Mikill ágangur borgaryfirvalda á græn svæði sé einsdæmi á heimsvísu Helena Rós Sturludóttir skrifar 30. maí 2023 21:00 Umhverfisráðherra telur ágang borgaryfirvalda á grænum svæðum höfuðborgarsvæðisins vera einsdæmi á heimsvísu. Fyrirhugaðar framkvæmdir í Skerjafirði séu mikið áhyggjuefni og yfirgnæfandi rök séu fyrir því að hætta við áformin. Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt. Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Prýðifélagið Skjöldur, íbúasamtök Skerjafjarðar, afhentu umhverfisráðherra í dag ályktun samtakanna þar sem fyrirhuguðum framkvæmdum í Skerjafirði er mótmælt. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. Samráðsleysið algjört Formaður félagsins segir mótmæli íbúa tvíþætt. „Við erum að berjast fyrir því að það verði hætt við þessi áform að byggja á þessu svæði. vegna þess að þetta er mengaðasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu og svo er það náttúran sem er til staðar sem á að fara eyðileggja,“ segir Eggert Hjartarson formaður félagsins. Íbúar Skerjafjarðar fjölmenntu á íbúafund í Öskju í síðustu viku þar sem fyrirhuguð íbúa byggð var rædd. Þeir segjast ósáttir við samráðsleysi og litla upplýsingagjöf borgarinnar. „Það virðist bara vera búið að ákveða þetta og við höfum ekki fengið að hafa neitt um það að segja,“ segir Eggert. Stöðva þurfi áformin Umhverfisráðherra tekur undir áhyggjur íbúa og hyggst skoða málið þrátt fyrir að það liggi hjá borginni. Ósnortin strandlengja sé fáséð á höfuðborgarsvæðinu og lítið um græn svæði. „Það hefur verið af hálfu borgaryfirvalda mikill ágangur á grænu svæðin sem ég held að sé einsdæmi á heimsvísu. Þær borgir sem við berum okkur saman við þær leggja sig í líma við að viðhalda grænum svæðum og auðvitað er það markmið allra þjóða sem við berum okkur saman við að viðhalda líffræðilegri fjölbreytni,“ segir Guðlaugur Þór Gunnlaugsson umhverfisráðherra. Hann segir yfirgnæfandi rök fyrir því að fara ekki í framkvæmdirnar. „Og ég bendi á það að skaðinn er þannig að ef að menn fara í þessar aðgerðir þá verður ekki aftur snúið og þetta er óafturkræft,“ segir hann jafnframt.
Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Borgarstjórn Tengdar fréttir Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36 Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Rödd íbúa sé algjörlega hunsuð Íbúasamtök Skerjafjarðar boðuðu til fundar í kvöld vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Skerjafirði. Gert er ráð fyrir fjórtán hundruð íbúðum sem rúma um 3500 manns í nýju deiliskipulagi og gæti íbúafjöldi hverfisins því sexfaldast. 24. maí 2023 21:36
Nýi Skerjafjörður og flugvöllurinn Þann 14. september sl. ritaði formaður Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar grein um það sem hann kallaði „Nýja Skerjó“ og talaði þar um uppbyggingu 685 íbúða. 19. nóvember 2022 14:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent