„Við erum alltof lítið félag fyrir hann“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 13:01 Stevce Alusovski gerði Vardar Skopje að tvöföldum meisturum áður en hann tók við Þór á Akureyri. EPA/GEORGI LICOVSKI Sá handboltaveruleiki sem Stevce Alusovski er vanur samræmdist ekki þeim handboltaveruleikanum hjá Þór á Akureyri. Því var óhjákvæmilegt að binda endi á samstarfið. Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu. Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Fyrr í vikunni sagði Þór Alusovski upp störfum. Margir ráku upp stór augu þegar Þórsarar réðu hann fyrir síðasta tímabil enda hafði Alusovski þjálfað norður-makedónska stórliðið Vardar Skopje áður en hann kom til Akureyrar. Á síðasta tímabili endaði í Þór í 4. sæti Grill 66 deildarinnar og tapaði fyrir Fjölni, 2-0, í umspili um sæti í Olís-deildinni. Þórsarar hafa svo byrjað þetta tímabil illa og Alusovski skilur við þá í 7. sæti Grill 66 deildarinnar. „Þetta var eiginlega óhjákvæmilegt. Það var búið að leita leiða til að finna lausnir og ákveðnir hlutir sem menn vildu breyta. Við reyndum það en það gekk ekkert upp,“ sagði Árni Rúnar Jóhannesson, formaður handknattleiksdeildar Þórs, í samtali við Vísi í dag. Getan fyrir framan okkur Að hans sögn voru aðilarnir, Þórsarar og Alusovski, of ólíkir til að hjónabandið gæti gengið upp. „Þegar við réðum hann vonuðum við að við myndum hitta. En svo kom í ljós að hans hugmyndafræði og geta sem þjálfari er nokkrum skrefum framar fyrir okkur. Við erum alltof lítið félag fyrir hann,“ sagði Árni. Þór gerði nýjan samning við Alusovski í sumar í von um að aðilar gætu mæst á miðri leið. „Við héldum langa fundi og héldum að við værum að komast niður eitthvað plan þar sem hann gæti tekið 1-2 skref aftur á bak og við eitt skref áfram og við mæst. En eins og veturinn byrjaði gekk þetta ekki upp. Hann vill gera þetta hraðar en við.“ Sjá ekki eftir ráðningunni Árni ber Alusovski samt vel söguna og segir hann afar færan í sínu fagi. „Hann er með mikinn metnað, gríðarlegur fagmaður í öllu sem hann gerir og gífurlega hæfur þjálfari. Einstaklingarnir eru margir hverjir orðnir miklu, miklu betri en ekki liðið. Þór er bara ekki þarna,“ sagði Árni sem sér alls ekki eftir því að hafa ráðið Alusovski. „Þetta var þvílíkt þroskandi fyrir okkur í kringum þetta, leikmennina og félagið. Hann gerði ótrúlega margt gott fyrir okkur.“ Halldór Örn Tryggvason, fyrrverandi þjálfari Þórs, tók tímabundið við liðinu og stýrir því gegn Fram U annað kvöld. Þórsarar eru samt í þjálfaraleit og Árni greip í frasa frá fyrrverandi sóttvarnalækni þegar hann lýsti leitinni. „Við erum í viðræðum við einstaklinga og ætlum að reyna að klára þetta um helgina eða eftir helgi. Það eru margar sviðsmyndir. Við erum ekki á byrjunarreit,“ sagði Árni. Gleðin þarf að vera til staðar Honum finnst að Þór eigi að vera með ágætlega sterkt lið í Grill 66 deildinni. „Miðað við mannskap á þetta að vera nokkuð frambærilegt Grilllið, ekkert meira en það. En það þarf líka að vera gaman að æfa handbolta. Við erum með stráka sem eru átta tíma í vinnu eða skóla og þurfa svo að mæta handboltaæfingar og það þarf að vera gaman, ekki bara til að verða betri í handbolta,“ sagði Árni að endingu.
Olís-deild karla Þór Akureyri Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira