Hollywood

Hollywood

Fréttir af fræga fólkinu úti í hinum stóra heimi.

Fréttamynd

Mun túlka Spring­steen

Bandaríski leikarinn Jeremy Allen White, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Bear, mun túlka Bruce Springsteen í væntanlegri kvikmynd um stórsöngvarann.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Verður aftur lag­lega ljóskan Elle Woods

Bandaríska leikkonan Reese Witherspoon hyggst bregða sér aftur í eitt af hennar langþekktustu hlutverkum, lögfræðingsins Elle Woods sem hún gerði ódauðlega í Legally Blonde kvikmyndunum. Í þetta skiptið verður um að ræða sjónvarpsþætti.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Shakira hjólar í Barbie

Kolumbíska poppstjarnan Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni. Hún vill meina að myndin dragi úr karlmennsku og ræni karlmönnum möguleikanum á því að vera karlmenn.

Lífið
Fréttamynd

Lizzo komin með nóg og hættir

Tónlistarkonan Lizzo segist hætt og að sé komin með nóg af því að vera skotmark fyrir útlit sitt og karakter á netinu. Í færslu á Instagram-síðu sinni segir poppstjarnan að henni líði eins og heimurinn vilji ekkert með hana hafa.

Lífið
Fréttamynd

Louis Gossett Jr. látinn

Louis Gossett Jr., fyrsti svarti maðurinn til að hljóta Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki er látinn 87 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Vekur at­hygli vegna fátíðra baðferða

Enski þáttastjórnandinn Jonathan Ross vakti athygli í vikunni þegar hann sagði að það liði oft meira en vika milli baðferða hjá honum og eiginkonu hans. Þegar hann fari í frí baði hann sig enn sjaldnar.

Lífið
Fréttamynd

Sandler vinnur að Happy Gilmore 2

Leikarinn Adam Sandler er sagður vinna að framhaldi myndarinnar Happy Gilmore frá árinu 1996. Leikarinn Christopher McDonald, sem lék illmennið Shooter McGavin í myndinni, segir Sandler þegar búinn að skrifa handrit.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Sacha Baron Cohen æfareiður út í Rebel Wilson

Bandaríski leikarinn Sacha Baron Cohen er æfareiður út í kollega sinn áströlsku leikkonuna Rebel Wilson vegna fullyrðinga um hann sem hún leggur fram í væntanlegri endurminningarbók sinni. Leikkonan segir að hún muni ekki breyta bókinni.

Lífið
Fréttamynd

Bað hennar við sól­setrið á 100 mánaða af­mælinu

Leikkonan, handritshöfundurinn og söngkonan Silja Rós lýsir sjálfri sér sem miklum orkubolta og á erfitt með að sitja kyrr og bíða eftir tækifærunum. Hún lærði leiklist í Los Angeles og hefur frá útskrift verið að þróa þætti sem fara í loftið í næstu viku og heita Skvíz. Blaðamaður ræddi við Silju Rós um lífið, listina og ofur rómantískt bónorð.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

M. Emmet Walsh látinn

Bandaríski leikarinn M. Emmet Walsh er látinn, 88 ára að aldri. Hann lék meðal annars í myndunum Blade Runner og Christmas with the Kranks, en hann lék 233 hlutverk á leikaraferli sem hófst á sjöunda áratugnum.

Lífið
Fréttamynd

Skilin

Skilnaður Ariönu Grande og Dalton Gomez er genginn í gegn. Hjónin sóttu um skilnað síðasta haust eftir þriggja ára hjónaband.

Lífið
Fréttamynd

Játar sekt í Yellow­stone-máli

Írski stórleikarinn Pierce Brosnan hefur játað sök í máli þar sem hann var ákærður fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði í Yellowstone-þjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Lífið
Fréttamynd

Kim vand­ræða­leg á tón­leikum með nýrri eigin­konu Kanye

Kim Kardashian mætti á tónleika hjá fyrrverandi eiginmanni sínum Kanye West í gærkvöldi í tilefni af útgáfu nýrrar plötu hans. Kim sat tónleikana með Bianca Censori, núverandi eiginkonu Kanye og fullyrða slúðurmiðlar vestanhafs að andrúmsloftið milli kvennanna hafi verið þrúgandi.

Lífið
Fréttamynd

Stóð við sex­tán ára gamalt lof­orð til pabba síns

Leikkonan Anya Taylor-Joy sló í gegn í Netflix seríunni The Queen's Gambit og hefur síðan þá fengið hlutverk í stórmyndum á borð við Mad Max og Dune. Hún skein skært á Óskarsverðlaunahátíðinni í ár og stóð við loforð sitt sem var að taka pabba sinn með sér. 

Lífið
Fréttamynd

Best klæddu stjörnurnar á Óskarnum

Stærstu stjörnur heimsins skína skært í hátískuhönnun á rauða dreglinum í kvöld í tilefni af Óskarsverðlaunahátíðinni. Hátíðin fer nú fram í 96. skipti og er haldin í Dolby leikhúsinu í Hollywood. 

Tíska og hönnun