Misjafnt gengi Íslendingaliðana í upphafi dönsku deildarinnar Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag og voru Íslendingar í eldlínunni í þremur þeirra. Íslendingalið Ribe-Esbjerg og Fredericia unnu sigra í sínum leikjum, en leikmenn Lemvig þurftu að sætta sig við tap. Handbolti 2. september 2022 18:12
ÍR-ingar safna liði fyrir Olís-deildina Nýliðar ÍR hafa fengið tvo nýja leikmenn til liðs við sig fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta. ÍR-ingar hafa samið við Friðrik Hólm Jónsson frá ÍBV og hinn unga Róbert Snær Örvarsson frá Haukum. Handbolti 2. september 2022 17:16
Olís-spá karla 2022-23: Hefðu þurft að nýta blikið betur Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir KA 8. sæti Olís-deildar karla í vetur. Handbolti 2. september 2022 10:00
Svissnesku Íslendingaliðin hefja tímabilið á sigrum Likið var í fyrstu umferð svissnesku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og voru bæði Íslendingalið deildarinnar í eldlínunni. Svissnesku meistararnir í Kadetten Schaffhausen unnu marka útisigur gegn St. Gallen og Zurich vann öruggan sigur gegn Kreuzlingen. Handbolti 1. september 2022 19:18
Nýliðar Gummersbach byrja tímabilið á sigri Fjórir leikir fóru fram í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld og voru Íslendingar í eldlínunni í öllum fjórum leikjunum. Íslendingalið Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann góðan fjögurra marka sigur gegn Lemgo, 26-30. Handbolti 1. september 2022 18:52
Fyrsti Færeyingurinn til Kiel Þýska stórliðið Kiel hefur samið við færeyska handboltamanninn Elias Ellefsen á Skipagötu. Hann gengur í raðir Kiel næsta sumar. Handbolti 1. september 2022 14:30
Helgi nýr verkefnastjóri hjá nefnd um uppbyggingu þjóðarhallar Helgi Geirharðsson er nýr verkefnastjóri hjá framkvæmdanefnd um uppbyggingu þjóðarhallar í innanhússíþróttum í Laugardal. Innlent 1. september 2022 11:47
Olís-spá karla 2022-23: Rúnir inn að skinni Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Selfossi 9. sæti Olís-deildar karla í vetur. Handbolti 1. september 2022 10:00
Íslendingalið Kolstad byrjar á sigri Landsliðsmennirnir Sigvaldi Björn Guðjónsson og Janus Daði Smárason byrja tímabilið í Noregi á sigri en þeir gengu í raðir ofurliðs Kolstad í sumar. Liðið lagði Nærbø naumlega í kvöld með tveggja marka mun, lokatölur 29-27. Handbolti 31. ágúst 2022 20:00
Stórleikur Ómars Inga dugði ekki til Magdeburg tapaði í kvöld fyrir Kiel í leiknum um þýska ofurbikarinn í handbolta. Ómar Ingi Magnússon fór á kostum en það dugði ekki til að þessu sinni, lokatölur 36-33 Kiel í vil. Handbolti 31. ágúst 2022 19:30
Olís-spá karla 2022-23: Komnir með silfurdreng í brúna en fastir í sínu sæti Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Gróttu 10. sæti Olís-deildar karla í vetur. Handbolti 31. ágúst 2022 10:01
Olís-spá karla 2022-23: Efsta deildin nemur land á Ísafirði Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Herði 11. sæti Olís-deildar karla í vetur. Handbolti 30. ágúst 2022 10:01
Hákon Daði vonast til að vera klár í síðasta lagi eftir tvær vikur Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson stefnir á að vera kominn á fullt eftir aðeins tvær vikur. Hann leikur með Gummersbach í Þýskalandi en liðið er nýliði í efstu deild þar í landi. Handbolti 29. ágúst 2022 17:15
„Þetta var mjög slæmur tími“ Aron Rafn Eðvarðsson, einn besti handboltamarkvörður landsins um langt árabil, fékk bolta í höfuðið í byrjun mars og hefur síðan þá lítið getað æft handbolta eða stundað vinnu. Fyrstu vikurnar eftir höggið voru sérstaklega slæmar. Handbolti 29. ágúst 2022 12:00
Olís-spá karla 2022-23: Ekki erfitt að gera betur en síðast en vonin er veik Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍR 12. sæti Olís-deildar karla í vetur. Handbolti 29. ágúst 2022 10:00
Janus og Sigvaldi fóru á kostum í Evrópusigri Kolstad Landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttu báðir frábæran leik er norska verðandi ofurliðið Kolstad vann tveggja marka sigur gegn Drammen í fyrstu umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í handbolta í gær, 28-26. Handbolti 28. ágúst 2022 11:30
Eyjamenn leika báða Evrópuleikina á heimavelli Báðar viðureignir ÍBV gegn ísraelska liðinu HC Holon í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni karla í handbolta munu fara fram í Vestmannaeyjum í næsta mánuði. Handbolti 25. ágúst 2022 22:31
Hélt sér í formi fyrir brúðkaupið og tekur slaginn fyrir áeggjan konunnar „Ég á yndislega konu og þegar Haukarnir hringdu þá rak hún mann bara út í þetta, að taka slaginn,“ segir nýgiftur Heimir Óli Heimisson sem ætlar að koma Haukum til bjargar og spila á línunni hjá þeim í handboltanum í vetur. Handbolti 25. ágúst 2022 12:01
Systurnar báðar heim í föðurfaðminn á Hlíðarenda Ásdís Þóra Ágústsdóttir er snúin aftur í raðir Vals í Olís-deild kvenna í handbolta. Hún kemur heim frá Lugi í Lundi í Svíþjóð eftir um eins og hálfs árs dvöl. Handbolti 24. ágúst 2022 14:45
Fimm bestu félagsskiptin: Eftirsóttasti bitinn en fór í heimahaga pabba Stjarnan hefur staðið sig best í að ná í leikmenn í sumar fyrir komandi átök í Olís-deild karla í handbolta, miðað við topp fimm lista Handkastsins yfir bestu félagaskiptin. Handbolti 24. ágúst 2022 10:31
Hætta á að norskir unglingar dópi og Noregur fari í bann frá stórmótum Noregur uppfyllir ekki alþjóðlegar kröfur um lyfjaeftirlit. Ef ekki verður bætt úr því gæti norsku þjóðinni verið refsað með banni frá Ólympíuleikum og öðrum stórmótum, eða banni frá því að halda stórmót. Sport 24. ágúst 2022 09:00
Fimm leikmenn sem eiga eftir að blómstra í Olís-deildinni í vetur Stefán Árni Pálsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar, var gestur í síðasta þætti af hlaðvarpinu Handkastið. Hann fór um víðan völl og valdi meðal annars fimm leikmenn í Olís-deild karla sem hann telur að eigi eftir að blómstra í vetur. Handbolti 23. ágúst 2022 23:30
Aron markahæstur er Álaborg tryggði sér danska Ofurbikarinn Aron Pálmarsson var markahæsti maður Álaborgar er liðið tryggði sér danska Ofurbikarinn með fimm marka sigri gegn GOG í kvöld, 36-31. Handbolti 23. ágúst 2022 20:15
Átta leikmenn sem ættu að skipta um félag: „Þá vantar svona fauta“ Handboltasérfræðingurinn Arnar Daði Arnarsson tók saman lista yfir átta leikmenn sem hann taldi að ættu helst að skipta um félag, nú þegar styttist í að Olís-deild karla í handbolta hefjist. Handbolti 23. ágúst 2022 13:37
Mikkel Hansen um veikindin sín: Sjokk fyrir mig Danski handboltamaðurinn Mikkel Hansen var kynntur í gær sem nýr leikmaður danska félagsins Aalborg Handball en hann kemur til liðsins frá franska liðinu Paris Saint Germain. Handbolti 23. ágúst 2022 11:30
Birtu myndasyrpu af töfrabragði Eyjamannsins Íslenski landsliðslínumaðurinn Elliði Snær Viðarsson skoraði magnað mark fyrir þýska handboltaliðið Gummersbach í leik um helgina. Handbolti 22. ágúst 2022 14:00
Óðinn byrjar ristarbrotinn hjá nýju liði Óðinn Þór Ríkharðsson, besti og markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar í handbolta á síðustu leiktíð, mun ekki geta spilað með svissnesku meisturunum í Kadetten Schaffhausen í upphafi leiktíðar. Handbolti 22. ágúst 2022 07:31
Bjarni og félagar sneru taflinu við í bikarnum Skövde, lið Bjarna Ófeigs Valdimarssonar, er komið áfram í sænska bikarnum eftir endurkomusigur á Amo í dag. Handbolti 21. ágúst 2022 16:49
„Að gefast aldrei upp, það er bara málið“ Alexander Petersson tilkynnti í vor að hann væri hættur handboltaiðkun eftir 24 ára feril. Hann kveðst stoltur af afrekum sínum á þeim tíma en þegar litið er til félagsferils hans stendur tíminn hjá Rhein-Neckar Löwen upp úr. Handbolti 21. ágúst 2022 12:01
Eyjamenn sigruðu Ragnarsmótið og heimamenn tóku þriðja sætið ÍBV bar sigur úr býtum á Ragnarsmótinu í handbolta sem fór fram á Selfossi í vikunni, en leikið var til úrslita í dag. Eyjamenn mættu Aftureldingu í úrslitum og unnu öruggan 13 marka sigur, 35-22. Handbolti 20. ágúst 2022 17:48