Meirihluti falsfrétta um Covid-19 komi frá tólf einstaklingum Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2021 10:03 Mikið er um upplýsingaóreiðu um bólusetningar á miðlum Facebook. Getty/Hakan Nural Mikill meirihluti falsfrétta og hræðsluáróðurs um bólusetningar á samfélagsmiðlum vestanhafs er runninn undan rifjum einungis tólf einstaklinga. Þetta segir í nýrri skýrslu Center for Countering Digital Hate, samtaka sem berjast gegn stafrænu hatri. Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Center for Countering Digital Hate, eða CCDH, kalla hópinn „disinformation dozen“ eða upplýsingaóreiðutólfmenningana. Samtökin segja hópinn vera með 59 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum, þar af langflesta á Facebook. Samkvæmt greiningu CCDH á yfir 800 þúsund færslum, sem flokka mætti sem falsfréttir um Covid-19 á samfélagsmiðlum, komu 65 prósent þeirra frá tólfmenningunum. Á Facebook er hlutfallið 73 prósent. Joe Biden Bandaríkjaforseti og Vivek Murphy, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna sögðu í fyrradag að eini faraldurinn sem Bandaríkin væru að glíma við væri faraldur óbólusettra. Þeir kenndu jafnframt samfélagsmiðlum um það hversu margir eru enn óbólusettir. Meðal tólfmenningana eru læknar, líkamsræktarkappi, heilsubloggari, ofsatrúarmaður og Robert F. Kennedy yngri, bróðursonur Johns F. Kennedy. Kennedy hefur verið mikill andstæðingur bólusetninga af öllu tagi í áraraðir. Fylgja ekki eigin reglum „Facebook, Google og Twitter hafa sett regluverk til að koma í veg fyrir dreifingu falsfrétta um bóluefni. Hingað til hefur ekkert þeirra framfylgt eigin reglum á fullnægandi hátt,“ segir Imran Ahmed, forstjóri CCDH, í skýrslunni. „Þau hafa öll verið sérstaklega óvirk í að fjarlægja skemmandi og hættulega upplýsingaóreiðu um bóluefni,“ bætir hann við. Samfélagsmiðlar hafa stigið skref í rétta átt að því að koma í veg fyrir miðlun upplýsingaóreiðu, einn þeirra hefur fjarlægt aðganga þriggja tólfmenninganna en CCDH segir þau ekki gera nóg. Samtökin hafa kallað eftir því að allir helstu samfélagsmiðlar hætti að gefa hópnum vettvang til að dreifa upplýsingaóreiðu. „Þar sem miklum meirihluta falsfrétta er dreift af þessum tólf einstaklingum, myndi verulega draga úr dreifingu upplýsingaóreiðu á miðlunum ef þessum nokkru aðgöngum yrði eytt,“ segir í skýrslu CCDH.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfélagsmiðlar Fjölmiðlar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira