Innlögnum fjölgar um 38,4 prósent milli vikna í Bretlandi Alls greindust 46.558 með Covid-19 á Bretlandseyjum undanfarinn sólarhring og 96 dóu. Það er mesti fjöldi látinna þar frá 24. mars þegar 98 dóu. Erlent 20. júlí 2021 16:12
Íbúar á Grund sendir í skimun eftir að starfsmaður greindist með Covid-19 Starfsmaður á hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík greindist með Covid-19 í gær. Sá starfar á deild A2 og var síðast í vinnu á fimmtudag. Búið er að taka sýni úr íbúum á deildinni og starfsfólki á sömu vakt. Vonast er til að niðurstöður fáist úr skimuninni síðar í dag eða í fyrramálið. Innlent 20. júlí 2021 14:50
Ný bylgja hafin og jafnvel á leið í veldisvöxt Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir greinilegt að mikill vöxtur sé í fjölda smitaðra af kórónuveirunni innanlands en þrjátíu og átta greindust með veiruna í gær. Innlent 20. júlí 2021 11:44
23 stelpur í sóttkví eftir að kennari smitaðist á Laufásborg 23 stúlkur á leikskólanum Laufásborg voru sendar í sóttkví eftir að leikskólakennari greindist með kórónuveiruna á sunnudag. Annar kennari greindist með veiruna í morgun, að sögn leikskólastýru. Innlent 20. júlí 2021 11:29
38 greindust með kórónuveiruna innanlands 38 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og sex á landamærum. Af þeim sem greindust innanlands voru níu í sóttkví við greiningu. Innlent 20. júlí 2021 11:02
Segir hagsmuni ferðaþjónustunnar líka hagsmuni þjóðarinnar Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir ferðaþjónustuna hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum eftir að tilkynnt var að bólusettir ferðamenn yrðu krafðir um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Hagsmunir ferðaþjónustunnar séu ekki aðeins hennar, heldur þjóðarinnar allrar. Innlent 20. júlí 2021 08:48
Dauðsföll á Indlandi séu fleiri en opinberar tölur sýna Ný rannsókn bendir til þess að dauðsföll af völdum Covid 19 á Indlandi hafi verið gróflega vanáætluð. Í rannsókninni, sem gerð er af bandarísku stofnuninni Center for Global Development er því haldið fram að umframdauðsföll á Indlandi frá upphafi faraldurs og fram í miðjan júní á þessu ári séu fjórar milljónir. Erlent 20. júlí 2021 08:01
Twitter lokar á þingkonu fyrir falsfréttir um Covid Twitter hefur lokað tímabundið á bandarísku þingkonuna Marjorie Taylor Green fyrir að hafa tíst „villandi“ upplýsingum um kórónuveiruna. Aðeins verður hægt að skoða Twitter-aðgang hennar í 12 klukkustundir og hvorki verður hægt að svara eða endurtísta tístunum hennar. Erlent 20. júlí 2021 07:57
Hertar aðgerðir í ósamræmi við traust á bólusetningum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra óttast að aðgerðir innanlands verði hertar á ný þegar tilefni til þess sé ekki endilega til staðar. Hún virðist ekki sannfærð um réttmæti þeirra aðgerða á landamærunum sem kynntar voru í dag. Innlent 19. júlí 2021 22:00
Hættan á nýrri bylgju hræðir fjárfesta víða um heim Það var víðar en á Íslandi þar sem rauður dagur sást í kauphöllum. Hlutabréfavísitölur víða um heim féllu í dag, ástæðan er rakin til ótta fjárfesta við að ný bylgja kórónuveirufaraldursins geti farið af stað, auk vaxandi spennu í samskiptum Kína og Bandaríkjanna. Viðskipti erlent 19. júlí 2021 19:45
Smit greindist í bandaríska fimleikaliðinu Bandarísk fimleikakona, sem er í hópi þeirra sem keppa á Ólympíuleikunum í Tókýó, greindist með COVID-19 við sýnatöku í Japan í dag. Þónokkur smit hafa greinst á meðal íþróttafólks sem fer á leikana á síðustu dögum. Sport 19. júlí 2021 18:01
Smittölurnar voru rangar í morgun Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær en ekki sextán eins og sagði í fréttum í morgun. Almannavarnir sendu rangar tölur á fjölmiðla fyrir hádegi en hafa nú leiðrétt þær. Innlent 19. júlí 2021 17:33
Hissa að stjórnvöld hafi ekki staðið í lappirnar gagnvart sóttvarnalækni Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir það alvarleg vonbrigði að stjórnvöld hafi ákveðið að krefja bólusetta ferðamenn um neikvætt Covid-19 próf við landamærin. Innlent 19. júlí 2021 16:12
Þórólfur vildi skikka Íslendinga í sýnatöku Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði til að Íslendingar sem hefðu ferðast erlendis yrðu skikkaðir í skimun fyrir Covid-19. Það yrði gert við komu þeirra til lands. Ekki var farið eftir þessum tillögum. Innlent 19. júlí 2021 14:11
Öllum gert að sýna neikvætt próf á landamærunum Ekki verður gripið til sóttvarnaraðgerða innanlands en bólusett fólk sem kemur til landsins mun þurfa að skila inn neikvæðu PCR-prófi eða hraðgreiningu við komuna. Íslendingar sem koma til landsins verða einnig beðnir um að fara í skimun. Innlent 19. júlí 2021 12:31
Rúmlega þúsund skráðir í sýnatöku í dag Löng röð fólks á leið í sýnatöku myndaðist fyrir utan húsnæði heilsugæslunnar við Suðurlandsbraut í morgun. Klukkan rúmlega ellefu í morgun voru 1172 skráðir í sýnatöku í dag en sú tala gæti hækkað þegar líður á daginn að sögn verkefnastjóra hjá heilsugæslunni. Innlent 19. júlí 2021 12:17
Ríkisstjórnarfundur um tillögur Þórólfs í hádeginu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Það gerði hann um helgina en hann vill ekki tjá sig um innihald minnisblaðsins í samtali við fréttastofu, fyrr en ríkisstjórnin hafi fjallað um það. Ríkisstjórnarfundur verður haldinn í hádeginu þar sem minnisblaðið verður rætt. Innlent 19. júlí 2021 11:46
Sextán greindust með Covid-19 innanlands og sex í sóttkví ATH: Ellefu greindust með Covid-19 innanlands í gær en ekki sextán eins og segir í þessari frétt. Innlent 19. júlí 2021 10:41
Greindist með veiruna og mun ekki keppa á Ólympíuleikunum Coco Gauff, ein af vonarstjörnum tennisheimsins, mun ekki keppa á Ólympíuleikunum sem hefjast síðar í mánuðinum í Tókýó í Japan. Sport 19. júlí 2021 09:30
Covid-19 vs. loftslagsvá? Snemma árs 2020 lagðist covid 19 heimsfaraldurinn yfir af miklum þunga. Við áttum ekki aðra kosti en að bregðast ofurhratt við og aðlagast gjörbreyttum veruleika hversdagsins. Skelfileg vá sem ýtti heimsbyggðinni í að umbreyta samfélagskerfum, svo að segja yfir nótt. Skoðun 19. júlí 2021 09:00
Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. Erlent 19. júlí 2021 07:02
Tvær verslanir í Kringlunni lokaðar vegna smits Verslun Eymundssonar í Kringlunni var lokuð í dag eftir að starfsmaður hennar greindist með kórónuveiruna í gær. Stefnt er að því að verslunin verði opin á morgun. Innlent 18. júlí 2021 18:46
Sjúklingur með Covid-19 lagður inn á Landspítala Sjúklingur var lagður inn á Landspítala vegna Covid-19 í gær. Þetta er fyrsta innlögnin í nokkrar vikur, að sögn yfirmanns Covid-deildar. Hann telur að herða eigi aðgerðir á landamærum, til dæmis með skimun á Íslendingum. Innlent 18. júlí 2021 18:04
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. Erlent 18. júlí 2021 14:40
Keflavíkurflugvöllur að nálgast þolmörk Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir flugvöllinn að nálgast þolmörk. Suma daga þurfi lögregla á flugvellinum að taka á móti þrjú þúsund farþegum á einum og hálfum klukkutíma. Innlent 18. júlí 2021 13:32
Níu greindust innanlands, enginn í sóttkví Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, enginn þeirra í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Innlent 18. júlí 2021 12:22
Meirihluti falsfrétta um Covid-19 komi frá tólf einstaklingum Mikill meirihluti falsfrétta og hræðsluáróðurs um bólusetningar á samfélagsmiðlum vestanhafs er runninn undan rifjum einungis tólf einstaklinga. Þetta segir í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate, samtaka sem berjast gegn stafrænu hatri. Erlent 18. júlí 2021 10:03
Tveir Ólympíufarar hafa greinst smitaðir Tveir íþróttamenn í Ólympíuþorpinu hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni, aðeins fimm dögum áður en Ólympíuleikarnir hefjast. Íþróttamennirnir eru frá sama landinu og eru í sömu íþrótt og starfsmaðurinn sem greindist smitaður í gær. Sport 18. júlí 2021 07:51
Grunur um smit í leikmannahópi Bucks Fimmti leikurinn í úrslitaeinvígi Milwaukee Bucks og Phoenix Suns um NBA meistaratitilinn fer fram í nótt. Körfubolti 17. júlí 2021 23:00
Héldu að þau yrðu örugg á Íslandi en eiginmaðurinn smitaðist samt Farþegi skemmtiferðaskipsins Viking Sky hefur ekki hugmynd um hvar eiginmaður hennar, einnig farþegi á skipinu, smitaðist af kórónuveirunni. Hún lætur vel af Íslandsdvölinni þrátt fyrir allt. Aðrir gestir farsóttarhússins taka í sama streng. Innlent 17. júlí 2021 20:00