Allt að 159 prósenta munur á hæsta og lægsta verði Yfir 100% munur er á hæsta og lægsta verði á dekkjaskiptum, umfelgun og jafnvægisstillingu hjá 48 fyrirtækjum víðs vegar um landið. Þar sem hann er hlutfallega mestur munar um 159% á verði eða 9.510 krónum. Neytendur 23. apríl 2021 13:47
Ný mathöll opnar í Borgartúni á morgun „Upphaflega stóð til að opna fyrir páska en í ljósi aðstæðna ákváðum við að fresta opnuninni um stundarsakir. Í svona ástandi er enginn tími fullkominn en við ætlum að ríða á vaðið núna,“ segir Björn Bragi Arnarsson í viðtali við Vísi. Viðskipti innlent 19. apríl 2021 17:16
ESB: Við bönnuðum ykkur ekki að borða Cocoa Puffs og Lucky Charms Mörgum brá í brún um síðustu mánaðamót þegar þær fréttir bárust að morgunkornið Cocoa Puffs og Lucky Charms yrði brátt ófáanlegt á Íslandi. Fregnirnar vöktu mikla athygli og sátu margir aðdáendur hins vinsæla morgunkorns eftir með sárt ennið eða byrjuðu að hamstra vörurnar í stórum stíl. Neytendur 19. apríl 2021 15:44
„Tilboðsfranskar“ heyra sögunni til Þykkvabæjar hefur breytt nafninu á Tilboðsfrönskum fyrirtækisins sem hafa heitið því nafni svo áratugum skiptir. „Þykkvabæjarfranskar“ heita þær núna, en útlitið pakkninganna er þó áfram hið sama – svartir stafir á gulum grunni. Neytendur 19. apríl 2021 13:10
Vara við neyslu á vörum frá Husk eftir þrjú dauðsföll í Danmörku Matvælastofnun varar við neyslu á Husk Psyllium Froskaller og Husk Psyllium Mavbalance trefjahylkjum og dufti frá fyrirtækinu Orkla Care. Innköllun stendur yfir á öllum lotum varanna hér á landi. Neytendur 16. apríl 2021 12:07
Barnalán - móðurást í breytilegu vaxtaumhverfi Það er ekki svo langt síðan ég fattaði að barnalán þýðir í raun ekkert annað en barna-lán. Ég er að greiða af húsnæðisláni, námsláni og svo greiði ég líka af barnaláni, nánar tiltekið fjórum barnalánum. Skoðun 16. apríl 2021 10:00
Fyrirspurnum rignir vegna krafna nýs innheimtufyrirtækis Neytendasamtökin segja að fyrirspurnum hafi rignt inn til samtakanna síðan í gær vegna innheimtufyrirtækisins BPO innheimta ehf. Fyrirtækið hafi sent fólki reikninga í gær með eindaga upp á sama dag. Þá séu dæmi um að kröfur hafi tvöfaldast frá því í gærkvöldi. Neytendur 14. apríl 2021 13:33
Fjármálaráðherra segir ASÍ stoppa það af að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað! Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. Skoðun 14. apríl 2021 12:30
Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Viðskipti innlent 14. apríl 2021 12:04
Fella niður vexti smálána í vanskilum BPO Innheimta hefur keypt allt kröfusafn Kredia, Hraðpeninga, Smálána, 1909 og Múla en öll fyrirtækin eru í eigu smálánafyrirtækisins eCommerce 2020. Neytendur 13. apríl 2021 19:27
Hóflegri tilboð í ár fyrir Íslendinga á faraldsfæti Annað árið í röð vona rekstraraðilar hótela að innlendir gestir komi til með að bjarga ferðamannasumrinu. Vísir tók stöðuna á þremur af stærstu hótelkeðjunum en forsvarsmenn þeirra sammælast um að þó bjartara sé yfir ríki áfram mikil óvissa um komu erlendra ferðamanna. Neytendur 11. apríl 2021 09:01
Matvöruverð lækkað síðustu mánuði Vörukarfa ASÍ hefur lækkað í sex verslunum af átta frá því í byrjun nóvember á síðasta ári. Mest lækkaði hún í Heimkaup um 11,2% en hækkaði mest í Nettó um 0,8%. Viðskipti innlent 8. apríl 2021 17:14
Páskaeggin við það að klárast Það fer nú hver að verða síðastur að tryggja sér páskaegg en þau eru að klárast í flestum verslunum. Þetta staðfesta framkvæmdastjórar Hagkaup og Krónunnar og þá hefur Vísir fengið það staðfest að handgerð páskaegg Hafliða Ragnarssonar séu uppseld. Innlent 3. apríl 2021 15:20
Cocoa Puffs og Lucky Charms verða ekki fáanleg á Íslandi Cocoa Puffs og Lucky Charms verða brátt ófáanleg á Íslandi ef marka má tilkynningu frá Nathan & Olsen. Þar segir að framleiðandinn General Mills hafi nýlega upplýst að ný uppskrift samræmist ekki Evrópulöggjöf. Viðskipti innlent 31. mars 2021 13:58
Innkalla andlitsgrímur sem eru sagðar veita falskt öryggi Rekstrarvörur hafa hafið innköllun á KN95/FFP2 andlitsgrímum sem stóðust ekki prófanir. Um er að ræða CE merktar persónuhlífar af gerðinni FFP2 sem seldar voru í tíu stykkja pakkningum með vörunúmerinu 10KN95. Neytendur 26. mars 2021 17:31
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ Viðskipti innlent 26. mars 2021 08:00
Af hverju viljum við minni verðbólgu? Verðbólgan hefur ekki alveg verið til friðs að undanförnu. Tólf mánaða taktur hennar hefur hægt og rólega þokast upp síðastliðna mánuði og er nú í gildum sem við höfum ekki séð í sjö ár. Skoðun 22. mars 2021 08:00
Hver græðir? Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Skoðun 22. mars 2021 07:31
Finna ekki dæmi um svindl á veitingastöðum þrátt fyrir niðurstöður rannsóknar Eftirlit með veitingastöðum í Reykjavíkur hefur ekki leitt í ljós svindl með fisktegundir sem virtist koma fram í rannsókn sem var gerð árið 2016. Sú rannsókn benti til þess að á Íslandi væri eitt hæsta hlutfall rangra merkinga á fiskmeti á veitingastöðum í Evrópu. Innlent 22. mars 2021 07:00
Ekki lengur þörf á að tilkynna fæðubótarefni né íblöndun koffíns í litlu magni Matvælaframleiðendur og dreifingaraðilar þurfa ekki lengur að tilkynna markaðssetningu orkudrykkja sem innihalda minna en 320 mg/l af koffíni. Innlent 18. mars 2021 14:02
Seljandi bifreiðar kannaðist ekki við að hafa selt bifreiðina Smart bílar voru á mánudag dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða kaupanda bifreiðar 861 þúsund krónur auk málskostnaðar vegna galla. Snerist deilan um það hvort fyrirtækið væri seljandi bifreiðarinnar sem flutt var inn frá Bandaríkjunum eða milligönguaðili sem bæri þar með ekki ábyrgð á afhendingarástandi hennar. Viðskipti innlent 12. mars 2021 17:23
Ekki í boði að sækja um viðbótarfrest í ár Lokadagur fyrir skil á skattframtali einstaklinga er á morgun 12. mars en ekki stendur til boða að þessu sinni að sækja um viðbótarfrest líkt og síðustu ár. Viðskipti innlent 11. mars 2021 10:09
Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Innlent 10. mars 2021 20:04
„Ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu“ Það að Mjólkursamsalan selji erlendum matvælafyrirtækjum nýmjólkurduft á lægra verði en íslenskum matvælafyrirtækjum fer ansi nálægt því að vera misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Þetta segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Hann segir íslenska framleiðendur ekki eiga annarra kosta völ en að kaupa duftið frá MS þar sem innflutningstollar séu meðal þeirra hæstu í heimi. Neytendur 7. mars 2021 23:40
Íslandsbanki hækkar fasta vexti húsnæðislána en fellir niður lántökugjöld af „grænum húsnæðislánum“ Frá og með næsta þriðjudegi hækka fastir vextir óverðtryggðra lána hjá Íslandsbanka. Þá taka jafnframt gildi breytingar á vaxtatöflu bankans sem fela í sér að ekkert lántökugjald verður innheimt af svokölluðum grænum húsnæðislánum auk þess sem 0,10% vaxtaafsláttur verður veittur af slíkum lánum. Viðskipti 6. mars 2021 13:01
Selur allar vörur á 100 krónur og hefur ekki þurft að sækja í reynslubanka pabba síns „Þú sérð ekki oft þetta verð, hundrað krónur fyrir allt. Og það er búið að vera mjög mikið að gera,“ segir Stefán Franz Jónsson, stofnandi verslunarinnar 100kr.is í samtali við Vísi. Verslunin ber nafn með rentu – allar vörur sem þar eru til sölu kosta 100 krónur. Neytendur 4. mars 2021 12:02
Innkalla SFC Boneless Bucket vegna salmonellu Aðföng og SFC Wholesale Ltd í Bretlandi hafa ákveðið að taka úr sölu og innkalla SFC Boneless Bucket í 650g pakkningu. Er það gert eftir að salmonella fannst í einni framleiðslulotu af vörunni. Neytendur 3. mars 2021 13:00
Costco ekki orðið við kröfu MAST um innköllun á hundanammi Matvælastofnun (MAST) varar við tiltekinni lotu af hundanamminu Super foods for dogs: Chicken treats with sweet potato, carrot & pumpkin frá Irish Dog Food vegna málmflísa sem kaupandi fann í vörunni. Costco flytur vöruna inn og selur í verslun sinni í Kauptúni. Neytendur 2. mars 2021 12:15
Aldrei verið auðveldara að kaupa húsnæði Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Hagfræðideild Landsbankans, segir að það hafi aldrei verið auðveldara að kaupa íbúðarhúsnæði á Íslandi. Hann hefur lengi fylgst með þróun fasteigna- og leigumarkaðsins hér á landi og segir að á síðustu tuttugu árum hafi alla jafna verið hagstæðara að kaupa en að leigja. Viðskipti innlent 26. febrúar 2021 07:31
„Buttergate“ skekur Kanada: Smjörið bráðnar ekki og bændur skipa nefnd Ein er sú spurning sem virðist nú brenna á kanadískum matreiðslumönnum, matreiðslubókahöfundum og almennum neytendum: Af hverju mýkist smjörið ekki lengur við stofuhita? Erlent 23. febrúar 2021 22:28