Gummi Ben og Baldur Sig um þýðingu stórsigurs Liverpool í Glasgow í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2022 12:30 Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson fóru yfir leik Liverpool og Rangers í gær. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og Baldur Sigurðsson voru á Ibrox í gærkvöldi og sáu Liverpool liðið skora sjö mörk á útivelli í Meistaradeildinni. „Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira
„Liverpool skoraði sjö mörk gegn einu marki heimamanna. Það voru reyndar heimamenn sem skoruðu fyrsta markið og þetta var í áttunda skiptið á leiktíðinni sem Liverpool fær á sig fyrsta markið. Þeir höfðu aðeins unnið einn af þessum leikjum fyrir þennan leik þar sem þeir hafa fengið á sig fyrsta markið. Þetta var aldrei spurning eftir að Liverpool jafnaði metin,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Harvey Elliott og Mohamed Salah.AP/Scott Heppell „Það var það í rauninni ekki en það var mikil ástríða í stuðningsmönnunum og leikvangurinn gjörsamlega sprakk þegar þeir skoruðu þetta fyrsta markið. Rangers menn voru klaufar að fá þetta fyrsta mark á sig úr horni. Þá var ekkert að gerast og mér fannst þeir hafa undirtökin í leiknum,“ sagði Baldur Sigurðsson. „Þegar Liverpool komst yfir þá fann maður að það kom uppgjöf í Rangers og Liverpool gaf bara meira og meira í. Þá fóru þeir að skipta inn mönnum sem vanalega byrja, sprungu gjörsamlega út og kláruðu þetta svo sannarlega með stæl,“ sagði Baldur. Klippa: Gummi og Baldur á Ibrox Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka „Salah hefur verið að fá gagnrýni að hann sé ekki að skora mörk. Hann svaraði henni á rúmlega fimm mínútna kafla þegar hann kemur inn á. Jota kemur inn á og er með þrennu í stoðsendingum. Síðan ertu með Firmino sem hefur fengið að spila meira að undanförnu og hann skorar tvö mörk og var í raun besti maður vallarins. Erum við að sjá Liverpool liðið að koma til baka eftir erfiða byrjun,“ sagði Guðmundur. „Það á eftir að koma í ljós. Það er stórleikur á sunnudaginn á móti City og við fáum að sjá það betur í þeim leik. Allt þetta sem þú nefndir mun klárlega hjálpa til þess og talandi um að fá Salah inn með að skora þessi þrjú mörk. Hann lét þetta líta svo ótrúlega auðvelt og það er sá Salah sem við þekkjum,“ sagði Baldur Sigurðsson. Mohamed Salah.AP/Steve Welsh Lætur varnarmenn líta svo illa út „Hann lætur varnarmenn líta svo illa út og leikurinn er svo einfaldur fyrir honum. Ef hann dettur í þennan gír sem hann var hérna í kvöld eftir að hann kom inn á þá er von á góðu fyrir Liverpool. Ég myndi segja að þetta gefi þeim mikið sjálfstraust og það fer að koma að því að þeir detta inn í rytmann sinn og komast á skrið þar sem þeir tengja saman marga sigra,“ sagði Baldur. Það má sjá Baldur og Gumma Ben greina leikinn á Ibrox í gærköldi hér að ofan.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Fleiri fréttir Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Sjá meira