909 milljarðar í samgöngur og einbreiðum brúm á þjóðvegi 1 útrýmt Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2023 13:20 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra leggur til að framlög til flugvalla muni aukast til muna með upptöku nýs varaflugvallagjalds. Vísir/Arnar Tillaga Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra að samgönguáætlun til næsti fimmtán ára gerir ráð fyrir að 909 milljarðar króna verði varið í samgöngur á tímabilinu. Auknu fjármagni verði varið í innanlandsflugvelli og einbreiðum brúm á hringveginum útrýmt. Þá var kynnt forgangsröðun jarðganga og stefnt að því að allt að fjórtán jarðgöng verði gerð á næstu þrjátíu árum. Fjarðarheiðargöng er þar efst á lista. Þá segir að fjármagn til undirbúnings Sundabrautar sé tryggt, en gert sé ráð fyrir að framkvæmdir við brautina hefjist árið 2026 og að hún opni fyrir umferð 2031. Tillagan var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt er að senda inn umsögn til loka júlímánaðar, en mælt verður fyrir samgönguáætlun á Alþingi næsta haust. Fram kemur á vef innviðaráðuneytisins segir að í tillögunni sé áhersla lögð á að auka öryggi í samgöngum, stytta vegalengdir, tengja byggðir og umhverfis- og loftslagsmál. „Margar mikilvægar vegaframkvæmdir eru fyrirhugaðar með áherslu á aðskilnað akstursstefna, fækkun einbreiðra brúa og lagningu bundins slitlags á tengivegi. Þá verða framlög stóraukin til viðhalds vega. Framlög í uppbyggingu á innanlandsflugvöllum aukast til muna með varaflugvallargjaldi og stefnt er að því að byggja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Samhliða er lögð fram sérstök jarðgangaáætlun til 30 ára með forgangsröðun á fjórtán jarðgangakostum,“ segir á vef ráðuneytisins. Aukið svigrúm með tilkomu varaflugvallagjalds gerir mögulegt að ráðast í mikilvægar framkvæmdir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík, segir í tillögunni.Vísir/Tryggvi Tvöföldun Reykjanesbrautar kláruð, Suðurlandsvegur og Kjalarnes Fram kemur að á fimmtán ára tímabili áætlunarinnar verði 909 milljörðum verið í samgöngur og þar af um 263 milljarðar króna fyrsta fimm ára tímabili áætlunarinnar. Til viðbótar bætist verkefni sem verði fjármögnuð með samvinnuverkefnum, svo sem ný Sundabraut og brú yfir Ölfusá. „Meðal helstu vegaframkvæmda í tillögu að samgönguáætlun 2024-2038 eru lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, framkvæmdir við Suðurlandsveg og Kjalarnesveg þar sem akstursstefnur verða aðskildar. Alls verða um 80 km af stofnvegum breikkaðir og akstursstefnur aðskildar. Þá nefna stórfellda uppbyggingu á Skógarstrandavegi, Vestfjarðavegi, Vatnsnesvegi, Norðausturvegi um Brekknaheiði og Skjálfandafljót, Bárðardalsvegi og á Hringvegi um Suðurfirði og Lagarfljót, um Lón og við Skaftafell. Síðast en ekki síst er stefnt að fækkun einbreiðra brúa um land allt. Miðað við tillöguna verður engin brú einbreið á Hringveginum í lok 15 ára tímabils áætlunarinnar. Alls mun einbreiðum brúm á landinu fækka um 79 á þessu tímabili,“ segir í tillögunni. Forgangsröðun jarðganga Í tillögunni er jafnframt sett fram jarðgangaáætlun til þrjátíu ára. Lögð er til forgangsröðun næstu tíu jarðganga á Íslandi ásamt fjórum öðrum jarðgangakostum til nánari skoðunar. „Jarðgöngin eiga öll það sameiginleg að vera lykilþáttur í að treysta búsetuskilyrði um land allt og veita umferð fram hjá hættulegum og óáreiðanlegum fjallvegum. Um er að ræða flest jarðgöng sem komið hafa til umfjöllunar á síðustu árum. Stefnt er að því að allir jarðgangakostir komi til framkvæmda á næstu 30 árum. Í áætluninni eru sett fram áform um árlega fjárfestingu, utan fjárhagsramma, á bilinu 12-15 milljarða kr. í jarðgangagerð til ársins 2038. Fjármögnun þeirrar fjárfestingar er hluti af heildstæðri endurskoðun tekjuöflunar af farartækjum og umferð,“ segir þar. Tíu jarðgöng - forgangsröðun Fjarðarheiðargöng Siglufjarðarskarðsgöng Hvalfjarðargöng 2 Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur Breiðadalsleggur, breikkun Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng Miklidalur og Hálfdán Klettsháls Öxnadalsheiði Fjórir jarðgangakostir til nánari skoðunar Reynisfjall Lónsheiði Hellisheiði eystri Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng 2,5 milljarðar í lagningu bundins slitlags Í áætluninni segir að haldið verði áfram með átak í lagningu bundins slitlags á tengivegi út gildistíma áætlunarinnar með 2,5 milljarða króna framlög á ári. Gamla Ölfusárbrúin.Vísir/Vilhelm „Áætlað er að með því móti muni takast að leggja bundið slitlag á um 619 km af vegum sem í dag eru malarvegir fyrir árið 2038. Loks verður hugað að uppbyggingu á göngu-, hjólreiða- og reiðstígum. Framlög til þessara innviða hafa aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut. Aukin framlög til viðhalds vega Vegakerfið er einhver stærsta eign íslenska ríkisins og virði þess og gæði er varið með nauðsynlegu viðhaldi. Í tillögunni er lagt til að framlög til viðhalds vega muni aukast talsvert. Samtals verður 68 ma. kr. varið til viðhalds á tímabilinu 2024-2028. Framlög til flugvalla aukast til muna Samkvæmt tillögu að nýrri samgönguáætlun munu framlög til flugvalla aukast til muna með upptöku nýs varaflugvallagjalds. Með því móti verður mögulegt að ráðast í mikilvægar framkvæmdir á varaflugvöllunum á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík,. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast til muna. Framlög til hafna hærri en í síðustu áætlun Framlög til hafna um land allt eru nokkuð hærri en í síðustu áætlun. Samtals verður 7,7 millörðum kr. varið til málaflokksins á fyrsta tímabili samgönguáætlunar 2024-2028. Meðal helstu hafnaframkvæmda verða í Njarðvík, á Sauðárkróki og í Þorlákshöfn. Framkvæmdum á Ísafirði lýkur á fyrsta ári áætlunar eða árið 2024,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Fjármagn til Sundabrautar tryggt Varðandi höfuðborgarsvæðið segir að unnið sé að uppfærslu á forsendum samgöngusáttmála og að gera viðauka við hann. „Í tillögunni er því gerður fyrirvari á framkvæmdatöflu sáttmálans. Viðbúið er að niðurstöður viðræðuhóps ríkis og sveitarfélaga um málið muni hafa áhrif á hana. Í tillögunni er fjármagn til undirbúnings Sundabrautar tryggt, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við brautina hefjist árið 2026 og að hún opni fyrir umferð 2031. Brautin verði framkvæmd og fjármögnuð sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Byggðamál Jarðgöng á Íslandi Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þá var kynnt forgangsröðun jarðganga og stefnt að því að allt að fjórtán jarðgöng verði gerð á næstu þrjátíu árum. Fjarðarheiðargöng er þar efst á lista. Þá segir að fjármagn til undirbúnings Sundabrautar sé tryggt, en gert sé ráð fyrir að framkvæmdir við brautina hefjist árið 2026 og að hún opni fyrir umferð 2031. Tillagan var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda þar sem hægt er að senda inn umsögn til loka júlímánaðar, en mælt verður fyrir samgönguáætlun á Alþingi næsta haust. Fram kemur á vef innviðaráðuneytisins segir að í tillögunni sé áhersla lögð á að auka öryggi í samgöngum, stytta vegalengdir, tengja byggðir og umhverfis- og loftslagsmál. „Margar mikilvægar vegaframkvæmdir eru fyrirhugaðar með áherslu á aðskilnað akstursstefna, fækkun einbreiðra brúa og lagningu bundins slitlags á tengivegi. Þá verða framlög stóraukin til viðhalds vega. Framlög í uppbyggingu á innanlandsflugvöllum aukast til muna með varaflugvallargjaldi og stefnt er að því að byggja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli. Samhliða er lögð fram sérstök jarðgangaáætlun til 30 ára með forgangsröðun á fjórtán jarðgangakostum,“ segir á vef ráðuneytisins. Aukið svigrúm með tilkomu varaflugvallagjalds gerir mögulegt að ráðast í mikilvægar framkvæmdir á Egilsstöðum, Akureyri og Reykjavík, segir í tillögunni.Vísir/Tryggvi Tvöföldun Reykjanesbrautar kláruð, Suðurlandsvegur og Kjalarnes Fram kemur að á fimmtán ára tímabili áætlunarinnar verði 909 milljörðum verið í samgöngur og þar af um 263 milljarðar króna fyrsta fimm ára tímabili áætlunarinnar. Til viðbótar bætist verkefni sem verði fjármögnuð með samvinnuverkefnum, svo sem ný Sundabraut og brú yfir Ölfusá. „Meðal helstu vegaframkvæmda í tillögu að samgönguáætlun 2024-2038 eru lokaáfangar við tvöföldun Reykjanesbrautar, framkvæmdir við Suðurlandsveg og Kjalarnesveg þar sem akstursstefnur verða aðskildar. Alls verða um 80 km af stofnvegum breikkaðir og akstursstefnur aðskildar. Þá nefna stórfellda uppbyggingu á Skógarstrandavegi, Vestfjarðavegi, Vatnsnesvegi, Norðausturvegi um Brekknaheiði og Skjálfandafljót, Bárðardalsvegi og á Hringvegi um Suðurfirði og Lagarfljót, um Lón og við Skaftafell. Síðast en ekki síst er stefnt að fækkun einbreiðra brúa um land allt. Miðað við tillöguna verður engin brú einbreið á Hringveginum í lok 15 ára tímabils áætlunarinnar. Alls mun einbreiðum brúm á landinu fækka um 79 á þessu tímabili,“ segir í tillögunni. Forgangsröðun jarðganga Í tillögunni er jafnframt sett fram jarðgangaáætlun til þrjátíu ára. Lögð er til forgangsröðun næstu tíu jarðganga á Íslandi ásamt fjórum öðrum jarðgangakostum til nánari skoðunar. „Jarðgöngin eiga öll það sameiginleg að vera lykilþáttur í að treysta búsetuskilyrði um land allt og veita umferð fram hjá hættulegum og óáreiðanlegum fjallvegum. Um er að ræða flest jarðgöng sem komið hafa til umfjöllunar á síðustu árum. Stefnt er að því að allir jarðgangakostir komi til framkvæmda á næstu 30 árum. Í áætluninni eru sett fram áform um árlega fjárfestingu, utan fjárhagsramma, á bilinu 12-15 milljarða kr. í jarðgangagerð til ársins 2038. Fjármögnun þeirrar fjárfestingar er hluti af heildstæðri endurskoðun tekjuöflunar af farartækjum og umferð,“ segir þar. Tíu jarðgöng - forgangsröðun Fjarðarheiðargöng Siglufjarðarskarðsgöng Hvalfjarðargöng 2 Göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Göng milli Ísafjarðar og Súðavíkur Breiðadalsleggur, breikkun Seyðisfjarðar- og Mjóafjarðargöng Miklidalur og Hálfdán Klettsháls Öxnadalsheiði Fjórir jarðgangakostir til nánari skoðunar Reynisfjall Lónsheiði Hellisheiði eystri Berufjarðargöng og Breiðdalsheiðargöng 2,5 milljarðar í lagningu bundins slitlags Í áætluninni segir að haldið verði áfram með átak í lagningu bundins slitlags á tengivegi út gildistíma áætlunarinnar með 2,5 milljarða króna framlög á ári. Gamla Ölfusárbrúin.Vísir/Vilhelm „Áætlað er að með því móti muni takast að leggja bundið slitlag á um 619 km af vegum sem í dag eru malarvegir fyrir árið 2038. Loks verður hugað að uppbyggingu á göngu-, hjólreiða- og reiðstígum. Framlög til þessara innviða hafa aukist á undanförnum árum og áfram verður haldið á sömu braut. Aukin framlög til viðhalds vega Vegakerfið er einhver stærsta eign íslenska ríkisins og virði þess og gæði er varið með nauðsynlegu viðhaldi. Í tillögunni er lagt til að framlög til viðhalds vega muni aukast talsvert. Samtals verður 68 ma. kr. varið til viðhalds á tímabilinu 2024-2028. Framlög til flugvalla aukast til muna Samkvæmt tillögu að nýrri samgönguáætlun munu framlög til flugvalla aukast til muna með upptöku nýs varaflugvallagjalds. Með því móti verður mögulegt að ráðast í mikilvægar framkvæmdir á varaflugvöllunum á Akureyri, Egilsstöðum og í Reykjavík,. Á Egilsstöðum er stærsta framkvæmdin uppbygging á flughlaði og akbraut. Á Akureyri verður framkvæmdum lokið við stækkun flugstöðvar og í Reykjavík verður ráðist í endurbyggingu flugstöðvar. Framlög til viðhalds flugvalla um land allt aukast til muna. Framlög til hafna hærri en í síðustu áætlun Framlög til hafna um land allt eru nokkuð hærri en í síðustu áætlun. Samtals verður 7,7 millörðum kr. varið til málaflokksins á fyrsta tímabili samgönguáætlunar 2024-2028. Meðal helstu hafnaframkvæmda verða í Njarðvík, á Sauðárkróki og í Þorlákshöfn. Framkvæmdum á Ísafirði lýkur á fyrsta ári áætlunar eða árið 2024,“ segir í tilkynningu á vef ráðuneytisins. Fjármagn til Sundabrautar tryggt Varðandi höfuðborgarsvæðið segir að unnið sé að uppfærslu á forsendum samgöngusáttmála og að gera viðauka við hann. „Í tillögunni er því gerður fyrirvari á framkvæmdatöflu sáttmálans. Viðbúið er að niðurstöður viðræðuhóps ríkis og sveitarfélaga um málið muni hafa áhrif á hana. Í tillögunni er fjármagn til undirbúnings Sundabrautar tryggt, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir við brautina hefjist árið 2026 og að hún opni fyrir umferð 2031. Brautin verði framkvæmd og fjármögnuð sem samvinnuverkefni ríkis og einkaaðila.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Byggðamál Jarðgöng á Íslandi Akureyrarflugvöllur Egilsstaðaflugvöllur Reykjavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Tengdar fréttir Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00 Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Svona lítur forgangslisti Vegagerðar og Sigurðar Inga fyrir jarðgöng út Fjarðarheiðargöng eru efst á forgangslista Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra í tillögum hans að samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038. Þetta kemur fram í drögum að samgönguáætlun í Samráðsgátt stjórnvalda. Áætlunin var kynnt á blaðamannafundi í dag. 13. júní 2023 13:00
Samgönguáætlun frestast og jarðgöng bíða nýs gjaldakerfis Innviðaráðherra hefur hætt við að leggja nýja samgönguáætlun fyrir Alþingi þetta vorið. Formaður umhverfis- og samgöngunefndar sér ekki að næstu jarðgöng verði boðin út fyrr en búið verður að innleiða nýtt gjaldakerfi af umferð. 7. júní 2023 21:33
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent