Uppgjör: Valur - Grindavík 80-73 | Valsmenn Íslandsmeistarar í fjórða sinn Valur er Íslandsmeistari í körfuknattleik karla eftir 80-73 sigur á Grindavík í oddaleik í N1-höllinni að Hlíðarenda. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Valsmanna í karlaflokki. Körfubolti 29. maí 2024 21:18
Kristófer meiddist eftir örfáar sekúndur Úrslitaleikur Vals og Grindavíkur um úrslitaleikinn í körfuknattleik er nýhafinn. Valsmenn urðu fyrir áfalli strax í fyrstu sókn leiksins. Körfubolti 29. maí 2024 19:27
Leikmennirnir sem hafa skarað fram úr í baráttunni um titilinn Valur og Grindavík mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta og fer oddaleikurinn fram á Hlíðarenda. Körfubolti 29. maí 2024 15:31
Iðkendur með forgang: „Förum ekki að breyta því núna“ Ungir iðkendur í Val fá frítt á leik liðsins í kvöld og fengu forgang í sæti, líkt og á öðrum leikjum. Valur mætir Grindavík í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn að Hlíðarenda klukkan 19:15. Körfubolti 29. maí 2024 15:00
Finnur Freyr getur jafnað met Friðriks Inga í kvöld Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Valsmanna, á möguleika á því í kvöld að jafna met Friðriks Inga Rúnarssonar yfir flesta sigra þjálfara í úrslitakeppni. Körfubolti 29. maí 2024 14:31
Grindvíkingar gætu tapað fjórða oddaleiknum um titilinn Grindvíkingum hefur ekki gengið allt of vel að landa sigri í oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta en þeir fá tækifæri til að breyta því á Hlíðarenda í kvöld. Körfubolti 29. maí 2024 13:31
Leikmenn handboltaliðsins heiðursgestir í kvöld Leikmenn handboltaliðs Vals verða heiðursgestir á oddaleik Vals við Grindavík um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta að Hlíðarenda í kvöld. Þetta staðfestir formaður körfuknattleiksdeildar. Körfubolti 29. maí 2024 12:31
„Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli“ Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík geta í kvöld unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en áratug. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliði Grindvíkinga um leikinn við Val sem fer fram fyrir fram troðfullan Hlíðarenda. Körfubolti 29. maí 2024 11:01
Grindvíkingar verða áfram í Smáranum Dagurinn byrjar mjög vel fyrir Grindvíkinga því þeir hafa fundið sér heimili í körfuboltanum næsta árið. Körfubolti 29. maí 2024 09:11
„Þetta verður bara stríð“ Kristófer Acox er að fara spila oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn þriðja árið í röð og í fjórða sinn á síðustu fimm árum. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliða Valsmanna um leikinn við Grindavík sem fer fram í kvöld fyrir framan troðfullan Hlíðarenda. Körfubolti 29. maí 2024 09:01
Úlfarnir foruðust sópinn og Kyrie mistókst í fyrsta sinn að klára Minnesota Timberwolves er á lífi í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta eftir sigur á Dallas Mavericks í úrslitum Vesturdeildarinnar í nótt. Körfubolti 29. maí 2024 07:21
Martin og félagar töpuðu fyrsta leik undanúrslitanna Landsliðsmaðurinn Martin Hermannsson og félagar í Alba Berlín máttu þola tap gegn Chemnitz í fyrsta leik undanúrslita þýsku úrvalsdeildarinnar í körfubolta. Körfubolti 28. maí 2024 20:46
„Sjáum mikið á eftir Pavel“ Forráðamenn Tindastóls segja mikla eftirsjá af Pavel Ermolinskij sem er hættur sem þjálfari karlaliðs félagsins í körfubolta. Körfubolti 28. maí 2024 13:04
Pavel hættur hjá Tindastóli Pavel Ermolinskij hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Tindastóls í körfubolta. Körfubolti 28. maí 2024 12:20
Boston Celtics í úrslitin: „Við erum allt annað lið núna“ Boston Celtics sópaði liði Indiana Pacers út úr úrslitum Austurdeildarinnar í nótt og er fyrir vikið komið alla leið í úrslitaeinvígið um NBA meistaratitilinn í körfubolta. Körfubolti 28. maí 2024 06:31
Goðsögnin Bill Walton látinn William Theodore (Bill) Walton III er látinn 71 árs að aldri. Körfubolti 27. maí 2024 18:01
Lögmál leiksins: Hörður valdi verstu liðin sem hafa komist í úrslit NBA Aðdáendur NBA koma aldrei að tómum kofanum hjá strákunum í Lögmáli leiksins. Í þætti kvöldsins verður fjallað um verstu lið sem hafa komist í úrslit NBA. Körfubolti 27. maí 2024 16:31
Uppselt á oddaleikinn Uppselt er á oddaleik Vals og Grindavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Leikurinn fer fram í N1-höll Valsmanna á miðvikudaginn. Körfubolti 27. maí 2024 13:52
Sjáðu lokasóknina ótrúlegu og senuþjófinn Kane í viðtali Óla Óla Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík tryggðu sér oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Subway deild karla í körfubolta með dramatískum sigri á Valsmönnum í gærkvöldi. Körfubolti 27. maí 2024 09:01
„Ég mæli ekki með þessu fyrir neinn mann“ Arnar Guðjónsson hætti á dögunum störfum sem þjálfari bæði karla- og kvennaliðs Stjörnunnar í körfubolta. Hann segir mistök að hafa þjálfað bæði lið en fagnar því hins vegar að vera laus við fjölmiðlana. Körfubolti 27. maí 2024 08:02
Úlfarnir ráða ekkert við Luka og Kyrie Dallas Mavericks er aðeins einum sigri frá lokaúrslitum NBA deildarinnar í körfubolta eftir þriðja sigurinn í röð á Minnesota Timberwolves í nótt. Körfubolti 27. maí 2024 06:31
Ætlar að skjóta Timberwolves inn í seríuna Minnesota Timberwolves er 2-0 undir gegn Dallas Mavericks í úrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta. Þriðji leikur liðanna hefst á miðnætti í kvöld og hefur Anthony Edwards lofað að hann muni gera allt í sinu valdi til að koma Timberwolves inn í einvígið. Körfubolti 26. maí 2024 22:45
„Tapaður bolti og Basile setur þrist“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, þarf að undirbúa lið sitt fyrir þriðja oddaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn á jafn mörgum árum eftir dramatískt tap gegn Grindavík í Smáranum í kvöld, 80-78. Körfubolti 26. maí 2024 22:29
„Ég elska að við töpum ekki hér“ Dedrick Basile var hetja Grindvíkinga í kvöld í dramatískum leik. Hann lét sér ekki nægja að vera langstigahæstur með 32 stig heldur skoraði hann einnig sigurkörfuna níu sekúndum fyrir leikslok. Körfubolti 26. maí 2024 22:06
Uppgjör: Grindavík-Valur 80-78 | Oddaleikur niðurstaðan þökk sé ótrúlegasta endi síðari ára Grindavík tryggði sér oddaleik um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta með háspennu sigri á Val í Smáranum. Leikurinn var stál í stál frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu en ótrúleg sókn Grindavíkur undir lok leiks og þristur frá Dedrick Basile tryggði sigurinn að lokum. Körfubolti 26. maí 2024 18:31
Holiday hetjan og Celtics einum leik frá því að sópa Pacers í sumarfrí Boston Celtics tóku afgerandi 3-0 forystu í úrslitaeinvígi austurdeildar NBA gegn Indiana Pacers með 114-111 sigri í nótt. Körfubolti 26. maí 2024 10:01
Doncic tryggði sigur og Dallas heldur heim með tveggja leikja forystu Dallas Mavericks tóku 2-0 forystu í úrslitaeinvígi vesturdeildar NBA í nótt með 109-108 sigri gegn Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skaut þriggja stiga skoti yfir Rudy Gobert þegar þrjár sekúndur voru eftir og tryggði sigurinn. Körfubolti 25. maí 2024 09:32
Lögreglan kórónaði ömurlegan dag hjá Kane Grindvíkingurinn DeAndre Kane átti mjög erfiðan dag í gær. Fyrst gat hann ekkert í leik Vals og Grindavíkur og svo var hann stöðvaður af lögreglunni. Körfubolti 24. maí 2024 13:30
„Við erum sáttir með að vera bara seigir og ljótir“ Kristófer Acox sýndi frábæra frammistöðu í öruggum sigri Vals gegn Grindavík í úrslitaeinvígi Subway deildar karla og var valinn PlayAir leiksins af sérfræðingum Körfuboltakvölds. Körfubolti 24. maí 2024 11:30
Rúnar Ingi og Einar Árni staðfestir sem þjálfarar Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson hefur tekið við þjálfun karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta. Einar Árni Jóhannsson tekur við störfum Rúnars með kvennaliðið. Körfubolti 24. maí 2024 10:25