Kostulegt myndasafn úr Góða hirðinum: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur“ Snorri Másson skrifar 4. nóvember 2022 09:29 Í Íslandi í dag kynnumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“ Hver hendir ónotaða gallabuxnafótaskriffærabakkanum sínum? Hver hendir uppstoppaða fuglstrjágreinalampanum sínum? Hver hendir „Guðmundur í Byrginu“-hattinum sínum? Í innslaginu hér að ofan má sjá undrin öll af hlutum til sölu í Góða hirðinum, sem eru meira að segja flokkaðir samviskusamlega inni á Facebook-hóp Maríu, „Hver hendir svona?“ Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. Í Íslandi í dag kynntumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“Vísir María Hjálmtýsdóttir er stofnandi og aðalsprauta hópsins, hún safnar sjálf barnabókum, leikföngum og sparibaukum svo fátt eitt sé nefnt - og í þessu skyni mætir hún í Góða hirðinn eins oft og hún getur. „Ég hef vandræðalega mikla þekkingu á því hvað er hérna,“ segir María um leið og tekinn er hinn venjubundni hringur í Góða hirðinum. Hún segir að hópurinn sem rætt er um sé orðinn svo fjölmennur að hann sé að verða nokkuð sjálfbær, af því að félagar eru sjálfir farnir að birta myndir af furðulegustu hlutum þegar það rennir við í Góða hirðinum. María segir að í stað þess að hún sé endilega með þráhyggju fyrir því að safna hlutum, sé hún öllu fremur bara eins konar „söfnunardúlla.“ Þar fyrir utan réttlæti hún tíðar ferðir í Góða hirðinn með því að hún þurfi að gefa fylgjendum hópsins það sem þeir vilja. Eins og hún segir kímin: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur.“ Verslun Neytendur Sorpa Tengdar fréttir Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08 Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Hver hendir ónotaða gallabuxnafótaskriffærabakkanum sínum? Hver hendir uppstoppaða fuglstrjágreinalampanum sínum? Hver hendir „Guðmundur í Byrginu“-hattinum sínum? Í innslaginu hér að ofan má sjá undrin öll af hlutum til sölu í Góða hirðinum, sem eru meira að segja flokkaðir samviskusamlega inni á Facebook-hóp Maríu, „Hver hendir svona?“ Umfjöllun hefst á fimmtándu mínútu. Í Íslandi í dag kynntumst við Maríu Hjálmtýsdóttur, kennara sem fer í Góða hirðinn nær daglega til að kanna hvort hún finni eitthvað að viti. Um leið og hún gengur tekur hún oft myndir sem rata í gífurlega vinsælan hóp hennar: „Hver hendir svona?“Vísir María Hjálmtýsdóttir er stofnandi og aðalsprauta hópsins, hún safnar sjálf barnabókum, leikföngum og sparibaukum svo fátt eitt sé nefnt - og í þessu skyni mætir hún í Góða hirðinn eins oft og hún getur. „Ég hef vandræðalega mikla þekkingu á því hvað er hérna,“ segir María um leið og tekinn er hinn venjubundni hringur í Góða hirðinum. Hún segir að hópurinn sem rætt er um sé orðinn svo fjölmennur að hann sé að verða nokkuð sjálfbær, af því að félagar eru sjálfir farnir að birta myndir af furðulegustu hlutum þegar það rennir við í Góða hirðinum. María segir að í stað þess að hún sé endilega með þráhyggju fyrir því að safna hlutum, sé hún öllu fremur bara eins konar „söfnunardúlla.“ Þar fyrir utan réttlæti hún tíðar ferðir í Góða hirðinn með því að hún þurfi að gefa fylgjendum hópsins það sem þeir vilja. Eins og hún segir kímin: „Ég er náttúrulega bara áhrifavaldur.“
Verslun Neytendur Sorpa Tengdar fréttir Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08 Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13 Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Netverjar hneykslast yfir háu verðlagi í „Gróða hirðinum“ Mikil umræða hefur skapast um verðlag í Góða hirðinum á samfélagsmiðlum en verslunin hefur undanfarið hækkað verð á nokkrum vöruflokkum. Samkvæmt upplýsingum frá Góða hirðinum hefur verðbólgan leikið þau grátt og var útlitið svart í sumar. Þau hafi farið eins hóflega í verðhækkanir og hægt var. 7. október 2022 21:08
Mikið magn nytjamuna fellur til á hverjum degi Það er greinilegt að þjóðin notaði tímann í kórónuveirufaraldrinum til að taka til í geymslum og bílskúrum. Þá má greina á framboði húsgagna hjá Góða hirðinum að margar íbúðir hafi dottið úr skammtímaleigu og húsmunir verið hreinsaðir út úr þeim. 14. júní 2020 20:13