Reiknar með að Icelandair bæti fólki tjónið Formaður Flugfreyjufélags Íslands reiknar með að Icelandair bæti um sjötíu flugfreyjum það tjón sem þær urðu fyrir vegna brota félagsins við uppsagnir og endurráðningar þeirra á síðasta ári. Félagið vilji viðræður við félagið um framhaldið. Innlent 26. janúar 2022 11:46
Reynslumiklu flugfreyjurnar lögðu Icelandair Icelandair bar að fara eftir starfsaldri þegar félagið afturkallaði uppsagnir flugfreyja og flugþjóna rúmum þremur mánuðum eftir að fólkinu hafði verið sagt upp í apríl 2020. Viðskipti innlent 25. janúar 2022 16:23
Veðurofsinn gengur yfir í kvöld og nótt Millilandaflug fór úr skorðum í morgun vegna vonskuveðurs. Sjö flugferðum var aflýst og sex flugferðum seinkað fram á kvöld. Einnig hefur orðið röskun á innanlandsflugi en spáð er vondu veðri víðast hvar í dag. Innlent 25. janúar 2022 13:11
Ferðalöngum snúið við vegna vonskuveðurs Öllu flugi Icelandair, sem fara átti frá Keflavíkurflugvelli fyrir hádegi í dag, hefur verið aflýst vegna vonskuveðurs. Flugi Play til Tenerife og Alicante hefur sömuleiðis verið frestað um sólarhring. Innlent 25. janúar 2022 07:36
Mikilvægt að tryggja eðlilega samkeppni á flugvellinum, segir innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, fagnar áliti Samkeppniseftirlitsins um Isavia og mun taka tilmæli eftirlitsstofnunarinnar, sem miða að því að hafa hemil á háttsemi ríkisfyrirtækisins, til ítarlegrar skoðunar. Þetta kemur fram í skriflegu svari Sigurðs Inga við fyrirspurn Innherja. Innherji 24. janúar 2022 16:30
Laumufarþegi lifði af langt ferðalag í lendingarbúnaði Lögreglan í Hollandi fann í gær laumufarþega um borð í flutningaþotu frá Cargolux sem hafði flogið frá Suður-Afríku til Schiphol flugvallar í Amsterdam með millilendingu í Nairóbí í Kenýa. Erlent 24. janúar 2022 07:00
Þotu snúið við vegna farþega sem neitaði að bera grímu Flugvél American Airlines á leið frá Miami til Lundúna á miðvikudaginn var snúið við eftir tæplega klukkustundar flug vegna farþega sem harðneitaði að bera grímu líkt og allir aðrir. Erlent 21. janúar 2022 19:09
Góð útkoma Boeing Max frestar kaupum á langdrægari þotum Icelandair hyggst bíða með ákvörðun um kaup á stærri þotum þar sem Boeing Max-þoturnar hafa reynst henta leiðakerfi félagsins betur en búist var við. Breiðþotur af gerðinni Boeing Dreamliner og Airbus-þotur eru meðal þeirra sem Icelandair skoðar til að sinna fjarlægari áfangastöðum. Viðskipti innlent 20. janúar 2022 22:45
Tókst ætlunarverkið: Yngsta kona sögunnar til að fljúga umhverfis hnöttinn Hin nítján ára gamla Zara Rutherford lenti í Belgíu, heimalandi sínu, í dag og er þar með yngsta kona sögunnar til þess að fljúga einsömul hringinn í kringum jörðina. Erlent 20. janúar 2022 17:29
Rútuferðir Airport Direct ekki almenningssamgöngur og ættu að rukka vask Rútuferðir Airport Direct milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur teljast ekki til almenningssamganga að mati Skattsins. Rútufyrirtækið hefur undanfarin ár ekki innheimt virðisaukaskatt af farmiðasölunni ólíkt keppinautunum. Viðskipti innlent 20. janúar 2022 14:57
Icelandair bætir við sig Boeing 737 MAX 8 farþegaþotum Icelandair hefur komist að samkomulagi við Dubai Aerospace Enterprise (DAE) um langtímaleigu á tveimur nýjum Boeing 737 MAX 8 flugvélum. Gert er ráð fyrir að Boeing afhendi flugvélarnar vorið 2022. Viðskipti innlent 18. janúar 2022 19:12
Flugfélög vara við óreiðu vegna 5G Forsvarsmenn bandarískra flugfélaga segja að ætlanir samskiptafyrirtækjanna Verizon og AT&T um að kveikja á 5G kerfi þeirra í vikunni muni valda gífurlegri óreiðu. Hætta þurfi við þúsundir flugferða og hagkerfi Bandaríkjanna muni bíða mikla hnekki. Erlent 18. janúar 2022 15:28
Bandarísk flugfélög ósátt við Kúbuflug Icelandair Þrjú bandarísk flugfélög sem stunda áætlunarflug á milli Bandaríkjanna og Kúbu mótmæltu því að að Icelandair yrði heimilað að fljúga á milli Orlando í Bandaríkjunum og Havana í Kúbu. Bandarísk yfirvöld sögðu engin rök hníga að því að taka mótmæli flugfélagana til greina. Viðskipti innlent 18. janúar 2022 14:53
Fæddi „kraftaverkabarn“ í háloftunum Kona fæddi barn í flugi flugfélagsins Qatar á leið frá höfuðborginni Doha til Úganda í vikunni. Blessunarlega var læknir um borð sem tók á móti barninu. Móður og barni heilsast vel. Erlent 15. janúar 2022 10:35
Áfellisdómur yfir framkomu Isavia við ferðaþjónustuna Nýleg skýrsla Samkeppniseftirlitsins um starfshætti Isavia á Keflavíkurflugvelli er vægast sagt þungur áfellisdómur. Isavia brýtur aftur og aftur gegn samkeppnislögum og hagar sér eins og handrukkari gagnvart þeim fjölmörgum fyrirtækjum sem eru með starfsemi á Keflavíkurflugvelli og í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Skoðun 13. janúar 2022 08:01
„Aðstæður hverju sinni eru grandskoðaðar til þess að finna lausn“ Isavia hefur fjölgað veðurmælum sem mæla vindhraða á Keflavíkurflugvelli. Þetta er gert til þess að skapa þann möguleika að í einhverjum tilfellum sé hægt sé að hleypa fólki frá borði í vonskuveðri með því að færa flugvélar um stæði. Innlent 12. janúar 2022 12:21
Bæta fjórum áfangastöðum við leiðakerfið Icelandair hefur birt upplýsingar um sumaráætlun sína og hafa fjórir áfangastaðir bæst við leiðakerfið – Róm á Ítalíu, Nice í Frakklandi, Alicante á Spáni og Montreal í Kanada. Viðskipti innlent 12. janúar 2022 09:23
Vindurinn veldur vandræðum á Keflavíkurflugvelli Ferðalangar, sem lentu á Keflavíkurflugvelli á leiðinni frá Tenerife með flugvél Play í kvöld, munu þurfa að bíða eitthvað eftir að komast heim en svo mikið rok er á flugvellinum að ekki er hægt að hleypa farþegum inn á Leifsstöð. Innlent 11. janúar 2022 23:45
Hvað finnst Sigurði, Bjarna og Lilju um Isavia? Það hefur því miður verið alltof algengt að ráðherrar hummi fram af sér tilmæli Samkeppniseftirlitsins árum saman. Dæmin um það eru mýmörg. Umræðan 11. janúar 2022 16:30
Hæstiréttur tekur mál Arion banka gegn þrotabúi WOW air ekki fyrir Hæstiréttur féllst ekki á málskotsbeiðni Arion banka sem vildi fá að áfrýja deilu við þrotabú flugfélagsins um fjármuni sem lagðir voru inn á reikning Wow air eftir að flugfélagið varð gjaldþrota. Viðskipti innlent 10. janúar 2022 14:24
Eftirlitið segir stjórnvöldum að hafa hemil á Isavia Samkeppniseftirlitið segir háttsemi Isavia á síðustu árum vekja áleitnar spurningar um það hvernig ríkisfyrirtækið nálgast samkeppni og samkeppnismál. Eftirlitið hefur beint tilmælum til ráðherra málaflokksins sem miða að því að skapa heilbrigða umgjörð um starfsemi á Keflavíkurflugvelli, draga úr óhagkvæmni í rekstri hans og efla ferðaþjónustu. Innherji 10. janúar 2022 14:02
Drógu flugmann úr brakinu andartökum áður en lest keyrði yfir það Lögreglumönnum í Los Angeles í Bandaríkjunum tókst að bjarga flugmanni úr braki lítillar Cessnu-flugvélar sem hrapað hafði á lestarteina, örfáum sekúndum áður en að afvífandi lest keyrði yfir brakið á miklum hraða. Erlent 10. janúar 2022 13:01
Farþegar sátu fastir í vélinni í einn og hálfan tíma Farþegar frá Kaupmannahöfn sátu fastir í flugvél Play þar sem ekki var hægt að nota landganga. Farþegar fá ekki töskur sínar fyrr en á morgun. Icelandair aflýsti tveimur flugferðum í kvöld vegna veðurs. Innlent 10. janúar 2022 00:53
Isavia og Íslandsbanki voru oftast í fréttum á árinu 2021 Ríkisfyrirtækið Isavia kom oftast fyrir í fréttum á árinu 2021 samkvæmt úttekt Creditinfo á fjölmiðlaumfjöllun um fyrirtæki. Innherji 9. janúar 2022 16:08
Ekki þurft að fljúga tómum vélum vegna reglna ESB Nýverið greindi Lufthansa Group frá því að samstæðan sæi fram á fljúga minnst átján þúsund flugferðir í vetur sem það myndi undir eðlilegum kringumstæðum vilja fella niður vegna fárra farþega. Viðskipti innlent 8. janúar 2022 23:53
Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Icelandair Sylvía Kristín Ólafsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri þjónustu og markaðsmála hjá Icelandair Group. Einnig hefur Rakel Óttarsdóttir verið ráðin í starf framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar og upplýsingatækni hjá félaginu. Viðskipti innlent 7. janúar 2022 14:14
Íslendingar að koma heim eftir hátíðirnar skýri metfjölda smitaðra Þriðja daginn í röð greindust yfir þúsund manns með kórónuveirunna innanlands í gær en metfjöldi greindist á landamærunum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að um hálfgert einsdæmi hafi verið að ræða þar sem Íslendingar eru í miklum mæli að koma aftur heim eftir frí erlendis. Innlent 6. janúar 2022 13:01
Birna Ósk um Boga Nils: „Hann tók þetta allt á kassann og hélt áfram“ Við upphaf kórónuveirufaraldursins gat enginn séð fyrir hversu mikil áhrif hann myndi hafa og hversu lengi faraldurinn myndi vara. Innherji 5. janúar 2022 11:01
Smit greindist hjá áhöfn Icelandair eftir flug frá Washington D.C. milli jóla og nýárs Smit kom upp hjá áhöfn Icelandair sem flaug hingað til lands frá Washington D.C. 27. desember síðastliðinn. Heimildir Vísis herma að öll áhöfnin hafi reynst smituð af Covid-19 utan flugstjórans en þetta hefur ekki fengist staðfest hjá Icelandair. Innlent 5. janúar 2022 06:28
Fella niður flug á fimmtudag Vegna þess vonskuveðurs sem spáð er í Keflavík næstkomandi fimmtudag mun Icelandair seinka eða aflýsa tilteknum flugferðum þann daginn. Farþegar munu fá nákvæmar leiðbeiningar um breytingarnar og næstu skref. Innlent 4. janúar 2022 20:52