Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2025 15:32 Á myndunum eru Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari til vinstri en hann er stofnandi hátíðarinnar og Pan Thorarensen tónlistarmaður og stofnandi Extreme Chill til hægri. Aðsendar Tónlistarhátíðin XJAZZ Reykjavík fer fram um helgina,10. til 11. janúar, og er samstarfsverkefni XJAZZ Berlín og Extreme Chill hátíðarinnar. Pan Thorarensen skipuleggur hátíðina. Hann segir alla tónleika sitjandi og það verði kaffihúsa- og kósý stemning í Iðnó alla helgina. Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag. Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
Hátíðin er afsprengi XJAZZ hátíðarinnar sem er haldin árlega í Kreuzberg í Berlín í tíu ár. Stofnandi XJAZZ Berlín, Sebastian Studnitzky jazzpíanó- og trompetleikari, spilaði í mörg ár með Mezzoforte. „Hann hefur einnig mikil tengsl við íslenska jazz tónlist og hefur verið að kynna og bóka íslenskan jazz í Þýskalandi til margra ára,“ segir Pan Thorarensen skipuleggjandi hátíðarinnar á Íslandi. „Við höfum gert þetta tvisvar áður á Íslandi, 2015 og 2016,“ segir Pan. Fjöldi tónlistarfólks mun koma fram á hátíðinni. Þar á meðal eru Studnitzky, Pardue Burch, Ingibjörg Turchi, Hróðmar Sigurðsson, Astanka & Marius Max, Dj Flugvél og Geimskip, Hekla, Paddan (Sigtryggur Baldursson og Birgir Mogensen), Pan Thorarensen & Þorkell Atlason og margir fleiri. Loks tækifæri til að halda aftur á Íslandi Nær áratugur er síðan hátíðin var haldin hér síðast. Pan segir Covid til dæmis hafa haft áhrif en í millitíðinni hafi hann og aðrir þó verið að aðstoða skipuleggjendur hátíðarinnar við að finna íslenska listamenn sem hafi spilað á aðalhátíðinni í Berlín. „En okkur langaði alltaf að keyra þetta aftur í gang á Íslandi. Við fengum styrki frá Berlín núna sem gerðu okkur loksins kleift að keyra á þetta aftur,“ segir Pan. Tónleikarnir fara fram í Iðnó.Vísir/Vilhelm Hann segir alla geta fundið eitthvað við sitt hæfi á tónleikunum. Þó svo að nafn hátíðarinnar vísi til jazz þá vísi X-ið í nafninu til fleiri tónlistarstefna. Það sé því ýmis konar raftónlist og jafnvel rokk. „Þetta er svona bland og alveg frá jazz og til experimental tónlistar og hip hops og afró. Þetta er bara bland í poka.“ Sitjandi tónleikar Hann segir tónleikana alla sitjandi og fara fram frá um klukkan 20 til 1 um nóttina. „Það verður svona kaffihúsastemning og kósý væb. Það er hægt að kaupa dagspassa og helgarpassa fyrir fram og við hurð,“ segir Pan en miðasala fer fram hér. Pan sjálfur kemur fram á hátíðinni með Þorkeli Atlasyni gítarleikara. „Við verðum með spuna í byrjun kvölds á staðnum. Eitthvað sem við ætlum að henda í gang á staðnum. Mér finnst gaman að vera í svona spuna og sjá hvað gerist. Skapa einhvern hljóðheim. Steinunn eldflaug og við líka, munum tileinka Árna Grétari flutninginn. Þetta verður falleg stund,“ segir Pan. Árni Grétar Jóhannesson tónlistarmaður var náinn vinur Pans. Hann lést á gamlársdag.
Tónleikar á Íslandi Tónlist Þýskaland Reykjavík Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp