Símtöl til Bretlands geta kostað formúu ef menn passa sig ekki Jakob Bjarnar skrifar 24. október 2022 10:49 Ef menn eru sér ekki meðvitaðir um breytinguna sem orðið hefur á fyrirkomulagi símtala til og frá Bretlandi og gæta sín gætu þeir hæglega kjaftað sig í gjaldþrot. Getty Brexit hefur þegar haft ýmis áhrif á Bretland og á þá sem eiga í samskiptum við breska heimsveldið. Ef menn passa sig ekki gæti kostað skildinginn að tala í síma á Bretlandseyjum. Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone. Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Margir sem ferðuðust til Evrópu á árum áður minnast þess með hrolli að hafa fengið ævintýralega háan símreikning ef þeir gáðu ekki að sér og töluðu frjálslega í síma við landa sína heima. Aðild Íslands að EES-samningnum breytti þessu hins vegar og 2017 féllu sérstök reikigjöld niður innan EES-svæðisins. Sem þýddi einfaldlega að Íslendingar gátu hringt innan þess svæðis eins og um innanlandssímtöl væri að ræða. Brexit, útganga Breta úr Evrópusambandinu, breytir hins vegar ýmsu og nú er staðan sú að símtöl Íslendinga þaðan og þangað geta kostað sitt. Arnór Fannar Theódórsson vörustjóri hjá Vodafone mætti í Bítið í morgun og útskýrði þetta fyrir þáttastjórnendum sem vöktu máls á að á Bretlandi er fólk nú að upplifa mestu verðhækkanir í manna minnum, eða í ein 42 ár. Harður vetur er framundan og þetta á við um símtölin eins og ýmislegt annað. Arnór Fannar sagði að sú breyting, sem kom til framkvæmda 1. október, hafi komið flatt upp á ýmsa viðskiptavini þó Vodafone hafi lagt mikið í að kynna hvað í vændum væri. Fyrirtækið býður upp á ýmsar lausnir en símaglaðir gá ekki að sér eins og með því að kaupa sérstakt daggjald sem nemur 990 krónum þá getur reikningurinn orðið hár. Mínútugjald er 33 krónur og ef menn eru staddir í Bretlandi og símreikningurinn getur því orðið fljótur að bólgna ef menn eru málglaðir. Þáttastjórnandi Bítisins vildi fá nánari útlistun á fyrirkomulaginu og setti upp dæmi; ef hann hringdi í vin sinn og hefði ekki hugmynd um að sá væri í Bretlandi, það kæmi ekki í ljós fyrr en eftir 20 mínútna símtal, hvort hann væri þá í vondum málum? Nei, það er ekki svo, að sögn Arnórs. Hins vegar gæti sá sem móttekur símtalið þurft að reiða fram fúlgur. „Hann er ábyrgur fyrir kostnaðinum og getur þá valið um að svara ekki símtalinu. Þú ert hins vegar að hringja eins og þú sért að hringja innan Íslands,“ sagði Arnór Fannar. Vísir er í eigu Sýnar sem jafnframt á Vodafone.
Neytendur Fjarskipti Brexit Evrópusambandið Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku Viðskipti innlent Fleiri fréttir ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira