Innlögnum fjölgar um 38,4 prósent milli vikna í Bretlandi Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2021 16:12 Smituðum hefur fjölgað hratt í Bretlandi. EPA/FACUNDO ARRIZABALAGA Alls greindust 46.558 með Covid-19 á Bretlandseyjum undanfarinn sólarhring og 96 dóu. Það er mesti fjöldi látinna þar frá 24. mars þegar 98 dóu. Í gær höfðu 39.950 greinst smitaðir og nítján dáið og síðasta þriðjudag höfðu 36.660 greinst smitaðir og 50 dóu. Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem segir einnig að undanfarna sjö daga hafi 4.500 verið lagðir inn á sjúkrahús og það samsvari 38,4 prósenta aukningu. Sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi á aðfaranótt mánudagsins síðasta. Ungir Bretar hafa þótt duglegir við að sækja skemmtistaði síðan en ríkisstjórn Bretlands vill að fleiri úr hópi ungs fólks láti bólusetja sig. Með það í huga var tilkynnt í dag að undir lok september verði það að vera bólusettur skilyrði við því að geta sótt fjölmenna staði eins og skemmtistaði. Í frétt Sky segir að rúm milljón skólabarna hafi ekki sótt skóla í síðustu viku vegna Covid-19. Þá fengu 35.670 sinn fyrsta skammt af bóluefni í gær og 143.560 manns fengu seinni skammtinn. Í heildina er búið að fullbólusetja 32,2 milljónir Breta. Faraldurinn þar hefur þó verið í mikilli uppsveiflu og er þar að mestu um Delta-afbrigðið að ræða. Það er sagt smitast auðveldar manna á milli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í gær að faraldurinn væri alls ekki búinn og það væri mikilvægt að halda áfram skimun, smitrakningu og sóttkví. This pandemic is far from over and that is why it is essential to keep up the system of Test, Trace & Isolate.We will protect crucial services by making sure that a very small number of fully vaccinated, critical workers can leave isolation solely for work. pic.twitter.com/OPQ8TCourZ— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 19, 2021 Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Wales Tengdar fréttir Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45 Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Í gær höfðu 39.950 greinst smitaðir og nítján dáið og síðasta þriðjudag höfðu 36.660 greinst smitaðir og 50 dóu. Þetta kemur fram í frétt Sky News þar sem segir einnig að undanfarna sjö daga hafi 4.500 verið lagðir inn á sjúkrahús og það samsvari 38,4 prósenta aukningu. Sóttvarnaraðgerðir voru felldar úr gildi á aðfaranótt mánudagsins síðasta. Ungir Bretar hafa þótt duglegir við að sækja skemmtistaði síðan en ríkisstjórn Bretlands vill að fleiri úr hópi ungs fólks láti bólusetja sig. Með það í huga var tilkynnt í dag að undir lok september verði það að vera bólusettur skilyrði við því að geta sótt fjölmenna staði eins og skemmtistaði. Í frétt Sky segir að rúm milljón skólabarna hafi ekki sótt skóla í síðustu viku vegna Covid-19. Þá fengu 35.670 sinn fyrsta skammt af bóluefni í gær og 143.560 manns fengu seinni skammtinn. Í heildina er búið að fullbólusetja 32,2 milljónir Breta. Faraldurinn þar hefur þó verið í mikilli uppsveiflu og er þar að mestu um Delta-afbrigðið að ræða. Það er sagt smitast auðveldar manna á milli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í ávarpi í gær að faraldurinn væri alls ekki búinn og það væri mikilvægt að halda áfram skimun, smitrakningu og sóttkví. This pandemic is far from over and that is why it is essential to keep up the system of Test, Trace & Isolate.We will protect crucial services by making sure that a very small number of fully vaccinated, critical workers can leave isolation solely for work. pic.twitter.com/OPQ8TCourZ— Boris Johnson (@BorisJohnson) July 19, 2021
Bretland England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skotland Wales Tengdar fréttir Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02 Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40 Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45 Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Sóttvarnarreglum hefur verið aflétt á Englandi Flestum sóttvarnarreglum á Englandi hefur nú verið aflétt. Engar fjöldatakmarkanir eru við lýði lengur, næturklúbbar opnuðu aftur á miðnætti og reglur á veitingastöðum og börum hafa verið afnumdar. 19. júlí 2021 07:02
Boris Johnson er hættur við að sleppa sóttkví Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak fjármálaráðherra voru útsettir fyrir smiti eftir að þeir funduðu með Sajid Javid heilbrigðisráðherra, sem reyndist smitaður af Covid-19. Upphaflega ætluðu ráðherrarnir tveir ekki að fara í sóttkví. 18. júlí 2021 14:40
Heilbrigðisráðherra Bretlands smitaður af Covid Sajid Javid, heilbrigðisráðherra, hefur greinst smitaður af kórónuveirunni. Javid greinir frá þessu í myndbandi sem hann birti á Twitter, þar sem hann segist vera með væg einkenni Covid-19. 17. júlí 2021 13:45
Læknar fordæma niðurfellingu aðgerða á Englandi Samtök breskra lækna segja þá ákvörðun Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, að fella niður allar sóttvarnaraðgerðir í Englandi vera óábyrga og hættulega. Johnson tilkynnti í síðustu viku að allar aðgerðir yrðu felldar niður þann 19. júlí og það þrátt fyrir að smituðum færi hratt fjölgandi á Englandi. 13. júlí 2021 11:38