Meistararnir inn á sigurbrautina eftir heimsókn í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo var mjög öflugur í sigri Bucks liðsins í nótt. AP/Matt Slocum NBA meistararnir heimsóttu aldrei Donald Trump í Hvíta húsið á meðan hann var forseti en það breyttist um leið og Joe Biden tók við. Milwaukee Bucks höfðu líka gott af heimsókninni ef marka má fyrsta leik liðsins eftir hana sem fór fram í nótt. Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98 NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
NBA Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira