Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍR 33-31 | FH-ingar á sigursiglingu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 21:10 FH vann nauman sigur í kvöld. vísir/diego FH hefur verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð í deild og bikar. Það var ekkert lát á sigurgöngu þeirra er þeir tóku á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld og unnu góðan þriggja marka sigur 33-30. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og komu sér snemma leiks í þriggja til fjögurra marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 10-7 fyrir FH. Um fimm mínútum seinna voru ÍR-ingar búnir að ranka við sér og jafna leikinn 11-11. ÍR-ingar náðu eins marks forystu um stund en FH-ingar gáfu í og leiddu með einu marki 18-17 í hálfleik. FH-ingar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og komu sér fljótlega í þriggja marka forystu 20-17. Þeir voru með tveggja til þriggja marka forystu bróðurpart seinni hálfleiksins en ÍR-ingar hleyptu þeim aldrei of langt frá sér. FH-ingar sigruðu að lokum með þremur mörkum 33-30. Afhverju vann FH? Þeir eru með gríðarlega gott lið og voru agaðir þegar að þeir ÍR-ingar gáfu í og reyndu að koma sér yfir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir og var unga útilínan hjá þeim að spila frábæran og hraðann handbolta sem ÍR-ingar réðu illa við. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH voru Ásbjörn Friðriksson og Birgir Már Birgisson atkvæðamestir með sjö mörk. Phil Döhler stóð vel í markinu og var með þrettán bolta varða, 30% markvörslu. Hjá ÍR var Arnar Freyr Guðmundsson atkvæðamestur með ellefu mörk. Viktor Sigurðsson var með sjö mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur hjá báðum liðum stóð ekki nógu vel og var alltof mikið sem lak í gegnum vörnina. Það segir sig sjálft þegar að bæði lið skora um þrjátíu mörk. Hvað gerist næst? Mánudaginn 28. nóvember taka FH-ingar á móti Aftureldingu kl 19:30. Á sama dag og sama tíma sækja ÍR-ingar Hauka heim. Bjarni Fritzson: „Við spiluðum mjög vel á móti mjög sterkum andstæðingum“ Bjarni Fritzson, var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, var sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir þriggja marka tap á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar hafa verið að sýna mikið batamerki í sínum leik og skilaði það sér á parketið í kvöld. „Þetta var hrikalega flottur leikur og hart barist. Ég er stoltur af strákunum, við spiluðum mjög vel á móti mjög sterkum andstæðingum. Við náðum að koma til baka, þeir hafa oft náð að klára leiki á þessari frábæru vörn og hraðaupphlaupum og við náðum að bíta okkur aftur inn í leikinn og jafna 27-27. Það var ekkert eðlilega flottur karakter í mínum mönnum.“ Varnarleikur ÍR hefur batnað mikið í síðustu leikjum þrátt fyrir að hafa fengið þrjátíu og þrjú mörk á sig í kvöld. Bjarni hefur verið að keyra á 5-1 varnarleik í síðustu leikjum og byrjaði leikinn í henni í dag en breytti fljótlega í 6-0. Í seinni hálfleik gerði hann aðra tilraun og kom hik á sóknarleik FH. Bjarni segir að hann sé ánægður með batamerkið á varnarleiknum. „Við byrjuðum í 5-1 vörn í byrjun leiks en við skiptum mjög fljótt í 6-0 því mér fannst þeir finna lausnir og mér fannst við ekki alveg í nógu intensity. Þá er oft að skipta um vörn og sjá hvort við séum ekki þéttari í 6-0, mér fannst það ganga allt í lagi. Einar Bragi var að skora mörk gegnum miðja vörnina, ég hefði verið til í betri markvörslu í fyrri hálfleik. Svo förum við í 5-1 vörnina aftur í seinni og þá klikkaði hún, bara boom og það var geðveikt. Ég er stoltur af þeim hvað þeir eru komnir langt með varnarleikinn og að geta svissað á milli á móti jafn vel skipulögðu liði eins og FH. Ég er hrikalega ánægður með það.“ ÍR-ingar hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og gerðu það einnig í kvöld. Bjarni segist halda að sjálfstraustið hjá strákunum sé að aukast og að þeir hafi trú á verkefninu. „Við erum að leggja hart að okkur. Það er eðlilegt að það kemur nýr þjálfari og fer að leggja upp skipulag. Við erum að reyna verða betri. Ég held líka að seinni hálfleikurinn á móti Stjörnunni hafi gefið okkur ótrúlega mikið því við vorum hársbreidd að klóra okkur inn í þann leik. Ég held að trúin á þá sjálfa sé að aukast og þeir eru að átta sig á því hversu hæfileikaríkir þeir eru og það er hið besta mál.“ Olís-deild karla FH ÍR Tengdar fréttir „Þetta var rosalega erfiður leikur“ „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 21. nóvember 2022 21:45
