Segir að hann myndi kýla netníðingana í nefið ef þeir stæðu fyrir framan hann Ange Postecoglu, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur sent netníðingunum sem hafa gert leikmanni hans, Brennan Johnson, lífið leitt tóninn. Enski boltinn 19. september 2024 08:31
„Ég á Íslandi líf mitt að þakka“ Eftir rúman áratug hér á landi er komið að kveðjustund hjá Gary Martin sem hefur sett svip sinn á íslenska boltann. Gary kveður land og þjóð með trega en hann er fullviss um að snúa aftur hingað til lands einn daginn. Íslenski boltinn 19. september 2024 08:02
Arteta með vondar fréttir af meiðslum Ødegaards Martin Ødegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá í einhvern tíma vegna meiðsla á ökkla. Enski boltinn 19. september 2024 07:31
Stúkan: „Sama hvað hann gerir ekki gefa honum gult spjald“ „Damir var ekki í liðinu, hvað var hann að brasa?“ spurði Gummi Ben þá Lárus Orra Sigurðsson og Albert Brynjar Ingason í síðasta þætti Stúkunnar en Damir kom inn af bekknum og nældi sér í gult spjald í sigri Breiðabliks á HK í 22. umferð Bestu deildar karla. Íslenski boltinn 18. september 2024 23:02
Stjarnan í vondum málum eftir tap í Írlandi Það stefnir í stutt ævintýri hjá 2. flokki Stjörnunnar í UEFA Youth League eftir 3-0 tap ytra gegn University College Dublin frá Írlandi. Liðin mætast aftur í Garðabænum og þurfa heimamenn kraftaverk til að komast áfram. Fótbolti 18. september 2024 22:31
Brighton og Tottenham áfram þökk sé mörkum undir lok leiks Brighton & Hove Albion lagði Úlfana 3-2 í enska deildarbikarnum í knattspyrnu. Þá lagði Tottenham Hotspur B-deildarlið Coventry City 2-1 á útivelli en mörk gestanna komu bæði í blálok leiksins. Sport 18. september 2024 21:32
Var hetjan framan af en stóð uppi sem skúrkurinn Markvörðurinn Paulo Gazzaniga hafði átt frábæran leik í marki Girona þegar liðið sótti París Saint-Germain heim í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Markvörðurinn missti boltann hins vegar í netið undir lok leiks og lauk því leik í París sem skúrkurinn. Fótbolti 18. september 2024 21:25
Markalaust á Etihad Manchester City og Inter Milan gerðu markalaust jafntefli í 1. umferð Meistaradeildar Evrópu. Leikið var á Etihad-vellinum í Manchester. Fótbolti 18. september 2024 21:00
Íslendingalið Vålerenga og Wolfsburg með misgóða sigra í Meistaradeildinni Vålerenga vann gríðarlega öflugan 2-1 útisigur á Anderlecht í von sinni um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Á sama tíma tryggði Wolfsburg sér sæti þökk sé 7-0 útisigri á Fiorentina. Alexandra Jóhannsdóttir var eina landsliðskona Íslands sem var í byrjunarliði síns liðs. Fótbolti 18. september 2024 20:04
Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Fótbolti 18. september 2024 19:16
Keflavík í góðri stöðu Keflavík er í góðri stöðu eftir fyrri leik sinn gegn ÍR í umspili Lengjudeildar karla í knattspyrnu um sæti í Bestu deild karla á næstu leiktíð. Íslenski boltinn 18. september 2024 18:59
Rómverjar búnir að finna eftirmann De Rossi Daniele De Rossi var fyrr í dag rekinn sem þjálfari Roma í Serie A, ítölsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Rómverjar voru ekki lengi að finna eftirmann hans en Ivan Juric hefur verið kynntur sem nýr þjálfari liðsins. Fótbolti 18. september 2024 18:02
Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. Fótbolti 18. september 2024 17:31
Óviss um að hann sé velkominn á Oasis tónleikana Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool á Englandi, er óviss um hvort hann láti sjá sig á tónleikum bresku hljómsveitarinnar Oasis í sumar. Sveitungi hans frá Liverpool, Jamie Carragher, býður honum þó með sér á leikana. Enski boltinn 18. september 2024 15:32
