„Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. nóvember 2022 22:57 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Vísir/Diego „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Íslenski boltinn Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Körfubolti „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Fótbolti Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Fótbolti „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira