Napoli óstöðvandi | Ótrúleg dramatík í Madríd og Lundúnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. október 2022 22:00 Mönnum var heitt í hamsi. Berengui/Getty Images Napoli heldur áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu á meðan dramatíkin var gríðarleg í leikjum Atlético Madríd og Tottenam Hotspur. Napoli lagði Rangers örugglega 3-0 þökk sé tvennu Giovanni Simeone og Leo Skiri Østigård undir lok leiks. Sigurinn þýðir að Napoli er með 15 stig á toppi A-riðils en þarf enn að ná í stig gegn Liverpool í lokaumferðinni til að tryggja toppsæti riðilsins. Í B-riðli mættust Atl. Madríd og Bayer Leverkusen í höfuðborg Spánar. Eftir 4-0 sigur Porto á Club Brugge fyrr í dag þá þurftu bæði lið á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Leikurinn var hin mesta skemmtun þó svo að mesta dramatíkin hafi verið eftir að leikurinn var flautaður af. Moussa Diaby kom Leverkusen yfir en Yannick Carrasco jafnaði metin fyrir heimamenn. Callum Hudson-Odoi kom gestunum hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og staðan 1-2 í hálfleik. Rodrigo de Paul jafnaði metin fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og þannig var hún allt þangað til undir lok leiks. Atlético sendi alla fram undir lok leiks í von um að vinna leikinn og eiga möguleika á að komast áfram. Hope for Atlético! They need another goal to keep their round of 16 hopes alive...#UCL pic.twitter.com/JMdFZUOIrZ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Dómari leiksins flautaði af en í ljós kom að boltinn hafði farið í hendina á leikmanni Leverkusen eftir fyrirgjöf og vítaspyrna dæmd þó svo að leikurinn hafði verið flautaður af. Carrasco fór á punktinn en Lukáš Hrádecký varði meistaralega. Boltinn barst til Saúl Ñíguez sem skallaði í átt að marki en boltinn fór í slána og þaðan kom skot að marki sem fór í Carrasco og yfir markið. Í kjölfarið var flautað til leiksloka og lokatölur 2-2 á Metropolitano-vellinum í Madríd. Þar með er ljóst að Brugge og Porto eru komin áfram í 16-liða úrslit á meðan Atl. Madríd og Leverkusen berjast um sæti í Evrópudeildinni. Í hinum æsispennandi D-riðli hélt dramatíkin áfram. Eintracht Frankfurt vann óvæntan 2-1 sigur á Marseille þökk sé mörkum Daichi Kamada og Randal Kolo Muani. Matteo Guendouzi með mark gestanna. Í Lundúnum mættust svo Tottenham Hotspur og Sporting frá Portúgal. Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham, kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og var það eina mark leiksins þangað til Rodrigo Bentancur jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bentancur heads in equaliser! Tottenham need a winner to progress...#UCL pic.twitter.com/teB2rzJqIN— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Harry Kane og allt ætlaði um koll að keyra. Eftir langa skoðun komust dómarar leiksins að því að Kane væri rangstæður í aðdraganda marksins og það dæmt af. Í kjölfarið var Antonio Conte, þjálfari Tottenham, rekinn af velli fyrir að missa hausinn og urða yfir dómarateymi leiksins. Þegar ein umferð er eftir þá geta enn öll lið D-riðils komist áfram í 16-liða úrslit. Tottenham er á toppnum með átta stig, Sporting og Frankfurt eru með sjö stig og Marseille er á botninum með sex stig. RESULTS Football remains undefeated. Inter, Liverpool and Porto qualify #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. 26. október 2022 18:45 Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. 26. október 2022 21:00 Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. 26. október 2022 20:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Napoli lagði Rangers örugglega 3-0 þökk sé tvennu Giovanni Simeone og Leo Skiri Østigård undir lok leiks. Sigurinn þýðir að Napoli er með 15 stig á toppi A-riðils en þarf enn að ná í stig gegn Liverpool í lokaumferðinni til að tryggja toppsæti riðilsins. Í B-riðli mættust Atl. Madríd og Bayer Leverkusen í höfuðborg Spánar. Eftir 4-0 sigur Porto á Club Brugge fyrr í dag þá þurftu bæði lið á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Leikurinn var hin mesta skemmtun þó svo að mesta dramatíkin hafi verið eftir að leikurinn var flautaður af. Moussa Diaby kom Leverkusen yfir en Yannick Carrasco jafnaði metin fyrir heimamenn. Callum Hudson-Odoi kom gestunum hins vegar yfir á nýjan leik skömmu síðar og staðan 1-2 í hálfleik. Rodrigo de Paul jafnaði metin fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks og þannig var hún allt þangað til undir lok leiks. Atlético sendi alla fram undir lok leiks í von um að vinna leikinn og eiga möguleika á að komast áfram. Hope for Atlético! They need another goal to keep their round of 16 hopes alive...#UCL pic.twitter.com/JMdFZUOIrZ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Dómari leiksins flautaði af en í ljós kom að boltinn hafði farið í hendina á leikmanni Leverkusen eftir fyrirgjöf og vítaspyrna dæmd þó svo að leikurinn hafði verið flautaður af. Carrasco fór á punktinn en Lukáš Hrádecký varði meistaralega. Boltinn barst til Saúl Ñíguez sem skallaði í átt að marki en boltinn fór í slána og þaðan kom skot að marki sem fór í Carrasco og yfir markið. Í kjölfarið var flautað til leiksloka og lokatölur 2-2 á Metropolitano-vellinum í Madríd. Þar með er ljóst að Brugge og Porto eru komin áfram í 16-liða úrslit á meðan Atl. Madríd og Leverkusen berjast um sæti í Evrópudeildinni. Í hinum æsispennandi D-riðli hélt dramatíkin áfram. Eintracht Frankfurt vann óvæntan 2-1 sigur á Marseille þökk sé mörkum Daichi Kamada og Randal Kolo Muani. Matteo Guendouzi með mark gestanna. Í Lundúnum mættust svo Tottenham Hotspur og Sporting frá Portúgal. Marcus Edwards, fyrrum leikmaður Tottenham, kom gestunum yfir í fyrri hálfleik og var það eina mark leiksins þangað til Rodrigo Bentancur jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til leiksloka. Bentancur heads in equaliser! Tottenham need a winner to progress...#UCL pic.twitter.com/teB2rzJqIN— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Harry Kane og allt ætlaði um koll að keyra. Eftir langa skoðun komust dómarar leiksins að því að Kane væri rangstæður í aðdraganda marksins og það dæmt af. Í kjölfarið var Antonio Conte, þjálfari Tottenham, rekinn af velli fyrir að missa hausinn og urða yfir dómarateymi leiksins. Þegar ein umferð er eftir þá geta enn öll lið D-riðils komist áfram í 16-liða úrslit. Tottenham er á toppnum með átta stig, Sporting og Frankfurt eru með sjö stig og Marseille er á botninum með sex stig. RESULTS Football remains undefeated. Inter, Liverpool and Porto qualify #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 26, 2022 Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. 26. október 2022 18:45 Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. 26. október 2022 21:00 Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. 26. október 2022 20:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ „Síðasti þriðjungur var erfiður fyrir okkur“ Ótrúleg markasúpa í Katalóníu Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Inter í undanúrslit Chelsea skrapaði botninn með Southampton Sjá meira
Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brugge saman Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň. 26. október 2022 18:45
Barcelona fagnaði Evrópudeildarsætinu með tapi á heimavelli Áður en flautað var til leiks á Nývangi í kvöld var ljóst að Börsungar gætu ekki komist í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu karla í fótbolta. Liðið hélt upp á áfangann með 0-3 tapi gegn Bayern München í kvöld. 26. október 2022 21:00
Liverpool tryggði sætið í sextán liða úrslitum með stæl Lærisveinar Jürgen Klopp unnu öruggan 3-0 útisigur á Ajax í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta og tryggðu sér þar með farseðilinn í sextán liða úrslit keppninnar. 26. október 2022 20:45