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 18. september 2024 14:22
Ten Hag rólegur þrátt fyrir fullkomið kvöld Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, er með báða fætur á jörðinni þrátt fyrir 7-0 stórsigur liðsins á Barnsley í enska deildabikarnum í gær. Enski boltinn 18. september 2024 14:03
Markafjöldi Haalands kemur Guardiola á óvart Pep Guardiola, þjálfari Manchester City, segir fjölda marka Norðmannsins Erling Haaland koma sér á óvart. Haaland hefur raðað inn mörkum á ferli sínum en náð nýjum hæðum í upphafi yfirstandandi leiktíðar. Fótbolti 18. september 2024 13:32
Kompany svarar fyrir sig: „Líkurnar mínar voru 0,000 eitthvað“ Vincent Kompany, stjóri Bayern München, nýtti tækifærið í gærkvöld til að svara þeim sem efast hafa um að hann ráði við starfið, sem hann fékk óvænt í hendurnar í sumar. Fótbolti 18. september 2024 13:01
„Mér finnst að allar þessar krúsídúllur eigi að bíða“ Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að það væri affarsælast fyrir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfara KR, að einfalda hlutina hjá liðinu. Íslenski boltinn 18. september 2024 12:03
Fór ekki til Atlético Madrid vegna afskipta mömmunnar Ekkert varð af félagaskiptum franska landsliðsmannsins Adriens Rabiot til Atlético Madrid vegna afskipta móður hans. Fótbolti 18. september 2024 11:31
Stuðningsmaður Liverpool lést fyrir leikinn gegn Milan Philip Joseph Dooley, stuðningsmaður Liverpool, lést í umferðarslysi fyrir leik liðsins gegn AC Milan í Meistaradeild Evrópu í gær. Fótbolti 18. september 2024 10:31
Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. Fótbolti 18. september 2024 10:00
Salvatore Schillaci látinn Ein af skærustu stjörnum heimsmeistaramótsins í fótbolta 1990, Salvatore Schillaci, er látinn, 59 ára að aldri. Fótbolti 18. september 2024 08:57
Muna vel leikinn við Liverpool fyrir 60 árum Sextíu ár eru frá því að bæði KR og Liverpool spiluðu sinn fyrsta leik í Evrópukeppni þegar þau áttust við á Laugardalsvelli árið 1964. Þeir Þórður Jónsson og Þorgeir Guðmundsson spiluðu leikinn fyrir KR. Fótbolti 18. september 2024 08:02
Roma rekur De Rossi eftir aðeins fjóra leiki Daniele De Rossi hefur verið rekinn sem knattspyrnustjóri Roma þrátt fyrir að liðið hafi aðeins leikið fjóra deildarleiki á tímabilinu. Fótbolti 18. september 2024 07:36
Sprungu úr hlátri þegar stóllinn hans Alberts gaf sig: „Ragnar Reykás er mættur“ Albert Brynjar Ingason hefur oft upp háa raust í sérfræðingastól Stöðvar 2 Sports, en átti erfitt með það í gærkvöldi. Fótbolti 18. september 2024 07:01
Kane markahæsti Englendingurinn í mun færri leikjum en Rooney Harry Kane setti meira en eitt met þegar hann skoraði fjögur mörk í 9-2 sigri Bayern Munchen gegn Dinamo Zagreb. Fótbolti 17. september 2024 23:01
Afmælisbarnið Arne Slot segir jákvætt að Liverpool hafi lent undir Arne Slot á 46 ára afmæli í dag og fagnaði því samhliða sigri Liverpool gegn AC Milan í Meistaradeildinni. Hans menn lentu snemma undir, sem Slot segir hafa gert liðinu gott. Fótbolti 17. september 2024 21:52
Lið Stefáns skoraði úr sextán vítum Fjöldi leikja í þriðju umferð enska deildarbikarsins fór fram í kvöld. Hákon Rafn og félagar í Brentford fóru örugglega áfram en Preston, lið Stefáns Teits Þórðarsonar, þurfti að hafa mikið fyrir hlutunum. Enski boltinn 17. september 2024 21:21
Ellefu mörk skoruð í stórsigri Bayern München Bayern München vann stórsigur gegn Dinamo Zagreb og Sporting CP hélt út tveggja marka sigur gegn Lille í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17. september 2024 21:11