„Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. nóvember 2022 22:57 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Vísir/Diego „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sjá meira