Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Valur Páll Eiríksson skrifar 12. nóvember 2025 08:15 Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði tvívegis í fyrri leiknum við Asera. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar á morgun fyrri úrslitaleik sinn af tveimur í D-riðli í undankeppni HM 2026. Aserar eru í hefndarhug í Bakú. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Bakú Það viðrar ágætlega í asersku höfuðborginni og ber blessunarlega lítið á vindi í vindaborginni miklu. Sólin skín í gegnum skýjabakkana og um 17 gráðu hiti. Um einn og hálfur sólarhringur er þar til íslenska liðið mætir því aserska og þarf að sækja sigur á 11 þúsund manna heimavelli Neftci hér í borg. Fyrri leikurinn var á meðal mest sannfærandi sigra sem landsliðið hefur sýnt í undankeppni, sér í lagi gegn liði sem ekki má telja til smáríkis. Strákarnir okkar gjörsigruðu Aserana í haust, 5-0, í Laugardalnum. Fernando Santos, fyrrum Evrópumeistari með Portúgal, var snarlega sagt upp störfum vegna niðurlægingarinnar í Laugardal og það hefur verið allt annað að sjá til liðsins síðan, undir stjórn ástríðufulls bráðabirgðastjóra í Aykhan Abbasov. Jafntefli Asera gegn Úkraínu kemur sér sérlega vel fyrir íslenska liðið en Aserarnir voru ekki langt frá því að ná aftur stigi gegn þeim í síðasta glugga, en töpuðu 2-1. Strákarnir okkar eru þremur stigum á eftir Úkraínu og geta jafnað liðið að stigum með sigri annað kvöld, tapi Úkraína fyrir Frökkum í París. Síðasti leikur riðilsins er við Úkraínu í Póllandi á sunnudagskvöldið og strákarnir eru með umspilssætið í eigin höndum. Við erum með betri markatölu en Úkraína svo vinnist leikirnir tveir fer Ísland í umspilið (nema að Úkraína taki upp á því að vinna Frakka 3 eða 4-0). Augun þurfa hins vegar að vera á boltanum – geyma alfarið Úkraínuleikinn – og einblína á Asera sem munu spila á allt öðru orkustigi en þeir gerðu á Íslandi. Arnar Gunnlaugsson og Hákon Arnar Haraldsson munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi klukkan 13:15 í dag. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. Teymi Sýnar mun fylgja okkar mönnum eftir hvert fótmál fram að leik sem hefst klukkan 17:00 á morgun sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Bakú Það viðrar ágætlega í asersku höfuðborginni og ber blessunarlega lítið á vindi í vindaborginni miklu. Sólin skín í gegnum skýjabakkana og um 17 gráðu hiti. Um einn og hálfur sólarhringur er þar til íslenska liðið mætir því aserska og þarf að sækja sigur á 11 þúsund manna heimavelli Neftci hér í borg. Fyrri leikurinn var á meðal mest sannfærandi sigra sem landsliðið hefur sýnt í undankeppni, sér í lagi gegn liði sem ekki má telja til smáríkis. Strákarnir okkar gjörsigruðu Aserana í haust, 5-0, í Laugardalnum. Fernando Santos, fyrrum Evrópumeistari með Portúgal, var snarlega sagt upp störfum vegna niðurlægingarinnar í Laugardal og það hefur verið allt annað að sjá til liðsins síðan, undir stjórn ástríðufulls bráðabirgðastjóra í Aykhan Abbasov. Jafntefli Asera gegn Úkraínu kemur sér sérlega vel fyrir íslenska liðið en Aserarnir voru ekki langt frá því að ná aftur stigi gegn þeim í síðasta glugga, en töpuðu 2-1. Strákarnir okkar eru þremur stigum á eftir Úkraínu og geta jafnað liðið að stigum með sigri annað kvöld, tapi Úkraína fyrir Frökkum í París. Síðasti leikur riðilsins er við Úkraínu í Póllandi á sunnudagskvöldið og strákarnir eru með umspilssætið í eigin höndum. Við erum með betri markatölu en Úkraína svo vinnist leikirnir tveir fer Ísland í umspilið (nema að Úkraína taki upp á því að vinna Frakka 3 eða 4-0). Augun þurfa hins vegar að vera á boltanum – geyma alfarið Úkraínuleikinn – og einblína á Asera sem munu spila á allt öðru orkustigi en þeir gerðu á Íslandi. Arnar Gunnlaugsson og Hákon Arnar Haraldsson munu sitja fyrir svörum á blaðamannafundi klukkan 13:15 í dag. Fundurinn verður sýndur beint á Vísi. Teymi Sýnar mun fylgja okkar mönnum eftir hvert fótmál fram að leik sem hefst klukkan 17:00 á morgun sýndur beint, í opinni dagskrá, á Sýn Sport.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Mætti í vinnuna eins og ekkert sé 48 tímum eftir heimsmet í 160 km hlaupi Sport Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar spila í glænýrri Evrópukeppni Sport Fleiri fréttir „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Sjá meira