Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Midtjylland þoldi stórtap án Mikaels

    Danska liðið Midtjylland tapaði 3-0 fyrir hollenska stórliðinu PSV Eindhoven í fyrri leik liðanna í 3. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mikael Anderson var ekki í leikmannahópi danska liðsins vegna COVID-smits.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    „Þurfum að spila töluvert betur en við gerðum á laugardaginn“

    „Þetta er hörkulið, Bodö/Glimt, gott sóknarlið, eru aggressívir og spila góðan fótbolta. Þannig að þetta verður vonandi hörkuleikur,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta, sem verður í eldlínunni gegn Noregsmeisturunum á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Átján ára strákur í markinu fram yfir Ögmund

    Ögmundur Kristinsson sat á varamannabekk Olympiakos er liðið vann 1-0 sigur á FK Neftchi frá Baku í Aserbaídsjan í 2. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Átján ára gutti var á milli stanganna hjá Olympiakos á kostnað Ögmundar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Jafntefli í fjörugum leik í Skotlandi

    Mikael Anderson og félagar hans í Midtjylland frá Danmörku gerðu góða ferð til Glasgow þar sem að Celtic tók á móti þeim i fyrri leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Lokatölur 1-1 í leik þar sem tvö rauð spjöld fóru á loft.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Endurheimta EM-kappa og forðast íslensku miðnætursólina

    Damir Krznar, þjálfari Dinamo Zagreb, segir sína menn hafa klúðrað tækifærinu til að slá Val auðveldlega út úr undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Erfitt verkefni sé nú fyrir höndum en til að leysa það hefur Krznar fengið inn fjóra leikmenn af nýafstöðnu Evrópumóti.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alfons lagði upp í tapi í Meistaradeildinni

    Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt þurftu að þola 3-2 tap á heimavelli fyrir Póllandsmeisturum Legia Varsjá í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Alfons lagði upp í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Reglan um mörk á útivelli afnumin

    Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur tilkynnt að búið sé að afnema regluna um útivallamörk í öllum keppnum á vegum sambandsins. Það þýðir að mörk á útivelli telja alveg jafnmikið og mörk á heimavelli í Meistaradeild Evrópu og öðrum Evrópukeppnum.

    Fótbolti