Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2019 14:21 Ungt fólk leiddi fjöldamótmæli til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum í New York og fjölda annarra borga um allan heim á föstudag. Vísir/EPA Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn. Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Leiðtogar um sextíu ríkja, þar á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, koma saman til fundar um lausnir í loftslagsmálum hjá Sameinuðu þjóðunum í New York í dag. Nokkur stór ríki eins og Bandaríkin og Brasilía verða án fulltrúa en aðeins þeir leiðtogar sem mæla fyrir raunverulegum aðgerðum eru á mælendaskrá. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, boðaði til fundarins í dag og segist hann búast við því að nokkur fjöldi aðgerða til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og að ná kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina verði kynntar þar. Aðeins leiðtogum ríkja sem koma með aðgerðaáætlarnir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er hins vegar boðið að tala á fundinum. Það útilokar ríki eins og Bandaríkin, Brasilíu, Ástralíu og Sádi-Arabíu sem hafa öll dregið lappirnar í loftslagsmálum og í sumum tilfellum unnið markvisst gegn aðgerðum. „Fólk getur aðeins talað ef það býður upp á jákvæð skref. Það er ígildi miða. Ekki koma með slæmar fréttir,“ sagði Guterres, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Loftslagsfundurinn kemur fast á hæla mótmæla milljóna manna um allan heim í alþjóðlegu loftslagsverkfalli sem ungir aðgerðasinnar leiddu á föstudag, þar á meðal á Íslandi. Í aðdraganda fundarins kynntu alþjóðlegar vísindastofnanir nýjar samantektir um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga. Losun gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um fimmtung frá 2015 til 2019 og styrkur þeirra í lofthjúpi jarðar tryggir að hlýnun á eftir að halda áfram um áratugaskeið til viðbótar. Þá eru áhrif loftslagsbreytinga nú sögð koma hraðar fram en áður. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands eru á meðal leiðtoganna sem taka til máls í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti verður í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna en hann ætlar að taka þátt í ráðstefnu um trúfrelsi í staðinn.
Bandaríkin Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45 Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49 Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26 Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00 Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Spennt að fá að flytja ræðuna og taka þátt í nefndarstörfum Esther Hallsdóttir er stödd á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York en hún er þar sem fulltrúi íslenskra ungmenna. 21. september 2019 23:45
Losun frá flugi jókst um fjórðung á einu ári Samkvæmt gögnum Hagstofunnar jókst losun frá flugsamgöngum um 27% frá 2016 til 2017 og útlit er fyrir 5% aukningu til viðbótar milli 2017 og 2018. 23. september 2019 10:49
Markar upphaf allsherjarverkfallsviku um aðgerðir í loftslagsmálum Búist er við að milljónir taki þátt í allsherjarverkfalli sem boðað hefur verið til á yfir fimm þúsund stöðum í heiminum vegna loftslagsbreytinga í dag. 20. september 2019 13:26
Orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga koma hraðar fram Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um fimmtung frá 2015 til 2019 borið saman við árin fimm á undan. Styrkur gróðurhúsalofttegunda í lofthjúpi jarðar þýðir að hnattræn hlýnun heldur áfram í áratugi, óháð aðgerðum manna til að draga úr losun. 22. september 2019 14:00
Allsherjarverkfall vegna loftslagsbreytinga fer fram í dag Allsherjarverkfall sem boðað hefur verið vegna loftslagsbreytinga á jörðinni fer fram í dag víðsvegar um heiminn og þar á meðal á Íslandi. 20. september 2019 07:26