Einu sigrarnir komið gegn Lakers sem eru aftur án LeBron James Sindri Sverrisson skrifar 5. nóvember 2021 07:31 LeBron James var í borgaralegum klæðum á bekknum hjá LA Lakers í gærkvöld en ekki er alveg ljóst hve lengi hann verður frá keppni. Meiðslin munu þó vera minni háttar. AP/Marcio Jose Sanchez Meiðsli halda áfram að angra LeBron James sem missti af tveimur leikjum í október. Hann lék ekki með LA Lakers í nótt eftir að hafa tognað í kvið og verður frá keppni í að minnsta kosti viku. Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Lakers hafa tapað fjórum af níu fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni í NBA-deildinni í körfubolta. Tvö tapanna hafa komið gegn Oklahoma City Thunder sem vann dísætan 107-104 sigur í leik liðanna í nótt. Þetta eru jafnframt einu tveir sigrar Oklahoma til þessa, í átta leikjum. Í nótt vann Oklahoma upp 19 stiga forskot sem Lakers náðu um miðjan 2. leikhluta og komst í fyrsta sinn yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af leiknum. Shai's tough finish gives the @okcthunder their first lead of the night!Thunder lead with 3:24 to play on NBA League Pass... Watch the action in LA here: https://t.co/V0kkYEEIkG pic.twitter.com/qBWLgzG64F— NBA (@NBA) November 5, 2021 „Við hefðum ekki átt að tapa þessum leik,“ sagði Anthony Davis sem skoraði 29 stig og tók 19 fráköst fyrir Lakers. „Þetta snerist ekki um það að LeBron væri ekki hérna… Það er í lagi með okkur en það er sárt að tapa fyrir sama liði tvisvar á einni viku með sams konar hætti. Við verðum að horfast í augu við það og takast á við það,“ sagði Davis. Shai Gilgeous-Alexander skoraði 11 af 28 stigum sínum fyrir Oklahoma í lokaleikhlutanum. Þar á meðal þriggja stiga körfu frá miðju þegar 1 mínúta og 18 sekúndur voru eftir. .@JCrossover and @QRich can't get enough of the Shai triple pic.twitter.com/3oCPF8PCwv— NBA (@NBA) November 5, 2021 Nóg var eftir af skotklukkunni og Oklahoma aðeins þremur stigum yfir en Gilgeous-Alexander var fyrirgefið þar sem boltinn fór ofan í. „Ef þetta hefði verið einhver annar þá hefði ég sagt eitthvað. En fyrst þetta er Shai þá er það í lagi. Hann er einstakur leikmaður,“ sagði Kenrich Williams sem skoraði níu af 13 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
Úrslitin í gær: Detroit 98-109 Philadelphia Atlanta 98-116 Utah Miami 78-95 Boston Phoenix 123-111 Houston LA Lakers 104-107 Oklahoma
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira