Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Kjartan Kjartansson skrifar 10. janúar 2025 12:49 Afstaða farartækjanna sést á þessari mynd úr öryggismyndavél á horni Vonarstrætis og Lækjargötu. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Ökumaður sendibíls sem lést í árekstri við lyftara í Lækjargötu árið 2023 var óhæfur til aksturs vegna áhrifa örvandi fíkniefnis. Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur það meginorsök slyssins. Þá átti ökumaður lyftarans ekki að aka honum eftir neyslu á slævandi lyfi. Áreksturinn varð á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis um miðjan dag 13. september árið 2023. Sendibílnum var ekið þvert fyrir svonefndan skotbómulyftara en gafflar hans gengu inn í farþegarými sendibílsins. Ökumaður sendibílsins, sem var 37 ára gamall, lést. Lyftaranum var ekið eftir vinstri akrein Lækjargötu í suðvestur en samhliða honum var strætisvagn sem beygði til hægri inn í Vonarstræti. Sendibifreiðinni var ekið frá Vonarstræti yfir vestari akreinar Lækjargötu og í veg fyrir lyftarann. Mikið magn örvandi fíkniefnis fannst við blóðrannsókn á manninum sem lést og var hann óhæfur til aksturs vegna þess, að því er kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem telur það meginorsök slyssins. Blóðrannsókn á ökumanni lyftarans leiddi í ljós slævandi lyf í lækningalegum skammti. Í leiðbeiningum lyfsins sagði að ekki mætti aka eða stjórna vélum þegar það væri notað þar sem það gæti skert athygli og viðbragðsflýti. Á meðal annarra orsaka slyssins sem rannsóknarnefndin nefnir er að gafflar lyftarans lyftust hratt upp að framan rétt fyrir áreksturinn. Nefndin ályktaði að ökumaður lyftarans hefði óafvitandi ýtt stýripinnar bómunnar þannig að gafllarnir lyftust upp fyrir og í árekstrinum. Þá átti lyftarinn ekki að vera í akstri í almennri umferð heldur flutt á milli vinnustaða með öðrum hætti. Eins hafði áhrif að strætisvagninn birgði ökumanni sendibílsins sýn gagnvart lyftaranum og útsýni ökumanns lyftarans að Vonarstræti var líklega einnig skert. Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira
Áreksturinn varð á gatnamótum Lækjargötu og Vonarstrætis um miðjan dag 13. september árið 2023. Sendibílnum var ekið þvert fyrir svonefndan skotbómulyftara en gafflar hans gengu inn í farþegarými sendibílsins. Ökumaður sendibílsins, sem var 37 ára gamall, lést. Lyftaranum var ekið eftir vinstri akrein Lækjargötu í suðvestur en samhliða honum var strætisvagn sem beygði til hægri inn í Vonarstræti. Sendibifreiðinni var ekið frá Vonarstræti yfir vestari akreinar Lækjargötu og í veg fyrir lyftarann. Mikið magn örvandi fíkniefnis fannst við blóðrannsókn á manninum sem lést og var hann óhæfur til aksturs vegna þess, að því er kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem telur það meginorsök slyssins. Blóðrannsókn á ökumanni lyftarans leiddi í ljós slævandi lyf í lækningalegum skammti. Í leiðbeiningum lyfsins sagði að ekki mætti aka eða stjórna vélum þegar það væri notað þar sem það gæti skert athygli og viðbragðsflýti. Á meðal annarra orsaka slyssins sem rannsóknarnefndin nefnir er að gafflar lyftarans lyftust hratt upp að framan rétt fyrir áreksturinn. Nefndin ályktaði að ökumaður lyftarans hefði óafvitandi ýtt stýripinnar bómunnar þannig að gafllarnir lyftust upp fyrir og í árekstrinum. Þá átti lyftarinn ekki að vera í akstri í almennri umferð heldur flutt á milli vinnustaða með öðrum hætti. Eins hafði áhrif að strætisvagninn birgði ökumanni sendibílsins sýn gagnvart lyftaranum og útsýni ökumanns lyftarans að Vonarstræti var líklega einnig skert.
Samgönguslys Reykjavík Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Gengst við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Sjá meira