Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

„Stærsta ævin­týri lífs míns“

Söngleikurinn Níu líf hefur slegið nýtt met í sögu Borgarleikhússins en síðustu helgi fór fjöldi gesta yfir 105 þúsund. Leikstjóri og höfundur verksins, Ólafur Egill Egilsson segir heillastjörnu hafa fylgt sýningunni frá upphafi. 

Lífið
Fréttamynd

Sagður bera á­byrgð á ban­eitraðri vinnu­staða­menningu

Núverandi og fyrrverandi starfsmenn sem unnu á bakvið tjöldin í framleiðslu á bandaríska skemmtiþættinum The Tonight Show saka Jimmy Fallon, um að hafa stuðlað að baneitraðri vinnustaðamenningu á setti þáttanna. Sextán starfsmenn, fjórtán fyrrverandi og tveir núverandi lýsa málum í viðtali við bandaríska tímaritið Rolling Stone. Þannig lét Jerry Seinfeld Jimmy Fallon eitt sinn biðja starfsmann afsökunar.

Lífið
Fréttamynd

Kamilla sópar til sín verðlaunum á ýmsum sviðum

Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru afhent í Höfða í dag við hátíðlega athöfn. Kamilla Kjerúlf lögfræðingur hlaut verðlaunin en hún bar sigur úr bítum fyrir handritið Leyndardómar draumaríkisins.

Menning
Fréttamynd

Björk gefur út ævin­týra­legt mynd­band

Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon.

Lífið
Fréttamynd

Hoffmannsstígur verður að Elísabetarstíg

Stígur á milli Hringbrautar og Sólvallagötu verður nefndur í höfuðið á Elísabetu Jökulsdóttur skáldi. Til stóð að kenna stíginn við Pétur Hofmann. Elísabet segist orðlaus og þakklát að stígurinn, sem liggur meðfram húsi sem hún bjó í áratugum saman, verði kenndur við hana.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er það ljótasta sem ein­hver gæti sagt um mig“

Birgitta Líf Björnsdóttir tók gagn­rýni á fyrstu seríu raun­veru­leika­þáttanna LXS, í út­varps­þættinum Lestinni í Ríkisútvarpinu, afar nærri sér. Þetta má sjá í broti úr fyrsta þætti annarrar seríu þáttanna sem frum­sýnd er í kvöld á Stöð 2 og Stöð 2+.

Lífið
Fréttamynd

Guð­bergur Bergs­son er látinn

Guðbergur Bergsson, rithöfundur, er látinn, 91 árs að aldri. Guðbergur var einn þekktasti rithöfundur landsins og sendi frá sér fjölda bóka af ýmsum toga, smásögur, skáldsögur, barnabók, skáldævisögur og greinar um bókmenntir, listir og þjóðfélagsmál.

Menning
Fréttamynd

Hafa selt þrjú hundruð þúsund miða

„Það má segja að þetta séu ýktar útgáfur af okkur sjálfum. Við erum góðir vinir og höfum unnið mjög mikið saman,“ segir Bjarni Haukur Þórsson, leikari og höfundur gamanleiksins Pabbinn finnur afann þar sem hann og Sigurður Sigurjónsson fara á kostum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Gary Wrig­ht er látinn

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Lífið
Fréttamynd

Það sem þú vissir ekki um LXS stelpurnar

Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna LXS hefja göngu sína á miðvikudaginn á Stöð 2. Í þáttunum verður fylgst með lífi samfélagsmiðlastjarnanna í gegnum lífsins ólgusjó. 

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Smash Mouth látinn

Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum.

Lífið
Fréttamynd

Patrik á toppnum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína.

Tónlist
Fréttamynd

Ritdómur um leikrit True North

Framleiðslufyrirtækið True North vakti í gær verðskuldaða athygli þegar lögmaður þess skilaði til sýslumannsins á Vesturlandi lögbannskröfu vegna fyrirhugaðra hvalveiða Hvals hf., hér verður ekki tekin efnisleg afstaða til hvalveiða sem slíkra nema að því marki að því sé haldið til haga að undirritaður er andvígur þeim. Tilefni greinarinnar er frekar að fjalla um þessa fjarstæðukenndustu lögbannskröfu í sögu landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skulfu á beinunum á for­sýningu Kulda

Fjöldi fólks skalf á beinunum á forsýningu íslensku hrollvekjunnar Kulda í Smárabíói í gærkvöldi. Kvikmyndin er byggð á sam­nefndri met­sölu­bók Yrsu Sig­urðardótt­ur frá árinu 2012. 

Lífið
Fréttamynd

Frum­samdi tíu tón­verk um eyði­býli

Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music.

Lífið
Fréttamynd

True North krefst lögbanns á hvalveiðar Kristjáns

Framleiðslufyrirtækið True North hefur krafist þess að lögbann verði sett á Hval hf vegna veiða á langreyðum. Katrín Oddsdóttir, lögmaður hjá Rétti, fer með málið fyrir hönd True North. Erfitt, jafnvel ómögulegt verði að fá erlenda aðila til samstarfs hérlendis verði af veiðunum.

Innlent
Fréttamynd

Fékk reglu­lega morð­hótanir frá nas­istum

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fékk ítrekað hótanir frá hægri öfgamönnum sem reynt hafa að yfirtaka heiðinn sið. Ýmis heilög tákn, svo sem sólkrossinn og þórshamarinn, séu í hættu vegna notkunar öfgahópa á þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“

„Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni.

Tónlist