Mögnuð sigurkarfa Irving gegn meisturunum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 22:44 Kyrie Irving sáttur í leikslok. Vísir/Getty Kyrie Irving var hetja liðs Dallas Mavericks þegar liðið vann tveggja stiga sigur á meisturum Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24. NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira
Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24.
NBA Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ Sjá meira