FH hefur verið á góðri siglingu og unnið sex leiki í röð í deild og bikar. Það var ekkert lát á sigurgöngu þeirra er þeir tóku á móti ÍR í Olís-deild karla í kvöld og unnu góðan þriggja marka sigur 33-30. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og komu sér snemma leiks í þriggja til fjögurra marka forystu. Þegar stundarfjórðungur var liðin af leiknum var staðan 10-7 fyrir FH. Um fimm mínútum seinna voru ÍR-ingar búnir að ranka við sér og jafna leikinn 11-11. ÍR-ingar náðu eins marks forystu um stund en FH-ingar gáfu í og leiddu með einu marki 18-17 í hálfleik. FH-ingar mættu öflugir í seinni hálfleikinn og komu sér fljótlega í þriggja marka forystu 20-17. Þeir voru með tveggja til þriggja marka forystu bróðurpart seinni hálfleiksins en ÍR-ingar hleyptu þeim aldrei of langt frá sér. FH-ingar sigruðu að lokum með þremur mörkum 33-30. Afhverju vann FH? Þeir eru með gríðarlega gott lið og voru agaðir þegar að þeir ÍR-ingar gáfu í og reyndu að koma sér yfir. Sóknarleikurinn var góður heilt yfir og var unga útilínan hjá þeim að spila frábæran og hraðann handbolta sem ÍR-ingar réðu illa við. Hverjir stóðu upp úr? Hjá FH voru Ásbjörn Friðriksson og Birgir Már Birgisson atkvæðamestir með sjö mörk. Phil Döhler stóð vel í markinu og var með þrettán bolta varða, 30% markvörslu. Hjá ÍR var Arnar Freyr Guðmundsson atkvæðamestur með ellefu mörk. Viktor Sigurðsson var með sjö mörk. Hvað gekk illa? Varnarleikur hjá báðum liðum stóð ekki nógu vel og var alltof mikið sem lak í gegnum vörnina. Það segir sig sjálft þegar að bæði lið skora um þrjátíu mörk. Hvað gerist næst? Mánudaginn 28. nóvember taka FH-ingar á móti Aftureldingu kl 19:30. Á sama dag og sama tíma sækja ÍR-ingar Hauka heim. Bjarni Fritzson: „Við spiluðum mjög vel á móti mjög sterkum andstæðingum“ Bjarni Fritzson, var sáttur með sína menn þrátt fyrir tap Bjarni Fritzon, þjálfari ÍR, var sáttur með spilamennsku sinna manna þrátt fyrir þriggja marka tap á móti FH í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar hafa verið að sýna mikið batamerki í sínum leik og skilaði það sér á parketið í kvöld. „Þetta var hrikalega flottur leikur og hart barist. Ég er stoltur af strákunum, við spiluðum mjög vel á móti mjög sterkum andstæðingum. Við náðum að koma til baka, þeir hafa oft náð að klára leiki á þessari frábæru vörn og hraðaupphlaupum og við náðum að bíta okkur aftur inn í leikinn og jafna 27-27. Það var ekkert eðlilega flottur karakter í mínum mönnum.“ Varnarleikur ÍR hefur batnað mikið í síðustu leikjum þrátt fyrir að hafa fengið þrjátíu og þrjú mörk á sig í kvöld. Bjarni hefur verið að keyra á 5-1 varnarleik í síðustu leikjum og byrjaði leikinn í henni í dag en breytti fljótlega í 6-0. Í seinni hálfleik gerði hann aðra tilraun og kom hik á sóknarleik FH. Bjarni segir að hann sé ánægður með batamerkið á varnarleiknum. „Við byrjuðum í 5-1 vörn í byrjun leiks en við skiptum mjög fljótt í 6-0 því mér fannst þeir finna lausnir og mér fannst við ekki alveg í nógu intensity. Þá er oft að skipta um vörn og sjá hvort við séum ekki þéttari í 6-0, mér fannst það ganga allt í lagi. Einar Bragi var að skora mörk gegnum miðja vörnina, ég hefði verið til í betri markvörslu í fyrri hálfleik. Svo förum við í 5-1 vörnina aftur í seinni og þá klikkaði hún, bara boom og það var geðveikt. Ég er stoltur af þeim hvað þeir eru komnir langt með varnarleikinn og að geta svissað á milli á móti jafn vel skipulögðu liði eins og FH. Ég er hrikalega ánægður með það.“ ÍR-ingar hafa verið að spila vel í síðustu leikjum og gerðu það einnig í kvöld. Bjarni segist halda að sjálfstraustið hjá strákunum sé að aukast og að þeir hafi trú á verkefninu. „Við erum að leggja hart að okkur. Það er eðlilegt að það kemur nýr þjálfari og fer að leggja upp skipulag. Við erum að reyna verða betri. Ég held líka að seinni hálfleikurinn á móti Stjörnunni hafi gefið okkur ótrúlega mikið því við vorum hársbreidd að klóra okkur inn í þann leik. Ég held að trúin á þá sjálfa sé að aukast og þeir eru að átta sig á því hversu hæfileikaríkir þeir eru og það er hið besta mál.“
Olís-deild karla FH ÍR Tengdar fréttir „Þetta var rosalega erfiður leikur“ „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 21. nóvember 2022 21:45
„Þetta var rosalega erfiður leikur“ „Þetta var rosalega erfiður leikur. Mjög gott ÍR lið, þeir pressuðu okkur alveg í botn og gáfu okkur aldrei frið, virkilega flottur leikur hjá þeim. Ég er mjög ánægður með sigurinn og að landa þessu,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir þriggja marka sigur á ÍR í kvöld. 21. nóvember 2022 21:45
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti