Handbolti

IFH fylgir fordæmi EHF og setur Nachevski út í kuldann

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
European Women's Handball Championship - Day 5 LJUBLJANA, SLOVENIA - NOVEMBER 08: EHF Delegate Dragan Nachevski during EHF European Women's Handball Championship match between Croatia and Switzerland at Arena Stozice on November 8, 2022 in Ljubljana, Slovenia. (Photo by Slavko Midzor/Pixsell/MB Media/Getty Images)
European Women's Handball Championship - Day 5 LJUBLJANA, SLOVENIA - NOVEMBER 08: EHF Delegate Dragan Nachevski during EHF European Women's Handball Championship match between Croatia and Switzerland at Arena Stozice on November 8, 2022 in Ljubljana, Slovenia. (Photo by Slavko Midzor/Pixsell/MB Media/Getty Images)

Al­þjóða­hand­knatt­leiks­sam­bandið, IHF, hefur á­kveðið að fylgja for­dæmi evrópska hand­knatt­leiks­sam­bandsins, EHF, og úti­loka Norður-Makedóníu­manninn Dragan Nachevski frá störfum við stór­mót á meðan rann­sókn á störfum hans sem formanns dómara­nefndar EHF stendur yfir.

Nachevski hefur verið sakaður um að vera viðriðinn í hagræðingu úrslita í myndinni Grunsamlegur leikur sem sýnd var á TV2 í Danmörku.

Hann var um árabil formaður dómaranefndar EHF, en evrópska sambandið setti Nachevski til hliðar í maí á þessu ári vegna uppljóstrana TV2.

IHF hefur nú ákveðið að fylgja fordæmi evrópska sambandsins. Þetta staðfestir sambandið við TV2 og kemur fram að Nachevski verði ekki kallaður til starfa á vegum IHF, hvorki á mótum sambandsins, né fundum.


Tengdar fréttir

„Þessi leikur var ekki skandall að mínu mati“

Aðalsteinn Eyjólfsson, fyrrum þjálfari Kadetten Schaffhausen, er ekki sannfærður um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað í leik GOG og Kadetten árið 2020. Í heimildamynd TV2 var því haldið fram að úrslitum leiksins hefði verið hagrætt.

Meintar mútur komi ekki á ó­vart: „Fá alltaf greitt með peningum í um­slagi“

Heimildaþættir dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 hafa undið ofan af meintri spillingu innan handboltaheimsins. Íslenskur þjálfari í dönsku deildinni segir spillingarsögur hafa loðað við ákveðna aðila um hríð og að Handknattleikssamband Evrópu, EHF, bjóði hættunni heim með því að greiða dómurum laun í reiðufé.

Notuðu tálbeitu til að góma formann dómaranefndar EHF

TV 2 notaði tálbeitu til að ræða við Dragan Nachevski sem var settur af sem formaður dómaranefndar EHF í maí vegna gruns um hagræðingu úrslita í handbolta. Samtal Nachevskis og tálbeitunnar var sýnt í fyrri hluta heimildamyndarinnar Grunsamlegur leikur sem var frumsýnd í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×