Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2025 15:32 Á myndunum eru Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari til vinstri en hann er stofnandi hátíðarinnar og Pan Thorarensen tónlistarmaður og stofnandi Extreme Chill til hægri. Aðsendar Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina. Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag. Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira