Lofa nýjum aðgerðum gegn loftslagsvánni Davíð Stefánsson skrifar 24. september 2019 06:00 Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, á leiðtogafundinum um loftslagsmál á 74. allsherjarþingi samtakanna. Hann hvatti leiðtogana í gær til aðgerða gegn loftslagsvánni. Nordicphotos/Getty Margir af leiðtogum heimsins hittust í New York í gær til að ræða loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Alls hafa 69 ríki og ýmis alþjóðafyrirtæki lofað nýjum aðgerðum til þess að forðast afleiðingar loftslagsvár með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á fundinum hvatti Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftir sterkari forystu leiðtoga heims og að ríki heims grípi til róttækra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í vikunni mun einnig fara fram leiðtogafundur um heimsmarkmið SÞ. Markmið beggja leiðtogafundanna er að ríki heims leggi meiri metnað í loftslags- og þróunarmál. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 skuldbundu ríki heims sig til að skila nýjum metnaðarfyllri aðgerðum gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2020. Samkvæmt nýrri skýrslu vísindamanna, sem var samin fyrir ráðstefnuna, eru sterkar vísbendingar um að enn aukist hnattræn hlýnun. Þar segir að hitastigið á jörðinni sé 1,1 gráðu hærra en það var árið 1850 og 0,2 gráðum hærra en árin 2011 til 2015. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en hún mun hafa gríðarleg áhrif. Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, er meðalhiti á jörðinni síðustu fimm ár meiri en á nokkru öðru fimm ára tímabili frá því skráning hófst. Hraði hækkunar yfirborðs sjávar hafi aukist verulega og met hafi verið sett í losun gróðurhúsalofttegunda. WMO segir hækkun yfirborðs sjávar kvíðvænlega. Það hafi hækkað að meðaltali um 3,2 millimetra á ári frá 1993 en á tímabilinu 2014 til 2019 hafi hækkunin mælst fimm millimetrar á ári. Sjávarhiti hefur aldrei mælst eins hár og árið 2018. Skýrsluhöfundar segja ís norðurslóða bráðna hraðar en spáð hafði verið. Jöklar hopi og þynnist. Sumarís norðurslóða hafi minnkað um 12 prósent á hverjum áratug síðustu 40 ár og ís suðurskautsins hafi aldrei bráðnað hraðar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ræðu á þinginu í gær.StjórnarráðiðGuterres varar við því að heimsbyggðin sé að „tapa í baráttunni“ gegn loftslagsvánni. Þær aðgerðir sem hrint hefur verið í framkvæmd séu alls ekki nægar. „Ég sagði leiðtogum að koma ekki með fínar ræður, heldur raunverulegar skuldbindingar. Almenningur vill lausnir, skuldbindingar og aðgerðir,“ sagði Guterres fyrir fundinn. Hann hefur meðal annars krafist þess að uppbyggingu kolaorkuvera heimsins verði hætt árið 2020. Talið er að um fjórar milljónir loftslagsmótmælenda, að stórum hluta ungt fólk, í meira en 150 ríkjum heims hafi gengið um götur á föstudag í síðustu viku til að krefja stjórnmálamenn um aðgerðir gegn hnattrænni hlýnun. Leiðtogar 60 ríkja mættu til fundarins í gær. Þetta eru leiðtogar ríkja á borð við Frakkland, Þýskaland og Bretland og Donald Tusk frá Evrópusambandinu. Tékkland, Eistland, Ungverjaland og Pólland hafa þó ekki viljað styðja samkomulag Evrópusambandsins um kolefnismarkmið fyrir árið 2050 sem kynnt var í júní síðastliðnum. Fulltrúi Kína á fundinum er Wang Yi utanríkisráðherra. Ekki er reiknað með stórum yfirlýsingum frá þessu ríki sem mengar mest og hefur uppi áætlanir um mikla uppbyggingu kolaorkuvera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir loftslagsfundinn fyrir Íslands hönd. Leiðtogar Ástralíu, Japans og Bandaríkjanna eru meðal þeirra sem verða fjarverandi. Japan hefur kynnt áætlanir um uppbyggingu 45 nýrra kolaorkuvera. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kæmi til fundarins en hann kom þó stuttlega með Mike Pence varaforseta. Yfirmaður bandarísku umhverfisstofnunarinnar leiðir bandarísku sendinefndina. Dagblaðið Financial Times segir stórfyrirtæki á borð við Nestlé, Ikea, Salesforce, Unilever og L'Oréal vera á meðal 87 alþjóðafyrirtækja sem hafa sagst skuldbinda sig enn frekar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þar séu fjármálafyrirtæki á borð við Lífeyrissjóð Kaliforníuríkis, danskir lífeyrissjóðir, tryggingarfélögin Swiss Re og Allianz. Þá hefur Evrópski fjárfestingarbankinn ásamt átta öðrum þróunarbönkum heitið auknum fjárfestingum fyrir alþjóðlegar loftslagsaðgerðir. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Leiðtogar sextíu ríkja tóku þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þátttakenda. 23. september 2019 17:45 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Margir af leiðtogum heimsins hittust í New York í gær til að ræða loftslagsmál á 74. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna, SÞ. Alls hafa 69 ríki og ýmis alþjóðafyrirtæki lofað nýjum aðgerðum til þess að forðast afleiðingar loftslagsvár með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á fundinum hvatti Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, eftir sterkari forystu leiðtoga heims og að ríki heims grípi til róttækra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í vikunni mun einnig fara fram leiðtogafundur um heimsmarkmið SÞ. Markmið beggja leiðtogafundanna er að ríki heims leggi meiri metnað í loftslags- og þróunarmál. Samkvæmt Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 skuldbundu ríki heims sig til að skila nýjum metnaðarfyllri aðgerðum gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda frá og með árinu 2020. Samkvæmt nýrri skýrslu vísindamanna, sem var samin fyrir ráðstefnuna, eru sterkar vísbendingar um að enn aukist hnattræn hlýnun. Þar segir að hitastigið á jörðinni sé 1,1 gráðu hærra en það var árið 1850 og 0,2 gráðum hærra en árin 2011 til 2015. Þetta hljómar ekki sem mikil breyting en hún mun hafa gríðarleg áhrif. Samkvæmt Alþjóðaveðurfræðistofnuninni, WMO, er meðalhiti á jörðinni síðustu fimm ár meiri en á nokkru öðru fimm ára tímabili frá því skráning hófst. Hraði hækkunar yfirborðs sjávar hafi aukist verulega og met hafi verið sett í losun gróðurhúsalofttegunda. WMO segir hækkun yfirborðs sjávar kvíðvænlega. Það hafi hækkað að meðaltali um 3,2 millimetra á ári frá 1993 en á tímabilinu 2014 til 2019 hafi hækkunin mælst fimm millimetrar á ári. Sjávarhiti hefur aldrei mælst eins hár og árið 2018. Skýrsluhöfundar segja ís norðurslóða bráðna hraðar en spáð hafði verið. Jöklar hopi og þynnist. Sumarís norðurslóða hafi minnkað um 12 prósent á hverjum áratug síðustu 40 ár og ís suðurskautsins hafi aldrei bráðnað hraðar.Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flutti ræðu á þinginu í gær.StjórnarráðiðGuterres varar við því að heimsbyggðin sé að „tapa í baráttunni“ gegn loftslagsvánni. Þær aðgerðir sem hrint hefur verið í framkvæmd séu alls ekki nægar. „Ég sagði leiðtogum að koma ekki með fínar ræður, heldur raunverulegar skuldbindingar. Almenningur vill lausnir, skuldbindingar og aðgerðir,“ sagði Guterres fyrir fundinn. Hann hefur meðal annars krafist þess að uppbyggingu kolaorkuvera heimsins verði hætt árið 2020. Talið er að um fjórar milljónir loftslagsmótmælenda, að stórum hluta ungt fólk, í meira en 150 ríkjum heims hafi gengið um götur á föstudag í síðustu viku til að krefja stjórnmálamenn um aðgerðir gegn hnattrænni hlýnun. Leiðtogar 60 ríkja mættu til fundarins í gær. Þetta eru leiðtogar ríkja á borð við Frakkland, Þýskaland og Bretland og Donald Tusk frá Evrópusambandinu. Tékkland, Eistland, Ungverjaland og Pólland hafa þó ekki viljað styðja samkomulag Evrópusambandsins um kolefnismarkmið fyrir árið 2050 sem kynnt var í júní síðastliðnum. Fulltrúi Kína á fundinum er Wang Yi utanríkisráðherra. Ekki er reiknað með stórum yfirlýsingum frá þessu ríki sem mengar mest og hefur uppi áætlanir um mikla uppbyggingu kolaorkuvera. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir loftslagsfundinn fyrir Íslands hönd. Leiðtogar Ástralíu, Japans og Bandaríkjanna eru meðal þeirra sem verða fjarverandi. Japan hefur kynnt áætlanir um uppbyggingu 45 nýrra kolaorkuvera. Upphaflega var ekki gert ráð fyrir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kæmi til fundarins en hann kom þó stuttlega með Mike Pence varaforseta. Yfirmaður bandarísku umhverfisstofnunarinnar leiðir bandarísku sendinefndina. Dagblaðið Financial Times segir stórfyrirtæki á borð við Nestlé, Ikea, Salesforce, Unilever og L'Oréal vera á meðal 87 alþjóðafyrirtækja sem hafa sagst skuldbinda sig enn frekar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þar séu fjármálafyrirtæki á borð við Lífeyrissjóð Kaliforníuríkis, danskir lífeyrissjóðir, tryggingarfélögin Swiss Re og Allianz. Þá hefur Evrópski fjárfestingarbankinn ásamt átta öðrum þróunarbönkum heitið auknum fjárfestingum fyrir alþjóðlegar loftslagsaðgerðir.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Leiðtogar sextíu ríkja tóku þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þátttakenda. 23. september 2019 17:45 Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Sjá meira
Katrín segir engar afsakanir fyrir aðgerðaleysi Leiðtogar sextíu ríkja tóku þátt í ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál í New York í dag. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var á meðal þátttakenda. 23. september 2019 17:45
Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21