SB: Erlingur á að sækja sér hjálp og sjá Adda Pé í hlutverki Heimis Hallgríms Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Rúnar Kárason og félagar í ÍBV liðinu fengu stóran skell um helgina. Vísir/Diego Slakt gengi Eyjamanna var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir skellinn á móti Haukum um helgina. Jóhann Gunnar Einarsson talar um hneyksli og skandal hjá þjálfaranum og segir að Erlingur Richardsson þurfi að kyngja stoltinu og fá hjálp. „Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn? Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
„Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn?
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Leicester | Toppliðið stígur á stokk eftir jólamatinn Enski boltinn „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Körfubolti Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira