Sá mikilvægasti í NBA fær nú Michael Jordan bikarinn NBA deildin í körfubolta hefur endurskírt leikmanna verðlaunin sín í höfuðið á gömlu goðsögnum úr deildinni og eftirsóttustu verðlaunin er nú örugglega Michael Jordan bikarinn. Körfubolti 14. desember 2022 13:31
Sara og Elvar kjörin best annað árið í röð Annað árið í röð eru Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson Körfuknattleiksfólk ársins af KKÍ. Körfubolti 14. desember 2022 09:31
Lögmál leiksins um örvæntingafullt lið Lakers: „Verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna“ Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort gott gengi Brooklyn Nets gæti haldið áfram, hvort Miami Heat þyrfti ekki að fara hafa áhyggjur, hvort Los Angeles Lakers gæti orðið NBA meistari og hvor yrði bestur af Cade Cunningham, Evan Mobley og Jalen Green. Körfubolti 13. desember 2022 09:31
„Eigum harma að hefna gegn Stjörnunni“ Keflavík er komið áfram í undanúrslit VÍS bikars karla í körfubolta eftir 13 stiga sigur á erkifjendunum í Njarðvík í 8-liða úrslitunum í kvöld, 99-86. Valur Orri Valsson, leikmaður Keflavíkur, gat ekki leynt ánægju sinni í leikslok. Körfubolti 12. desember 2022 22:15
Höttur í undanúrslit eftir sigur á KR Höttur varð síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta þegar liðið vann lánlaust lið KR í Vesturbænum. Munurinn gat ekki verið minni en gestirnir frá Egilsstöðum unnu leikinn 94-93. Körfubolti 12. desember 2022 22:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík 99-86 Njarðvík | Reykjanesbær er blár Keflvíkingar unnu afar sannfærandi 13 stiga sigur á nágrönnum sínum í Njarðvík í 8-liða úrslitum VÍS bikar karla í körfubolta í kvöld, 99-86. Körfubolti 12. desember 2022 21:00
Umfjöllun og myndir: Valur - Grindavík 90-80 | Valur tryggði sér farseðilinn í Laugardalshöll Íslandsmeistarar Vals eru komnir í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfubolta. Valur vann Grindavík með tíu stiga mun á Hlíðarenda í kvöld, lokatölur 90-80. Varð Valur þar með annað liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum sem fram fara í Laugardalshöll 11. janúar næstkomandi. Körfubolti 12. desember 2022 20:00
Lögmál leiksins: „Lykt af hræsni?“ Lið Phoenix Suns í NBA deildinni í körfubolta lyktar af hræsni. Farið verður yfir af hverju í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Þátturinn hefst klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2. Körfubolti 12. desember 2022 17:46
LeBron James sagði Schröder að hann ætli að spila í fimm til sjö ár í viðbót LeBron James heldur upp á 38 ára afmælið sitt seinna í þessum mánuði og er að spila sitt tuttugasta í NBA-deildinni í körfubolta. Körfubolti 12. desember 2022 16:01
Fjórtán og fimmtán ára stelpur frábærar þegar 1. deildarlið komust í undanúrslit Kornungar körfuboltakonur voru heldur betur í sviðsljósinu um helgina þegar átta liða úrslit VÍS bikar kvenna í körfubolta fóru fram. Körfubolti 12. desember 2022 12:31
Frúin hágrátandi fyrst en fagnar nú viðveru á heimilinu Lífið tók óvænta beygju hjá Martin Hermannssyni þegar hann sleit krossband í vor eftir að hafa farið nánast meiðslalaus í gegnum allan sinn feril. Meiðslin hafa gefið honum nýja sýn og veitt honum tækifæri til að njóta lífsins án erilsins og ferðalaganna sem fylgja lífi atvinnumanns í körfubolta. Körfubolti 12. desember 2022 09:00
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 103-97 | Keflavíkurkonur unnu baráttuna um Reykjanesbæ Nágrannaliðin og erkifjendurnir í Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík, mættust í átta liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í Blue-höllinni fyrr í kvöld þar sem Keflvíkingar höfðu að lokum betur eftir tvíframlengdan leik, 103-97. Körfubolti 11. desember 2022 23:51
Efast um að það sé nokkuð gaman að vera leikmaður Stjörnunnar í dag „Ég held að það sé ekkert voðalega skemmtilegt að vera leikmaður í Stjörnunni núna, það er bara þungt yfir þessu einhvernveginn,“ sagði Kristinn Geir Friðriksson, sérfræðingur Körfuboltakvölds, í síðasta þætti þar sem meðal annars var farið yfir gengi Stjörnuliðsins undanfarnar vikur. Körfubolti 11. desember 2022 23:30
„Það er eitthvað sem við getum ekki beðið hana um að gera“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta, var nokkuð brattur í viðtali við Vísi eftir að lið hans féll úr leik í VÍS bikarnum eftir tap í tvíframlengdum leik, 103-97, gegn Keflavík. Hann sagði leikplan Njarðvíkinga hafa gengið upp að mörgu leyti þrátt fyrir tapið. Körfubolti 11. desember 2022 22:18
Haukar og Stjarnan tryggðu sér sæti í undanúrslitum Haukar og Stjarnan urðu í kvöld tvö seinustu liðin til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Haukar unnu nauman tveggja stiga sigur gegn Grindavík, 66-64, og 1. deildarlið Stjörnunnar hafði betur gegn Subway-deildarliði ÍR, 84-92. Haukar eru ríkjandi bikarmeistarar og eiga því enn möguleika á að verja titilinn. Körfubolti 11. desember 2022 21:34
Bikarmeistararnir í undanúrslit Bikarmeistarar Stjörnunnar urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er liðið vann sex stiga sigur á 1. deildarliði Skallagríms, 98-92. Körfubolti 11. desember 2022 17:15
Körfuboltakvöld um Kára Jónsson: „Einn af okkar allra bestu leikmönnum“ Farið var yfir gæðin sem Kári Jónsson, leikstjórnandi Íslandsmeistara Vals í körfubolta, í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi. Körfubolti 11. desember 2022 12:45
Skvettubræður slökktu í Boston | Jokić dró vagninn að venju Alls fóru átta leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Þar má helst nefna stórleik meistara Golden State Warriors og besta liðs deildarinnar, Boston Celtics. Nikola Jokić var frábær í leik Denver Nuggets og Utah Jazz á sama tíma og Chicago Bulls skoraði 144 stig gegn Dallas Mavericks Körfubolti 11. desember 2022 09:31
Sjáðu bestu tilþrif 9. umferðar í Subway-deild karla Troðsla Kristófers Acox, sem tryggði Valsmönnum sigur á ÍR, varð fyrir valinu sem flottustu tilþrif 9. umferðar Subway-deildar karla í körfubolta, að mati Körfuboltakvölds. Körfubolti 10. desember 2022 23:30
„Þetta lið er bara Ryan Reynolds að koma úr sturtu, það fíla það allir“ Segja má að strákarnir í Körfuboltakvöldi hafi vart haldið vatni yfir frammistöðu Breiðabliks í síðasta leik liðsins í Subway deild karla í körfubolta. Sumir slefuðu þó meira en aðrir. Körfubolti 10. desember 2022 11:30
Hetjuleg endurkoma Lakers til einskis þar sem liðið sprakk í framlengingu Los Angeles Lakers var sjö stigum undir þegar aðeins 28 sekúndur voru eftir af leik liðsins við Philadelphia 76ers í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Lakers tókst að koma leiknum í framlengingu en þar var öll orka liðsins búin og 76ers vann á endanum 11 stiga sigur. Körfubolti 10. desember 2022 10:15
„Ætla ekki að koma með söluræðu“ Helgi Már Magnússon, þjálfari KR, var eðlilega sár og svekktur eftir 29 stiga tap gegn Njarðvík í Subway-deild karla í kvöld, 107-78. Ósigurinn í kvöld var fimmta tapið hjá KR í röð og Helgi telur eðlilegt að stuðningsmenn KR séu ósáttir við gengi liðsins. Körfubolti 9. desember 2022 23:55
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 107-78 | KR-ingar fengu skell í Njarðvík Njarðvíkingar unnu öruggan 29 stiga stórsigur á KR-ingum í Ljónagryfjunni í kvöld. Sigur Njarðvíkinga var aldrei í hættu en heimamenn leiddu leikinn alveg frá upphafi til enda. Körfubolti 9. desember 2022 21:54
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Breiðablik 93-122 | Breiðablik sýndi enga miskunn Breiðablik fór illa með Grindavík í HS-orku höllinni. Blikar buðu upp á flugeldasýningu í fyrri hálfleik þar sem Kópavogsbúar gerðu 68 stig. Blikar héldu sjó í seinni hálfleik og gott betur sem skilaði 29 stiga sigri 93-122. Körfubolti 9. desember 2022 21:45
„Venjulega er Grindavík með meiri baráttu en þetta“ Breiðablik vann sannfærandi 29 stiga sigur á Grindavík 93-122. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, var afar ánægður með öruggan útisigur. Körfubolti 9. desember 2022 20:25
„Lætur öllum líða vel í kringum sig“ Hildur Björg Kjartansdóttir, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, hætti í atvinnumennsku í nóvember og er komin aftur heim til Íslands. Hildur Björg klárar tímabilið með Val í Subway deild kvenna. Körfubolti 9. desember 2022 15:30
Myndir af Brittney Griner að lenda í Bandaríkjunum Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner er komin aftur til Bandaríkjanna eftir nærri tíu mánaða dvöl í rússnesku fangelsi. Körfubolti 9. desember 2022 14:47
Framtíð hinnar meiddu Laviniu: „Ég held að Rúnar sé meiri Klopp en Mourinho“ Portúgalski miðherjinn Lavinia Da Silva er meidd og spilar ekki næstu mánuði með Njarðvíkurkonum í Subway deild kvenna í körfubolta. Körfubolti 9. desember 2022 13:00
Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 88-86 | Stólarnir héldu út gegn botnliðinu Tindastóll vann nauman tveggja stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Þórs frá Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 88-86. Körfubolti 8. desember 2022 23:53
„Keflvíkingar verða að endurborga fólkinu sem kom hérna í kvöld“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar í Subway-deild karla í körfubolta, var sáttari við að tapa fyrir Keflavík í kvöld en Grindavík í leiknum þar á undan því Keflavík væri með betra lið. Honum fannst ekki mikið til leiksins sjálfs koma. Körfubolti 8. desember 2022 23:35