Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 12:49 Afstaða farartækjanna sést á þessari mynd úr öryggismyndavél á horni Vonarstrætis og Lækjargötu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi. Áreksturinn varð á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis um miðjan dag 13. september árið 2023. Sendibílnum var ekið þvert fyrir svonefndan skotbómulyftara en gafflar hans gengu inn í farþegarými sendibílsins. Ökumaður sendibílsins, sem var 37 ára gamall, lést. Lyftaranum var ekið eftir vinstri akrein Lækjargötu í suðvestur en samhliða honum var strætisvagn sem beygði til hægri inn í Vonarstræti. Sendibifreiðinni var ekið frá Vonarstræti yfir vestari akreinar Lækjargötu og í veg fyrir lyftarann. Mikið magn örvandi fíkniefnis fannst við blóðrannsókn á manninum sem lést og var hann óhæfur til aksturs vegna þess, að því er kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem telur það meginorsök slyssins. Blóðrannsókn á ökumanni lyftarans leiddi í ljós slævandi lyf í lækningalegum skammti. Í leiðbeiningum lyfsins sagði að ekki mætti aka eða stjórna vélum þegar það væri notað þar sem það gæti skert athygli og viðbragðsflýti. Á meðal annarra orsaka slyssins sem rannsóknarnefndin nefnir er að gafflar lyftarans lyftust hratt upp að framan rétt fyrir áreksturinn. Nefndin ályktaði að ökumaður lyftarans hefði óafvitandi ýtt stýripinnar bómunnar þannig að gafllarnir lyftust upp fyrir og í árekstrinum. Þá átti lyftarinn ekki að vera í akstri í almennri umferð heldur flutt á milli vinnustaða með öðrum hætti. Eins hafði áhrif að strætisvagninn birgði ökumanni sendibílsins sýn gagnvart lyftaranum og útsýni ökumanns lyftarans að Vonarstræti var líklega einnig skert. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Áreksturinn varð á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis um miðjan dag 13. september árið 2023. Sendibílnum var ekið þvert fyrir svonefndan skotbómulyftara en gafflar hans gengu inn í farþegarými sendibílsins. Ökumaður sendibílsins, sem var 37 ára gamall, lést. Lyftaranum var ekið eftir vinstri akrein Lækjargötu í suðvestur en samhliða honum var strætisvagn sem beygði til hægri inn í Vonarstræti. Sendibifreiðinni var ekið frá Vonarstræti yfir vestari akreinar Lækjargötu og í veg fyrir lyftarann. Mikið magn örvandi fíkniefnis fannst við blóðrannsókn á manninum sem lést og var hann óhæfur til aksturs vegna þess, að því er kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem telur það meginorsök slyssins. Blóðrannsókn á ökumanni lyftarans leiddi í ljós slævandi lyf í lækningalegum skammti. Í leiðbeiningum lyfsins sagði að ekki mætti aka eða stjórna vélum þegar það væri notað þar sem það gæti skert athygli og viðbragðsflýti. Á meðal annarra orsaka slyssins sem rannsóknarnefndin nefnir er að gafflar lyftarans lyftust hratt upp að framan rétt fyrir áreksturinn. Nefndin ályktaði að ökumaður lyftarans hefði óafvitandi ýtt stýripinnar bómunnar þannig að gafllarnir lyftust upp fyrir og í árekstrinum. Þá átti lyftarinn ekki að vera í akstri í almennri umferð heldur flutt á milli vinnustaða með öðrum hætti. Eins hafði áhrif að strætisvagninn birgði ökumanni sendibílsins sýn gagnvart lyftaranum og útsýni ökumanns lyftarans að Vonarstræti var líklega einnig skert.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira