Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Árni Sæberg skrifar 10. janúar 2025 16:52 Hvolsvöllur er meðal þeirra bæja sem hafa verið án læknis undanfarið. Vísir/Vilhelm Fulltrúar sveitarfélaga í Rangárvallasýslu lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðu heilbrigðismála í sýslunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Þetta segir í tilkynningu frá fulltrúum sveitarfélaganna en málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Til að mynda var greint frá því yfir hátíðirnar að læknir hafi ekki fengist til að úrskurða mann látinn, sem lést á aðfangadagskvöld, fyrr en löngu seinna. Læknar hafa lýst því yfir að þeir óttist að svæðið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð og oddviti í Rangárþingi hefur lýst ástandi sem tifandi tímasprengju og sagt ástandið forkastanlegt. Skapi aukið álag og óöryggi Í yfirlýsingunni segir að sú staða hafi reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hafi skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann fjölda ferðamanna sem fer um svæðið. Fulltrúar Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps hafi fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsugæslu HSU til að fara yfir málin og leita skýringa og lausna á stöðunni. Á þeim fundi hafi meðal annars komið fram að grunnlæknisþjónusta í sýslunni sé tryggð út febrúar 2025. Sá tími verði nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Ívilnanir til skoðunar í ráðuneytinu Fram hafi komið að til skoðunar sé hjá heilbrigðisráðuneytinu einhvers konar ívilnanir til að laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og sveitarstjórnir svæðisins hvetji hlutaðeigandi til að flýta því máli eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu leggi áherslu á að þau séu hér eftir sem hingað til tilbúin að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Óboðlegt „Sveitarfélögin lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Stöðufundur verður haldinn í febrúar með HSU og send verður sameiginleg ályktun sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu til heilbrigðisráðuneytisins.“ Ljóst sé að þessi staða hafi valdið verulega auknu álagi á annað starfsfólk heilsugæslunnar og á sjúkraflutningafólk. Fulltrúar sveitarfélaganna vilji koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem staðið hafa vaktina og sinnt framúrskarandi starfi af einstakri elju og sóma. „Von kjörinna fulltrúa og íbúa Rangárvallasýslu er að málin leysist sem fyrst og að viðunandi læknisþjónusta verði tryggð til frambúðar.“ Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Ásahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá fulltrúum sveitarfélaganna en málefni heilsugæslu Rangárþings hafa verið til mikillar umræðu undanfarin misseri vegna vanda við að manna stöður lækna í héraðinu. Til að mynda var greint frá því yfir hátíðirnar að læknir hafi ekki fengist til að úrskurða mann látinn, sem lést á aðfangadagskvöld, fyrr en löngu seinna. Læknar hafa lýst því yfir að þeir óttist að svæðið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð og oddviti í Rangárþingi hefur lýst ástandi sem tifandi tímasprengju og sagt ástandið forkastanlegt. Skapi aukið álag og óöryggi Í yfirlýsingunni segir að sú staða hafi reglulega komið upp að enginn læknir sé á vakt á stóru svæði á Suðurlandi. Þetta hafi skapað aukið álag á annað heilbrigðisstarfsfólk og óöryggi fyrir íbúa og þann fjölda ferðamanna sem fer um svæðið. Fulltrúar Rangárþings ytra, Rangárþings eystra og Ásahrepps hafi fundað með forstjóra og framkvæmdastjóra hjúkrunar og heilsugæslu HSU til að fara yfir málin og leita skýringa og lausna á stöðunni. Á þeim fundi hafi meðal annars komið fram að grunnlæknisþjónusta í sýslunni sé tryggð út febrúar 2025. Sá tími verði nýttur til þess að auglýsa og ráða lækna í fastar stöður. Ívilnanir til skoðunar í ráðuneytinu Fram hafi komið að til skoðunar sé hjá heilbrigðisráðuneytinu einhvers konar ívilnanir til að laða að heilbrigðisstarfsfólk út á land og sveitarstjórnir svæðisins hvetji hlutaðeigandi til að flýta því máli eins og kostur er. Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu leggi áherslu á að þau séu hér eftir sem hingað til tilbúin að liðka til fyrir ráðningarferlinu eins og þeim er heimilt. Óboðlegt „Sveitarfélögin lýsa yfir verulegum áhyggjum af stöðunni og ítreka að núverandi staða og óvissa sé óboðleg 4519 íbúum sýslunnar og öðrum gestum hennar. Stöðufundur verður haldinn í febrúar með HSU og send verður sameiginleg ályktun sveitarfélaganna í Rangárvallasýslu til heilbrigðisráðuneytisins.“ Ljóst sé að þessi staða hafi valdið verulega auknu álagi á annað starfsfólk heilsugæslunnar og á sjúkraflutningafólk. Fulltrúar sveitarfélaganna vilji koma á framfæri sérstökum þökkum til þeirra sem staðið hafa vaktina og sinnt framúrskarandi starfi af einstakri elju og sóma. „Von kjörinna fulltrúa og íbúa Rangárvallasýslu er að málin leysist sem fyrst og að viðunandi læknisþjónusta verði tryggð til frambúðar.“
Heilbrigðismál Rangárþing eystra Rangárþing ytra Ásahreppur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hafnar því að stofnunin bjóði læknum verri kjör en þekkist annars staðar, eins og læknir sem áður starfaði hjá stofnuninni heldur fram. Forstjórinn segir það þó gríðarlegt áhyggjuefni að ekki náist að manna stöður í minni bæjum. Mál manns í Rangárþingi sem vakið hefur athygli sé vissulega óforsvaranlegt. 4. janúar 2025 14:21