Robert Redford er látinn Árni Sæberg skrifar 16. september 2025 12:18 Hér er Redford á verðlaunahátíð í Mónakó árið 2021. Arnold Jerocki/Getty Bandaríski stórleikarinn og leikstjórinn Robert Redford er látinn, 89 ára að aldri. Frá þessu greinir Cindi Berger almannatengill hjá Rogers & Cowan PMK í fréttatilkynningu. Hún segir að Redford hafi látist í svefni á heimili sínu í Provo í Utah snemma í morgun. Hún greinir ekki frekar frá banameini hans. Ítarlega minningargrein um Redford má lesa á vef The New York Times. Redford er einn af stórstjörnum kvikmyndasögunnar en sem leikari gerði hann garðinn helst frægan í kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out og Africa og The Sting. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni. Þá hlaut hann heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002. Hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1980 fyrir að leikstýra kvikmyndinni Ordinary People. Hann leikstýrði einnig myndum á borð við A River Runs Through It og Quiz Show. Þá var Redford áhrifamaður í heimi sjálfstæðrar kvikmyndagerðar og stofnaði Sundance-stofnunina, sem samnefnd kvikmyndahátíð í Utah dregur nafn sitt af. Síðasta mynd Redford var The Old Man & the Gun sem kom út árið 2018 og skartaði Sissy Spacek, Danny Glover, Tom Waits og Casey Affleck í aðalhlutverkum. Redford giftist Lola Van Wagenen árið 1958 og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu. Redford hafði verið giftur hinni þýsku Sibylle Szaggars frá árinu 2009 en þau höfðu verið saman í lengri tíma. Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira
Frá þessu greinir Cindi Berger almannatengill hjá Rogers & Cowan PMK í fréttatilkynningu. Hún segir að Redford hafi látist í svefni á heimili sínu í Provo í Utah snemma í morgun. Hún greinir ekki frekar frá banameini hans. Ítarlega minningargrein um Redford má lesa á vef The New York Times. Redford er einn af stórstjörnum kvikmyndasögunnar en sem leikari gerði hann garðinn helst frægan í kvikmyndum á borð við Butch Cassidy and the Sundance Kid, All the President’s Men, Out og Africa og The Sting. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í síðastnefndu myndinni. Þá hlaut hann heiðursverðlaun á Óskarsverðlaunahátíðinni árið 2002. Hann hlaut Óskarsverðlaun árið 1980 fyrir að leikstýra kvikmyndinni Ordinary People. Hann leikstýrði einnig myndum á borð við A River Runs Through It og Quiz Show. Þá var Redford áhrifamaður í heimi sjálfstæðrar kvikmyndagerðar og stofnaði Sundance-stofnunina, sem samnefnd kvikmyndahátíð í Utah dregur nafn sitt af. Síðasta mynd Redford var The Old Man & the Gun sem kom út árið 2018 og skartaði Sissy Spacek, Danny Glover, Tom Waits og Casey Affleck í aðalhlutverkum. Redford giftist Lola Van Wagenen árið 1958 og eignuðust þau fjögur börn. Þau skildu. Redford hafði verið giftur hinni þýsku Sibylle Szaggars frá árinu 2009 en þau höfðu verið saman í lengri tíma.
Andlát Bíó og sjónvarp Bandaríkin Mest lesið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Robert Redford er látinn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Lífið Fögur hæð í frönskum stíl Lífið Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Sjá meira