Kane og Son kláruðu Frankfurt | Porto vann í Þýskalandi

Atli Arason skrifar
Bæði Kane og Son skoruðu gegn Frankfurt.
Bæði Kane og Son skoruðu gegn Frankfurt. Getty Images

Tottenham er komið í bílstjórasæti D-riðls Meistaradeildarinnar eftir 3-2 sigur á Frankfurt á meðan Porto er með pálmann í höndunum eftir 0-3 útisigur á Leverkusen í B-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Daichi Kamada kom Frankfurt yfir strax á 14. mínútu áður en Son Heung-Min skoraði tvö mörk á milli þess er Harry Kane skoraði úr vítaspyrnu og hálfleikstölur voru 3-1.

Faride Alidou, leikmaður Frankfurt, minnkaði muninn á 87. mínútu en Kane fékk tækifæri til að skora örðu sinni er Tottenham fékk vítaspyrnu í uppbótatíma síðari hálfleiks en Kane skaut yfir markið úr vítaspyrnunni og lokatölur voru 3-2.

Með sigrinum fer Tottenham á topp D-riðls með sjö stig og er með örlögin í eigin höndum á meðan Frankfurt er á botni riðilsins með fjögur stig þegar tvær umferðir eru eftir.

Í hinum leik D-riðilsins vann Marseille 0-2 útisigur á Sporting frá Lisbon. Heimamenn spiluðu manni færri frá 19. mínútu eftir að Ricardo Esgaio fékk sitt annað gula spjald á aðeins þremur mínútum.

Matteo Guendouzi og Alexis Sanchez, fyrrum leikmenn Arsenal, skoruðu mörk Marseillie á 20. og 30. mínútu leiksins og þar við sat.

Bæði Marseille og Sporting eru með sex stig í öðru og þriðja sæti D-riðils og því er enn nóg um að keppa í síðustu tveimur umferðum riðilsins.

Baráttan um 2. sætið

Í Þýskalandi vann Porto þægilegan sigur á Leverkusen, 0-3.

Hinn brasilíski Galeno kom Porto yfir strax á 6. mínútu leiksins áður en Mehdi Taremi skoraði tvö mörk, bæði úr vítaspyrnu, á 53. og 64. mínútu.

Með sigrinum fer Porto í sex stig í 2. sæti B-riðils á meðan Leverkusen er á botni riðilsins með þrjú stig þegar tvær umferðir eru eftir. Club Brugge er nú þegar búið að tryggja sér annað af efstu tveimur sætum riðilsins með 10 stig á toppi riðilsins. Atletico Madrid er svo í þriðja sæti B-riðls með fjögur stig og mun keppast við Porto og Leverkusen um þátttökurétt í 16-liða úrslitunum í lokaumferðunum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira