Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mourinho: „Dómarinn var al­gjör­lega ó­trú­legur“

José Mourinho stal sviðljósinu þegar lið hans, Fenerbahce, gerði 1-1 jafntefli við gamla liðið hans, Manchester United, í Evrópudeildinni í gær. Hann var rekinn af velli og var kaldhæðinn í svörum er hann var spurður út í dómarann Clement Turpin eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson

Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stór­kost­legt mark Selmu í tapi fyrir Banda­ríkjunum

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Ólympíumeisturum Bandaríkjanna, 3-1, í fyrri vináttuleik þjóðanna í nótt. Selma Sól Magnúsdóttir skoraði mark Íslands með frábæru skoti fyrir utan vítateig. Leikið var í Austin, Texas.

Fótbolti
Fréttamynd

„Próf­raun fyrir okkur að mæta þeim allra bestu“

Gló­dís Perla Viggós­dóttir, lands­liðs­fyrir­liði Ís­lands í fót­bolta, segir leikina gegn stærstu liðum í heimi vera þá leiki sem ís­lenska liðið getur lært hvað mest af. Ís­land heim­sækir ríkjandi Ólympíu­meistara Banda­ríkjanna í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“

Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Slot sló 132 ára félagsmet Liverpool

Allt gengur eins í sögu hjá Liverpool síðan að Arne Slot fékk það stóra verkefni að fylla í skarð goðsagnarinnar Jürgen Klopp. Það eru fáir að tala um Klopp í dag enda stígur liðið varla feilspor undir stjórn Hollendingsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Víkingar fá sex­tíu milljónir fyrir sigurinn

Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

KA-strákarnir fengu að halda gullinu

Þó að Stjarnan hafi í gær verið krýnd Íslandsmeistari í 4. flokki C-liða, eftir umdeildan leik við KA, þá fengu strákarnir í KA-liðinu að halda gullverðlaunum sínum eftir allt sem á undan er gengið.

Fótbolti
Fréttamynd

Fengu aldrei á sig mark en unnu samt ekki deildina

Sænska kvennaliðið Ängelholm hefur vakið umtalsverða athygli eftir það ótrúlega afrek sitt að spila heila leiktíð, átján leiki, án þess að fá á sig eitt einasta mark. Markvörður liðsins skoraði fleiri mörk en hún fékk á sig á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Fann­ey verður ekki með gegn Ólympíu­meisturunum

Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving, markvörður Stjörnunnar, hefur verið kölluð inn í íslenska landsliðið í knattspyrnu í stað Fanneyjar Ingu Birkisdóttir sem fékk höfuðhögg á æfingu sem veldur því að hún mun ekki geta tekið þátt í tveimur æfingaleikjum gegn ríkjandi Ólympíumeisturum Bandaríkjanna.

Fótbolti
Fréttamynd

„Skrýtin til­hugsun að maður komi frá svona litlum bæ“

Það hefur ekki verið eilífur dans á rósum en landsliðskonan Sædís Rún Heiðarsdóttir hefur verið að upplifa draum sinn á þessu ári, sem atvinnumaður í fótbolta, og hún afrekaði um helgina að verða Noregsmeistari með liði sínu Vålerenga í fyrstu tilraun. Nú er hún mætt til Bandaríkjanna til að spila við Ólympíumeistarana.

Fótbolti