Westbrook og Davis drógu Lakers-vagninn í fjarveru LeBrons Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 07:30 Russell Westbrook og Anthony Davis fallast í faðma eftir sigur Los Angeles Lakers á San Antonio Spurs. getty/Ronald Cortes Russell Westbrook átti sinn besta leik í treyju Los Angeles Lakers þegar liðið vann San Antonio Spurs, 121-125, eftir framlengingu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Westbrook átti erfitt uppdráttar í sínum fyrstu leikjum með Lakers en lék vel gegn San Antonio. Hann skoraði 33 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Russ.33 points10 rebounds8 assists3 steals@Lakers OT win pic.twitter.com/RJvmCV5Jdr— NBA (@NBA) October 27, 2021 Anthony Davis skoraði 35 stig og tók sautján fráköst fyrir Lakers sem lék án LeBrons James sem er meiddur. Jakob Poetl var atkvæðamestur hjá San Antonio með 27 stig og sautján fráköst. What a big-man duel in San Antonio @AntDavis23: 35 points, 17 boards, 4 blocks, W@JakobPoeltl: 27 points (13-17 FGM), 14 boards, 3 blocks pic.twitter.com/UrJDDLGbIo— NBA (@NBA) October 27, 2021 New York Knicks vann langþráðan sigur á Philadelphia 76ers, 112-99. Þetta var fyrsti sigur Knicks á Sixers síðan 12. apríl 2017. Sixers hafði unnið fimmtán leiki í röð gegn Knicks áður en kom að leiknum í Madison Square Garden í nótt. Kemba Walker skoraði nítján stig fyrir Knicks og Evan Fournier átján. Julius Randle var með sextán stig, ellefu fráköst og sjö stoðsendingar. Tobias Harris skoraði 23 stig fyrir Sixers, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Joel Embiid náði sér ekki á strik, skoraði aðeins fjórtán stig og bara tvær körfur. @KembaWalker (19 PTS, 5 AST, 5 3PM, 2 STL) powers the @nyknicks to a 3-1 record! pic.twitter.com/1CPZp7NJNZ— NBA (@NBA) October 27, 2021 Nikola Jokic, besti leikmaður síðasta tímabils, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar Denver Nuggets tapaði fyrir Utah Jazz, 122-110. Á þeim fimmtán mínútum sem Jokic spilaði skoraði hann 24 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sjö leikmenn Utah skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Rudy Gobert nýtti sér fjarveru Jokic vel, skoraði 23 stig og tók sextán fráköst. Donovan Mitchell var með 22 stig. Utah hefur unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu. The @utahjazz move the ball.Gobert slams it down.23 and 16 for Rudy.. 3-0 for Utah! pic.twitter.com/xQ9ZHhrrUx— NBA (@NBA) October 27, 2021 Úrslitin í nótt San Antonio 121-125 LA Lakers NY Knicks 112-99 Philadelphia Utah 122-110 Denver Oklahoma 98-106 Golden State Dallas 116-106 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Westbrook átti erfitt uppdráttar í sínum fyrstu leikjum með Lakers en lék vel gegn San Antonio. Hann skoraði 33 stig, tók tíu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Russ.33 points10 rebounds8 assists3 steals@Lakers OT win pic.twitter.com/RJvmCV5Jdr— NBA (@NBA) October 27, 2021 Anthony Davis skoraði 35 stig og tók sautján fráköst fyrir Lakers sem lék án LeBrons James sem er meiddur. Jakob Poetl var atkvæðamestur hjá San Antonio með 27 stig og sautján fráköst. What a big-man duel in San Antonio @AntDavis23: 35 points, 17 boards, 4 blocks, W@JakobPoeltl: 27 points (13-17 FGM), 14 boards, 3 blocks pic.twitter.com/UrJDDLGbIo— NBA (@NBA) October 27, 2021 New York Knicks vann langþráðan sigur á Philadelphia 76ers, 112-99. Þetta var fyrsti sigur Knicks á Sixers síðan 12. apríl 2017. Sixers hafði unnið fimmtán leiki í röð gegn Knicks áður en kom að leiknum í Madison Square Garden í nótt. Kemba Walker skoraði nítján stig fyrir Knicks og Evan Fournier átján. Julius Randle var með sextán stig, ellefu fráköst og sjö stoðsendingar. Tobias Harris skoraði 23 stig fyrir Sixers, tók níu fráköst og gaf níu stoðsendingar. Joel Embiid náði sér ekki á strik, skoraði aðeins fjórtán stig og bara tvær körfur. @KembaWalker (19 PTS, 5 AST, 5 3PM, 2 STL) powers the @nyknicks to a 3-1 record! pic.twitter.com/1CPZp7NJNZ— NBA (@NBA) October 27, 2021 Nikola Jokic, besti leikmaður síðasta tímabils, fór meiddur af velli í fyrri hálfleik þegar Denver Nuggets tapaði fyrir Utah Jazz, 122-110. Á þeim fimmtán mínútum sem Jokic spilaði skoraði hann 24 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar. Sjö leikmenn Utah skoruðu tíu stig eða meira í leiknum. Rudy Gobert nýtti sér fjarveru Jokic vel, skoraði 23 stig og tók sextán fráköst. Donovan Mitchell var með 22 stig. Utah hefur unnið alla þrjá leiki sína á tímabilinu. The @utahjazz move the ball.Gobert slams it down.23 and 16 for Rudy.. 3-0 for Utah! pic.twitter.com/xQ9ZHhrrUx— NBA (@NBA) October 27, 2021 Úrslitin í nótt San Antonio 121-125 LA Lakers NY Knicks 112-99 Philadelphia Utah 122-110 Denver Oklahoma 98-106 Golden State Dallas 116-106 Houston NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio 121-125 LA Lakers NY Knicks 112-99 Philadelphia Utah 122-110 Denver Oklahoma 98-106 Golden State Dallas 116-106 Houston
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira