Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍR 30-26 | Haukar unnu leikinn sem þeir urðu að vinna Andri Már Eggertsson skrifar 28. nóvember 2022 22:00 Haukar unnu fjögurra marka sigur í kvöld. vísir/Diego Haukar komust aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á ÍR 30-26. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegur handboltaleikur en einstaklings gæði Hauka áttu síðasta orðið að lokum. Fyrri hálfleikur var afar sérstakur. Upplifunin á vellinum var eins og bæði lið mættu vera ósátt með sína frammistöðu í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að líma saman meira en fimm mínútur af góðum handbolta varnar og sóknarlega. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður komust Haukar í fyrsta skipti fjórum mörkum yfir 8-4. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé. Fyrsta sókn ÍR-inga eftir leikhlé endaði með afar klaufalegum töpuðum bolta og heimamenn skoruðu úr hraðaupphlaupi og komust fimm mörkum yfir. Eftir það náðu ÍR-ingar að meðtaka skilaboð Bjarna Fritzsonar og komust í betri takt. Gestirnir minnkuðu forskot Hauka niður í eitt mark 11-10. Staðan í hálfleik var 16-14. ÍR byrjaði á að taka frumkvæðið í seinni hálfleik og augnablikið var með gestunum til að byrja með. ÍR jafnaði strax leikinn og liðin skiptust síðan á mörkum en Haukar náðu að búa sér til forskot sem heimamenn misstu aldrei í minna en tvö mörk. Síðustu mínúturnar voru nokkuð skondnar þar sem bæði lið klikkuðu á hverju dauðafærinu á fætur öðru en Haukar unnu á endanum fjögurra marka sigur 30-26. Af hverju unnu Haukar? Það reyndi á þolinmæðina hjá Haukum í kvöld. Þrátt fyrir að hafa aldrei lent undir í leiknum og ÍR-ingum aðeins tekist fjórum sinnum að jafna leikinn var þetta ekki sannfærandi leikur hjá Haukum. Haukar voru sterkari á svellinu á lokasprettinum og gerðu nóg til að vinna leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Haukum með níu mörk. Guðmundur gerði vel í að sprengja upp leikinn og var einnig duglegur að búa til færi fyrir liðsfélaga sína. Þakið á Matas Pranckevicius er ekki hátt ef tekið er mið af síðustu leikjum. Matas átti ágætis innkomu í kvöld þar sem hann varði 11 skot og endaði með 42 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Þessi handboltaleikur verður ekki gefinn út á diski og notaður sem kennsluefni fyrir unga iðkendur. Gæði leiksins voru afar misjöfn þar sem bæði lið duttu niður á lágt plan. Þegar ÍR klikkaði á dauðafæri eða tapaði boltanum klaufalega þá refsuðu Haukar með marki. Hvað gerist næst? Haukar fara á Ísafjörð næsta laugardag og mæta Herði klukkan 16:00. Næsta mánudag mætast ÍR og Fram í Skógarseli klukkan 19:30. Sem leikmaður hef ég oft komið á Ásvelli og spilað lélegri leik Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, hefði viljað sjá sína menn taka betri ákvarðanir á köflum.Vísir/Vilhelm Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð brattur með frammistöðuna gegn Haukum. „Mörkin sem skildu liðin að liggja á mörgum stöðum. Mér fannst við spila fínan leik en vorum að taka of mikið af slæmum ákvörðunum sem er ólíkt okkur. Við getum fundið allskonar lítil augnablik sem við tókum lélegar ákvarðanir og þar tapaðist leikurinn.“ Þrátt fyrir fjögurra marka tap leið Bjarna eins og leikurinn væri í járnum allan tímann. „Mér leið eins og ég væri í hörkuleik allan tímann. Við jöfnuðum strax í seinni hálfleik og það var ekki mikill munur á liðunum og mér leið allan tímann eins og við ættum möguleika á að taka þennan leik. Þegar við vorum alveg að ná þeim sýndu Haukar gæði og karakter.“ „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum í seinni hálfleik og jöfnuðum leikinn. Mér fannst strákarnir spila vel og ég hef oft komið hingað og spilað verri leik en þennan.“ Olís-deild karla Haukar ÍR Handbolti
Haukar komust aftur á sigurbraut eftir fjögurra marka sigur á ÍR 30-26. Þetta var langt frá því að vera skemmtilegur handboltaleikur en einstaklings gæði Hauka áttu síðasta orðið að lokum. Fyrri hálfleikur var afar sérstakur. Upplifunin á vellinum var eins og bæði lið mættu vera ósátt með sína frammistöðu í fyrri hálfleik. Hvorugu liðinu tókst að líma saman meira en fimm mínútur af góðum handbolta varnar og sóknarlega. Þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður komust Haukar í fyrsta skipti fjórum mörkum yfir 8-4. Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, tók þá leikhlé. Fyrsta sókn ÍR-inga eftir leikhlé endaði með afar klaufalegum töpuðum bolta og heimamenn skoruðu úr hraðaupphlaupi og komust fimm mörkum yfir. Eftir það náðu ÍR-ingar að meðtaka skilaboð Bjarna Fritzsonar og komust í betri takt. Gestirnir minnkuðu forskot Hauka niður í eitt mark 11-10. Staðan í hálfleik var 16-14. ÍR byrjaði á að taka frumkvæðið í seinni hálfleik og augnablikið var með gestunum til að byrja með. ÍR jafnaði strax leikinn og liðin skiptust síðan á mörkum en Haukar náðu að búa sér til forskot sem heimamenn misstu aldrei í minna en tvö mörk. Síðustu mínúturnar voru nokkuð skondnar þar sem bæði lið klikkuðu á hverju dauðafærinu á fætur öðru en Haukar unnu á endanum fjögurra marka sigur 30-26. Af hverju unnu Haukar? Það reyndi á þolinmæðina hjá Haukum í kvöld. Þrátt fyrir að hafa aldrei lent undir í leiknum og ÍR-ingum aðeins tekist fjórum sinnum að jafna leikinn var þetta ekki sannfærandi leikur hjá Haukum. Haukar voru sterkari á svellinu á lokasprettinum og gerðu nóg til að vinna leikinn. Hverjir stóðu upp úr? Guðmundur Bragi Ástþórsson var markahæstur hjá Haukum með níu mörk. Guðmundur gerði vel í að sprengja upp leikinn og var einnig duglegur að búa til færi fyrir liðsfélaga sína. Þakið á Matas Pranckevicius er ekki hátt ef tekið er mið af síðustu leikjum. Matas átti ágætis innkomu í kvöld þar sem hann varði 11 skot og endaði með 42 prósent markvörslu. Hvað gekk illa? Þessi handboltaleikur verður ekki gefinn út á diski og notaður sem kennsluefni fyrir unga iðkendur. Gæði leiksins voru afar misjöfn þar sem bæði lið duttu niður á lágt plan. Þegar ÍR klikkaði á dauðafæri eða tapaði boltanum klaufalega þá refsuðu Haukar með marki. Hvað gerist næst? Haukar fara á Ísafjörð næsta laugardag og mæta Herði klukkan 16:00. Næsta mánudag mætast ÍR og Fram í Skógarseli klukkan 19:30. Sem leikmaður hef ég oft komið á Ásvelli og spilað lélegri leik Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, hefði viljað sjá sína menn taka betri ákvarðanir á köflum.Vísir/Vilhelm Bjarni Fritzson, þjálfari ÍR, var nokkuð brattur með frammistöðuna gegn Haukum. „Mörkin sem skildu liðin að liggja á mörgum stöðum. Mér fannst við spila fínan leik en vorum að taka of mikið af slæmum ákvörðunum sem er ólíkt okkur. Við getum fundið allskonar lítil augnablik sem við tókum lélegar ákvarðanir og þar tapaðist leikurinn.“ Þrátt fyrir fjögurra marka tap leið Bjarna eins og leikurinn væri í járnum allan tímann. „Mér leið eins og ég væri í hörkuleik allan tímann. Við jöfnuðum strax í seinni hálfleik og það var ekki mikill munur á liðunum og mér leið allan tímann eins og við ættum möguleika á að taka þennan leik. Þegar við vorum alveg að ná þeim sýndu Haukar gæði og karakter.“ „Ég var ánægður með hvernig við byrjuðum í seinni hálfleik og jöfnuðum leikinn. Mér fannst strákarnir spila vel og ég hef oft komið hingað og spilað verri leik en þennan.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti