Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

IV. orkupakkinn samþykktur

Ráðherraráð ESB hefur samþykkt allar reglugerðir fjórða orkupakkans. Breytingar innleiða hreinni orkugjafa. Sérfræðingur í orkurétti segir líklegt að orkupakkinn fari í ferli hjá EES innan fárra mánaða.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðkirkjan stefnir á að kolefnisjafna sig

Kirkjuráð hefur samþykkt og tekið undir viðamiklar tillögur Prestastefnu 2019 í umhverfismálum. Tillögurnar fela í sér skógrækt, endurheimt votlendis, kolefnisjöfnun ferðalaga kirkjunnar manna og orkuskipti í samgöngum.

Innlent
Fréttamynd

Á jöklum með tökufólki

Hornfirðingurinn Sólveig Sveinbjörnsdóttir sinnti nýlega leiðsögn hóps frá Sherts ­Cinema og National Geographic sem vinnur að þáttagerð um samband fólks og jökla.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Málflutningur ekki uppbyggilegur

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi aðkomu Kínverja að norðurslóðamálum á fundi norðurskautsráðsins í Finnlandi í vikunni og gaf í skyn að þeir hefðu einhver annarleg markmið í huga sem stöfuðu ekki af áhyggjum af loftslagsbreytingum.

Innlent
Fréttamynd

Þykir bensín­stöðva­fækkunin brött

Þrátt fyrir að hafa vitað af stefnu borgarinnar um nokkurt skeið segir forstjóri Olís að fréttir gærdagsins, um að til standi að fækka bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025, hafi komið sér nokkuð á óvart.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonar að nágrannasveitarfélögin taki við sér líka

Fækka á bensínstöðvum í Reykjavík um helming fyrir árið 2025. Þetta samþykkti borgarráð á fundi sínum í morgun líkt og Vísir greindi frá í dag. Borgarstjóri segir að lóðaleigusamningum við olíufélögin verði almennt ekki framlengt til að ná markmiðinu.

Innlent