Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2025 19:22 Í umfjöllun TMZ er að finna miður fallegar lýsingar á framferði Minaj í garð starfsmanns síns. Hún segir þær þó ekki réttar. Jamie McCarthy/Getty Maður að nafni Brandon Garrett hyggst höfða mál á hendur rapparanum og söngkonunni Nicki Minaj vegna meintrar líkamsárásar liðið vor. Lögmaður stórstjörnunnar segir ásakanirnar úr lausu lofti gripnar. Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“ Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Það er slúðurmiðillinn TMZ sem greinir frá málinu, og greinir frá því að Garrett, sem segist hafa starfað sem umboðsmaður Minaj í apríl á síðasta ári, hafi þegar lagt fram málshöfðun á hendur henni. Ástæðan sé sú að Minaj hafi reiðst Garrett vegna starfa hans, ausið yfir hann fúkyrðum og loks slegið hann í höfuðið með opnum lófa, með þeim afleiðingum að hann kastaðist til baka og missti hattinn sinn. Sakarefnið líkamsárás og tilfinningalegt uppnám Í kjölfarið hafi öryggisteymi Minaj umkringt Garrett, áður en hún sló hann í höndina þannig að skjöl sem hann hélt á féllu til jarðar. Að svo búnu hafi Minaj gargað og gólað skipanir um að Garrett ætti að „drulla sér út“. Samkvæmt TMZ hefur Garrett höfðað mál á hendur Minaj og krafist bóta fyrir líkamsárás, og að hafa vísvitandi komið honum í tilfinningalegt uppnám. Segir ásakanirnar byggðar á sandi Í upphaflegri frétt TMZ kom fram að engin svör hefðu fengist fré teymi Minaj við fyrirspurnum miðilsins. Fréttin hefur nú verið uppfærð, eftir að Judd Burstein, lögmaður Minaj, tjáði sig um málið. „Sem stendur hefur engin kæra verið lögð fram á hendur frú Petty (raunverulegt eftirnafn Minaj), og af þeim sökum könnumst við ekki við hinar umræddu ásakanir. Ef kæran er með þeim hætti sem TMZ fjallar um er hún hins vegar með öllu röng og ástæðulaus. Við erum fullviss um að þetta mál, lagt fram af fyrrverandi aðstoðarmanni, verði leyst greiðlega, Petty í vil.“
Bandaríkin Tónlist Hollywood Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira