Meistararnir inn á sigurbrautina eftir heimsókn í Hvíta húsið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 07:31 Giannis Antetokounmpo var mjög öflugur í sigri Bucks liðsins í nótt. AP/Matt Slocum NBA meistararnir heimsóttu aldrei Donald Trump í Hvíta húsið á meðan hann var forseti en það breyttist um leið og Joe Biden tók við. Milwaukee Bucks höfðu líka gott af heimsókninni ef marka má fyrsta leik liðsins eftir hana sem fór fram í nótt. Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98 NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Giannis Antetokounmpo skoraði 31 stig og tók 16 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 118-109 útisigur á Philadelphia 76ers. Grayson Allen var með 25 stig og setti niður mikilvægan þrist í fjórða leikhlutanum. A huge double-double from Giannis lifts the @Bucks on the road! @Giannis_An34: 32p/16r/4a/2b pic.twitter.com/Opo5tdvUDp— NBA (@NBA) November 10, 2021 Meistararnir Bucks héldu upp á fyrsta titil félagsins í fimmtíu ár í höfuðborginni daginn áður því allt liðið heimsótti þá Hvíta húsið í Washington DC. Sú heimsókn hafði greinilega góð áhrif á liðið sem vann aðeins í annað skiptið í síðustu sjö leikjum en síðustu tveir leikir fyrir heimsóknina til Joe Biden forseta höfðu tapast. Take an All-Access look at the 2021 NBA Champion @Bucks visit to The White House. pic.twitter.com/4e3Q3tAmFR— NBA (@NBA) November 9, 2021 Lið Philadelphia 76ers var vængbrotið í leiknum því stórstjarnan Joel Embiid auk þeirra Tobias Harris, Matisse Thybulle og Isaiah Joe voru ekki með vegna kórónusmits innan liðsins. Tyrese Maxey var atkvæðamestur í liðinu með 31 stig. Þá var Seth Curry ekki með vegna meiðsla og Ben Simmons hefur ekki spilað leik í vetur. PG's And-1 puts the on the @LAClippers 5th win in a row! pic.twitter.com/vpkUr69aie— NBA (@NBA) November 10, 2021 Paul George og félagar í Los Angeles Clippers fögnuðu sínum fimmta sigri í röð í nótt þegar þeir unnu 117-109 sigur á Portland Trail Blazers. George var með 24 stig, 9 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum. Reggie Jackson skoraði 23 stig og gaf 6 stoðsendingar fyrir Clippers og þá var Nicolas Batum með 22 stig þar af setti hann niður tvo þrista á lokamínútum leiksins. Damian Lillard var með 27 stig hjá Portland og Norman Powell skoraði 23 stig. Donovan Mitchell var með 27 stig þegar Utah Jazz vann 119-98 heimasigur á Atlanta Hawks. Bojan Bogdanovic og Jordan Clarkson voru báðir með 16 stig og Rudy Gobert tók 14 fráköst. Kevin Huerter skoraði 28 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með 27 stig. Cam Reddish bætti við 16 stigum og Clint Capela var með 13 stig og 12 fráköst. Það nægði liðinu ekki að hitta 51 prósent úr þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Utah liðið endaði með þessu tveggja leikja taphrinu eftir að hafa byrjað leiktíðina á sjö sigrum í átta fyrstu leikjunum. Þetta var annar sigur liðsins á Atlanta á aðeins fimm dögum. Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
Úrslitin i NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Clippers - Portland Trail Blazers 117-109 Philadelphia 76ers - Milwaukee Bucks 109-118 Utah Jazz- Atlanta Hawks 110-98
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira