegi Einar Þorsteinn Ólafsson fetar í fótspor föður síns, Ólafs Stefánssonar, og heldur í atvinnumennsku í sumar. Handbolti 5. maí 2022 13:31
Refsað fyrir köll Stefáns að sjónvarpsmönnum: „Veikleikamerki hjá dómarastéttinni“ „Hann segir bara: Gaupi, come on, þetta er ekki neitt,“ sagði Stefán Árni Pálsson í Seinni bylgjunni um umdeilt atvik í leik ÍBV og Hauka í gærkvöld í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta. Handbolti 5. maí 2022 10:02
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Haukar 27-23 | Eyjamenn einum sigri frá úrslitunum ÍBV er komið í 2-0 í einvíginu gegn Haukum í undanúrslitum Olís-deildar karla eftir 27-23 sigur í öðrum leik liðanna í Vestmannaeyjum í kvöld. Eyjamenn geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri á Ásvöllum á laugardaginn. Handbolti 4. maí 2022 20:10
„Unun að horfa á strákana leika vörn í dag“ Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, var að vonum sáttur eftir sigurinn á Haukum í Eyjum í kvöld, 27-23. Eyjamenn eru komnir í 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla. Handbolti 4. maí 2022 19:59
Aron eftir þriðja heilahristinginn: Þessi búinn að vera sérstaklega slæmur Handboltamarkvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson fékk heilahristing fyrir sex vikum, þegar bolta var skotið í höfuð hans á æfingu. Hann var rúmliggjandi í 3-4 vikur og glímir enn við eftirköst. Handbolti 4. maí 2022 14:30
Mun gjósa á nýjan leik í Eyjum? Annar leikur ÍBV og Hauka í úrslitakeppni Olís-deildar karla fer fram í kvöld og ef sagan hefur kennt okkur eitthvað þá verða læti í Eyjum í kvöld. Handbolti 4. maí 2022 08:00
Ekkert lið byrjað undanúrslitin með slíkum yfirburðum Valsmenn sýndu mátt sinn á móti Selfyssingum í gær þegar undanúrslitaeinvígi liðanna í Olís deild karla í handbolta hófst á Hlíðarenda. Handbolti 3. maí 2022 13:31
Stefán Rafn fær að spila í Eyjum þrátt fyrir rautt í tveimur leikjum Haukamenn fengu góðar fréttir frá fundi aganefndar HSÍ í gær en þar kom í ljós að hornamaðurinn öflugi Stefán Rafn Sigurmannsson verður ekki í banni í leiknum mikilvæga á móti ÍBV í Eyjum á morgun. Handbolti 3. maí 2022 13:00
Hérna vill maður vera Benedikt Gunnar Óskarsson, leikstjórnandi Vals, var frábær í kvöld í fyrsta leiknum í einvígi Vals gegn Selfossi í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Átta mörk úr átta skotum og sex stoðsendingar var dagsverkið hjá Benedikt Gunnari í ellefu marka sigri Vals, 36-25. Handbolti 2. maí 2022 22:16
Með hókus pókus bendil þá hefðu þeir getað galdrað fram einhverjar kanínur Selfoss tapaði í kvöld fyrsta leiknum í einvígi þeirra gegn Val í undanúrslitum um Íslandsmeistaratitilinn. Lauk leiknum með ellefu marka sigri Valsmanna eftir algjört hrun í leik Selfoss í síðari hálfleik. Lokatölur 36-25. Handbolti 2. maí 2022 21:50
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 36-25 | Magnaðir Valsmenn stungu af í síðari hálfleik Í kvöld hófst undanúrslitaeinvígi Vals og Selfoss í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta í Origo höllinni. Lauk fyrsta leik liðanna í þessari rimmu með ellefu marka stórsigri Vals og liðið því komið með yfirhöndina í einvíginu. Lokatölur 36-25. Handbolti 2. maí 2022 21:15
Selfyssingar hafa ekki tapað á Hlíðarenda í 133 mánuði Valur og Selfoss hefja í kvöld undanúrslitaeinvígi sitt í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta á Hlíðarenda en gestirnir frá Selfossi hafa fundið sig einstaklega vel undir Öskjuhlíðinni undanfarin áratug. Handbolti 2. maí 2022 14:00
Ætlaði að henda stuðningsmönnum ÍBV úr húsi Gera þurfti hlé á leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum í gær á meðan að formaður dómaranefndar HSÍ, Kristján Gaukur Kristjánsson, reyndi að hemja stuðningsmenn ÍBV. Það gekk lítið þar til að sáttasemjarinn Kári Kristján Kristjánsson kom til aðstoðar. Handbolti 2. maí 2022 12:01