LeBron með 28 stig er meistararnir hristu af sér slenið NBA-meistararnir í Los Angeles Lakers höfðu tapað fjórum leikjum í röð fyrir leik liðsins gegn Portland í nótt. Meistararnir unnu þó loks leik í nótt er þeir höfðu betur gegn Portland 102-93 í einum af níu leikjum næturinnar. Körfubolti 27. febrúar 2021 10:01
NBA dagsins: Svona kláraði gríska undrið dæmið Í NBA dagsins má meðal annars sjá hvernig Giannis Antetokounmpo tókst að tryggja Milwaukee Bucks sigur á New Orleans Pelicans með því að skora fimm síðustu stigin. Pelíkanarnir skoruðu ekki síðustu tvær mínútur leiksins en voru yfir áður en að því kom. Körfubolti 26. febrúar 2021 15:01
Zlatan segir LeBron James að hætta að skipta sér af Zlatan Ibrahimovic segir að LeBron James eigi ekki að vera að blanda sér í pólitísk umræðuefni heldur halda sig við það sem hann sé góður í – að spila körfubolta. Sport 26. febrúar 2021 10:31
Tólf leikja bann fyrir að miða byssu á fólk Malik Beasley, leikmaður Minnesota Timberwolves, hefur verið úrskurðaður í 12 leikja bann í NBA-deildinni eftir að hann hlaut dóm fyrir að miða byssu á fólk. Körfubolti 26. febrúar 2021 09:31
Antetokounmpo vann spennandi uppgjör við Williamson Gríska undrið Giannis Antetokounmpo hafði á ný betur gegn Zion Williamson í uppgjöri þeirra þegar Milwaukee Bucks unnu 129-125 sigur á New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 26. febrúar 2021 07:31
Dvölin í Disney World farin að segja til sín Eftir frábæra byrjun á tímabilinu hafa ríkjandi meistarar NBA-deildarinnar í körfubolta, Los Angeles Lakers, dalað og nú tapað fimm af síðustu sex leikjum sínum. Körfubolti 25. febrúar 2021 23:01
NBA dagsins: Glæsileg tilþrif og ekkert virðist stöðva Utah Það var nóg um falleg tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og Vísir birtir að vanda tíu bestu tilþrifin í NBA dagsins. Körfubolti 25. febrúar 2021 15:01
Kyrie vill fá Kobe á nýtt merki NBA-deildarinnar Bandaríska körfuboltastjarnan Kyrie Irving vill að Kobe Bryant verði minnst sérstaklega með því að gera nýtt merki NBA-deildarinnar sem yrði byggt á mynd af Kobe. Körfubolti 25. febrúar 2021 12:00
Utah Jazz lék meistarana grátt og er í toppmálum Leikmenn Utah Jazz halda áfram að fara á kostum sem besta lið NBA-deildarinnar það sem af er leiktíð. Þeir unnu meistara LA Lakers af miklu öryggi í nótt, 114-89. Körfubolti 25. febrúar 2021 07:30
NBA dagsins: Þrenna Hardens og stáltaugar Doncic Brooklyn Nets héldu flugi sínu áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt með sigri á Sacramento Kings. Luka Doncic skoraði tvær þriggja stiga körfur á lokasekúndunum í sigri Dallas Mavericks á Boston Celtics. Körfubolti 24. febrúar 2021 15:00
Tryggði sigurinn með tveimur þristum á síðustu sekúndunum Slóveninn Luka Doncic setti niður tvær þriggja stiga körfur á síðustu sextán sekúndunum og tryggði með því Dallas Mavericks sætan 110-107 sigur á Boston Celtics í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 24. febrúar 2021 07:30
NBA dagsins: Meistararnir töpuðu í framlengingu og fátt virðist stöðva Utah LeBron James klikkaði á vítaskoti sem hefði getað tryggt LA Lakers sigur í nótt, sem og þriggja stiga skoti í lok framlengingarinnar, í 127-124 tapi gegn Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 23. febrúar 2021 15:01
James brást á ögurstundu og Lakers töpuðu þriðja leiknum í röð Meistarar LA Lakers töpuðu þriðja leiknum í röð í nótt þegar þeir urðu að sætta sig við tap í framlengdum leik gegn Washington Wizards, 127-124, á heimavelli sínum í Los Angeles. Körfubolti 23. febrúar 2021 07:31
NBA dagsins: Svona hvarf forskot Celtics og Nets eru á miklu flugi Taugatrekkjandi lokakaflinn í framlengdum leik Boston Celtics og New Orleans Pelicans, og góður sigur Brooklyn Nets á LA Clippers eru meðal þess sem sjá má í NBA dagsins. Körfubolti 22. febrúar 2021 15:02
Rekinn eftir tap í New York Minnesota Timberwolves eru með versta árangurinn í NBA-deildinni á þessari leiktíð og hafa nú rekið þjálfara sinn. Liðið tapaði 103-99 gegn New York Knicks í gær og hefur aðeins unnið sjö leiki en tapað 24 í vetur. Körfubolti 22. febrúar 2021 07:30
LaVine á lista með MJ eftir 38 stig í nótt en LeBron tapaði gegn gömlu félögunum Fimm leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt en Miami gerði frægðarför til Los Angeles þar sem þeir sóttu sigur gegn heimamönnum í Lakers og LaVine skráði sig í sögubækurnar með Chicago. Körfubolti 21. febrúar 2021 10:31
NBA dagsins: Tveir leikmenn með 50 stig, loks tapaði Utah Jazz og bestu tilþrifin Nóttin var fjörug í NBA-deildinni í körfubolta. Joel Embiid gerði sér lítið fyrir og skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Jamal Murray gerði það sama í sigri Denver Nuggets og þá vann Los Angeles Clippers sigur á Utah Jazz. Körfubolti 20. febrúar 2021 14:45
Clippers batt enda á sigurgöngu Utah Jazz og stórkostlegur Embiid lagði grunninn að sigri Philadelphia Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Los Angeles Clippers batt enda á níu leikja sigurhrinu Utah Jazz og Joel Embiid skoraði 50 stig í sigri Philadelphia 76ers. Þá má einnig sjá öll úrslit næturinnar hér að neðan sem og stöðuna í deildinni. Körfubolti 20. febrúar 2021 09:31
NBA dagsins: Kareem og Malone fengu félagsskap í 35 þúsund stiga klúbbnum Meðlimum í 35 þúsund stiga klúbbnum í NBA-deildinni í körfubolta fjölgaði í nótt þegar LeBron James skoraði sitt 35 þúsund stig í tapi Los Angeles Lakers fyrir Brooklyn Nets, 98-109. Körfubolti 19. febrúar 2021 15:31
Brooklyn vann vængbrotna meistara Lakers Brooklyn Nets sigraði meistara Los Angeles Lakers, 98-109, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Körfubolti 19. febrúar 2021 07:30
NBA dagsins: Endakarlinn Lillard tók enn og aftur yfir í Dame tímanum Damian Lillard er oftar en ekki bestur þegar mest á reynir og sýndi það enn eina ferðina þegar Portland Trail Blazers sigraði New Orleans Pelicans, 124-126, í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 18. febrúar 2021 14:30
Hitti ekkert fyrr en allt var undir Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors unnu silfurlið síðasta tímabils, 120-112, eftir framlengdan leik í NBA-deildinni í nótt. Körfubolti 18. febrúar 2021 07:31
NBA dagsins: Antetokounmpo segir engan heimsendi að tapa fjórum leikjum í röð Þrátt fyrir að Milwaukee Bucks hafi tapað fjórum leikjum í fyrsta sinn í tvö ár segir leikmaður liðsins, Giannis Antetokounmpo, enga ástæðu til að örvænta. Körfubolti 17. febrúar 2021 14:30
Harden leiddi sögulega endurkomu Brooklyn í fjarveru hinna stjarnanna Brooklyn Nets stöðvaði sex leikja sigurgöngu Phoenix Suns þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn vann fjögurra stiga sigur, 124-128. Körfubolti 17. febrúar 2021 07:31
NBA dagsins: Djassinn dunar enn í Utah Bestu lið Vestur- og Austurdeildar NBA mættust í nótt þegar Utah Jazz og Philadelphia 76ers leiddu saman hesta sína. Utah sýndi styrk sinn með ellefu stiga sigri, 134-123. Körfubolti 16. febrúar 2021 14:30
Utah vann uppgjör bestu liða vesturs og austurs Utah Jazz vann Philadelphia 76ers, 134-123, í uppgjöri toppliða Vestur- og Austurdeildarinnar í NBA í nótt. Þetta var áttundi sigur Utah í röð og nítjándi sigur liðsins í síðustu tuttugu leikjum. Körfubolti 16. febrúar 2021 08:02
NBA dagsins: Doncic með níutíu stig í síðustu tveimur leikjum Dallas Stórleikur Lukas Doncic dugði Dallas Mavericks ekki til sigurs á Portland Trail Blazers í NBA-deildinni í nótt. Portland vann, 118-121. Körfubolti 15. febrúar 2021 14:41
Jókerinn brosti breitt eftir sigur á meisturunum Denver Nuggets stöðvaði sjö leikja sigurgöngu meistara Los Angeles Lakers þegar liðin mættust í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Denver vann sautján stiga sigur, 122-105. Körfubolti 15. febrúar 2021 07:30
Durant fékk sigur, knús og myndband í endurkomunni Kevin Durant snéri aftur á sinn gamla heimavöll í nótt er Brooklyn Nets vann sigur á Golden State Warriors á útivelli, 134-117. Körfubolti 14. febrúar 2021 10:31
Bill Russell blés á 87 kerti á afmælisdaginn Körfuboltagoðsögnin Bill Russell fagnar 87 ára afmæli sínu í dag. Í tilefni þess fékk hann veglega köku frá eiginkonu sinni. Körfubolti 12. febrúar 2021 17:00