„Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. nóvember 2022 22:57 Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu. Vísir/Diego „Þetta var rosalegur leikur. Þetta gat augljóslega dottið báðu megin en ég er rosalega glaður að þetta datt okkar megin,” sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu kampakátur í viðtali eftir sigurleik sinna manna á Haukum í kvöld. Lið hans sigraði leikinn með einu marki á lokasekúndum leiksins, lokatölur 25-24. Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip. Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Grótta ekki unnið í sex leikjum í röð og því mikill þorsti í sigur hjá Seltirningum. „Það hafa verið margir leikir í vetur sem hefðu getað dottið okkar megin sem hafa ekki gert það. Í dag gerðist það og er það fyrst og fremst geðveikt að fá tvö stig,” sagði Róbert. „Mér fannst við samt spila fyrri hálfleikinn frábærlega. Vörnin og Einar Baldvin [Baldvinsson, markvörður] eru flott lungann úr leiknum. Að sama skapi áttum við aðeins í basli sóknarlega í seinni hálfleik. Þannig að við þurfum bara að halda áfram að vinna í því sem við erum að vinna í.“ „Þetta er bara einn dagur í einu eins og margir klókir menn segja. Við vöknum bara á morgun og höldum áfram, þetta er quote í metsöluhöfundinn. Þannig er þetta bara og geggjaðir drengir, ég hef sagt það áður,“ sagði Róbert um gang leiksins heilt yfir í kvöld og fór með romsu sem Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR og rithöfundur, fer með oft eftir leiki í viðtölum. Aðspurður hvers vegna Grótta kom svona vel inn í leikinn í kvöld þá hafði Róbert Gunnarsson þetta að segja: „Ef ég vissi það þá myndi ég alltaf gera það. Við vorum náttúrulega skúffaðir eftir laugardaginn, þrátt fyrir hetjulega baráttu í lokin að ná stigi sem ég hafði talað um eftir þann leik að hafi verið mjög skrítin tilfinning. Að ná að stela stigi en vera samt fúll, það voru mjög erfiðir dagar eftir leikinn.“ „Ég held að strákunum hafi liðið þannig líka og ætluðu sér ekki að láta þetta gerast aftur. Þeir eru góðir í handbolta og kunna alveg að spila og þeir berjast. Við vinnum bara í okkar og svo sjáum við bara hvað gerist eftir 60 mínútur,“ sagði Róbert en Grótta gerði jafntefli við Hörð síðastliðinn laugardag. Grótta vann leikinn á lokar andartökum leiksins með marki Ágústs Emils Grétarssonar en liðið hafði þó fengið marga sénsa á að endurheimta forystuna aftur í leiknum á lokakafla hans. Fagnaðarlætin voru ósvikin.Vísir/Diego „Þetta voru rosalegar mínútur. Vörnin stendur vel og Einar og það gerir það að verkum að við erum inn í leiknum. Ég hélt á tímapunkti að við vildum ekki vinna leikinn. Hann Magnús ver rosa vel í markinu hjá þeim og það má deila um það hvort við séum að skjóta illa eða hann að verja svakalega vel.“ „En við förum náttúrulega með rosa mörg dauðafæri síðustu mínúturnar sem hefði verið svakalega grátlegt fyrir okkur ef við hefðum tapað leiknum að horfa á það. Núna skiptir það bara ekki máli að því að við unnum en þetta er samt eitthvað sem þarf að vinna í,“ sagði Róbert Gunnarsson, þjálfari Gróttu, glaðbeittur á svip.
Handbolti Olís-deild karla Grótta Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira