Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. nóvember 2024 11:31 Friðrik Ingi Rúnarsson fer yfir málin með sínu liði í leiknum í Smáranum á þriðjudag. vísir/Diego Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta, hafnar því alfarið að hann hafi verið að elta eða áreita Alexis Morris, leikmann Grindavíkur, í Smáranum á þriðjudag eins og Morris hefur sjálf haldið fram. Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“ Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira
Morris var hetja Grindavíkur gegn Keflavík og skoraði sigurkörfu undir lokin, í æsispennandi leik í Bónus-deildinni. Þegar lokaflautið gall fagnaði hún meðal annars með því að dansa létt og veifa hendi í átt að varamannabekk Keflavíkur og kallaði þá Friðrik, sem var á leið framhjá Morris, „fuck off!“ að henni eins og sjá má hér að neðan. Friðrik er hins vegar afar ósammála Morris um það sem gekk á eftir leik, eftir að Morris kom út úr búningsklefa sínum og mætti Friðriki á ganginum í Smáranum. „Það var það eina sem ég var að benda henni á“ „Ég gengst alveg við því að ég svaraði henni þarna í lok leiks, þegar hún var að steyta hnefa. Mínar stelpur upplifðu þetta sem ögrun og ég tók upp hanskann fyrir mitt lið og svaraði henni. „That‘s it“. En að ég hafi verið að hundelta hana er bara ekki rétt. Við löbbuðum saman þarna og það eina sem ég sagði við hana er að það eru „sports manners“ að þú fagnar með þínu liði en ert ekki að ögra við þessar aðstæður. Það var það eina sem ég var að benda henni á,“ segir Friðrik. Morris segir sjálf að Friðrik hafi átt frumkvæði að því að þau skiptust á orðum á göngum Smárans eftir leik. „Ég sagði ekki neitt, gekk bara áfram, en þá sagði hann við mig: „Lærðu að fagna með þínu eigin liði“. Ég svaraði honum. Sagði að ég hefði fagnað með mínu liði og að hann ætti að sætta sig við tapið. Hann væri bara tapsár. Þá sagði hann: „Ég er bara að reyna að kenna þér mannasiði.“ Ég svaraði honum: „Ég þarf ekki að læra neina mannasiði. Mamma mín ól mig mjög vel upp,““ sagði Morris og bætti við: „Ég labbaði í burtu og vissi ekki að hann var þá að elta mig. Ég hélt að samtalinu væri lokið. Ég fór inn í keppnissalinn því ég hafði gleymt bíllyklunum mínum og þegar ég beygði mig til að kíkja í bakpokann, hver stóð þá yfir mér? Þjálfari Keflavíkur. Hann sagði: „Ég er bara að reyna að vera kurteis.“ „Nei,“ sagði ég. „Þú, ert ekki að reyna að vera kurteis. Þú blótaðir mér og núna ertu að áreita mig. Eltir mig eftir að við töluðum saman á ganginum þar sem þú öskraðir meira á mig. Þarna greip Sofie [Tryggedsson] liðsfélagi minn inn í. Það er ekkert annað en áreitni að hann skuli elta mig svona inn í salinn.“ Friðrik Ingi hafði ýmislegt að segja við dómarana eftir leik.vísir/Diego „Var bara að fara að spjalla við Lalla“ Friðrik frábiður sér hins vegar allt tal um að hann hafi verið að elta Morris og segist aðeins hafa ætlað aftur inn í salinn til að ræða við þjálfara hennar, Lalla [Þorleif Ólafsson], sem að hann hafi svo gert. „Það urðu einhver orðaskipti þarna en ég var ekki með nein leiðindi, og alls ekki með neitt slíkt í huga. Ég brást bara svona við og sagði þessi orð þegar hún fagnaði fyrir framan okkur inni á vellinum. Það sem gerðist eftir á var ekki neitt. Ég var bara að labba inn í sal að tala við Lalla, sem stóð þarna inni á gólfi í salnum. Ég vísa þessu til föðurhúsanna. Ef að hún upplifði þetta svona þá er það bara miður en fyrir mér er þetta mál bara stormur í vatnsglasi. Ég var bara að fara að spjalla við Lalla eftir leikinn. Ég þjálfaði hann í mörg ár á sínum tíma og var lengi í Grindavík. Við [Morris] töluðum vissulega saman þarna á leiðinni en það voru engin leiðindi af minni hálfu,“ segir Friðrik. Hann kveðst sjálfur engan kala bera til Morris: „Fyrir mér er þetta mál bara búið. Hún var sigurvegarinn, við töpuðum, og ég velti þessu ekki mikið meira fyrir mér. Hún gerði vel og skoraði glæsilega sigurkörfu, og ekkert nema gott um það að segja fyrir hana og hennar lið.“
Bónus-deild kvenna Keflavík ÍF UMF Grindavík Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Sjá meira