Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Wembanyama valinn fyrstur í nýliðavali NBA

San Antonio Spurs nýtti fyrsta valrétt nýliðavals NBA-deildarinnar í körfubolta til að krækja í franska ungstirnið Victor Wembanyama í nótt. Þar með varð verst geymda leyndarmál íþróttana staðfest.

Körfubolti
Fréttamynd

Bjóða körfurnar vel­komnar heim

Körfuknattleiksdeild ÍR hefur boðað til körfuboltamóts í dag við Seljaskóla til þess að fagna því að körfunum var skilað á körfuboltavöllinn við skólann.

Körfubolti
Fréttamynd

Hótar að birta kyn­lífs­mynd­band af sér og Zion

Moriah Mills, klámstjarnan fyrrverandi sem vinnur í dag við taka upp Only Fans-myndbönd, hefur hótað að birta klámmyndband af sér og körfuboltamanninum Zion Williamson. Mills komst í fréttirnar eftir að Zion og kærasta hans tilkynntu að þau ættu von á sínu fyrsta barni.

Körfubolti
Fréttamynd

Draymond Green freistar gæfunnar samningslaus

Draymond Green, leikmaður Golden State Warriors og fjórfaldur meistari með liðinu, hefur ákveðið að afþakka ársframlengingu á samningi sínum. Það þarf þó ekki að þýða að hann sé á leið í annað lið.

Körfubolti
Fréttamynd

Í­búar kvörtuðu og körfurnar voru settar upp aftur

Körfu­bolta­körfur við Selja­skóla í Reykja­vík voru settar upp aftur nú síð­degis, eftir fjölda kvartana. Mikla at­hygli vakti þegar körfurnar voru teknar niður. Reykjavíkurborg segir körfur ekki verða fjarlægðar á skólalóðum. 

Innlent
Fréttamynd

Ja Morant dæmdur í 25 leikja bann

Ja Morant, leikmaður Memphis Grizzlies í NBA deildinni, mun hefja næsta tímabil í 25 leikja banni. Er þetta annað bannið sem Morant hlýtur á skömmum tíma, en bæði bönnin tengjast byssusýningum á samfélagsmiðlum.

Sport
Fréttamynd

Sigurður Gunnar Þorsteinsson yfirgefur Tindastól

Sigurður Gunnar Þorsteinsson tilkynnti á Facebook síðu sinni nú í kvöld að hann hafi ákveðið að slíta samstarfi sínu við Tindastól. Framtíðin er óráðin samkvæmt Sigurði, en hann er þó ekki að hætta í körfubolta.

Körfubolti
Fréttamynd

McGregor sakaður um nauðgun | Neitar sök

Írski UFC-bardagakappinn Conor McGregor er sakaður um að hafa nauðgað konu inn á klósetti þegar hann var viðstaddur fjórða leik Denver Nuggets og Miami Heat í úrslitum NBA-deildarinnar. Conor neitar sök.

Sport
Fréttamynd

Sá verðmætasti týndi bikarnum

Serbneski körfuboltamaðurinn Nikola Jokic verður seint sakaður um að ganga of langt í fagnaðarlátum sínum eftir að hann vann NBA-deildina í körfubolta með Denver Nuggets á aðfaranótt þriðjudags. Jokic var valinn verðmætasti leikmaður úrslitakeppninnar, en er nú búinn að týna verðlaunagripnum.

Körfubolti