Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:01 Hwang Dong-Hyuk segir LeBron James vera svalan en deilir ekki skoðun hans á endinum á Squid Game. getty/Han Myung-Gu/Kevork Djansezian Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira
Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Sjá meira