Einkunnir Íslands: Albert og Sverrir Ingi með mörkin Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 13. nóvember 2025 19:23 Albert Guðmundsson skoraði fyrsta mark Íslands í kvöld. Aziz Karimov Íslenska landsliðið vann öruggan 0-2 sigur á Aserbaísjan í Bakú í kvöld. Albert Guðmundsson og Sverrir Ingi Ingason skoruðu mörk Íslands í leiknum. Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afskaplega vel í leiknum og náðu forystunni eftir tuttugu mínútna leik þegar Albert Guðmundsson skoraði eftir frábæran undirbúning Ísak Bergmanns Jóhannessonar. Sverrir Ingi Ingason bætti við öðru marki Íslands á 39. mínútu, eftir frábæra fyrirgjöf frá Jóhanni Berg Guðmundssyni, sem spilaði sinn hundraðasta leik í kvöld. Aserar komu aðeins kröftugri út í síðari hálfleik en vörn Íslands stóð sig vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur sigur Íslands niðurstaðan. Einkunnir Íslands í leiknum: Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [6] Hafði lítið að gera nema að grípa nokkrar fyrirgjafir og verja eitt langskot í seinni hálfleik. Átti slakt útspark undir lok leiksins sem hefði getað skapað hættu. Annars náðugur dagur hjá stóra manninum í kvöld. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Örugg frammistaða hjá Guðlaugi Victori sem stendur alltaf fyrir sínu varnarlega hjá landsliðinu. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [8] Skallaði yfir úr dauðafæri um miðjan fyrri hálfleik. Gerði engin mistök á 39. mínútu, þegar hann skallaði fyrirgjöf Jóhanns Berg fallegum boga í fjærhornið. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Leysti vel úr sínu. Þeir Sverrir ná alltaf betur og betur saman í miðri vörn Íslands. Bjargaði vel um miðbik seinni hálfleiks. Mikael Egill Ellertsson, vinstri bakvörður - [7] Öruggur í sínum aðgerðum og bætir sig með hverjum leik í vinstri bakvarðar stöðunni. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri kantmaður - [7] Spilaði vel í sínum hundraðasta landsleik. Lagði upp annað mark Íslands í leiknum með nákvæmri fyrirgjöf. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði), miðjumaður - [8] Frábær á miðjunni í kvöld, átti þátt í því að stýra spilinu í leiknum. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Lagði upp mark Alberts með frábærri sendingu. Hélt góðum takti í spilinu og boltinn gekk vel í gegnum Skagamanninn. Kristian Nökkvi Hlynsson, vinstri kantmaður - [7] Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir jöfnunarmarkið gegn Frakklandi. Stóð fyrir sínu. Albert Guðmundsson, framherji - [7] Skoraði markið, hans fjórða í síðustu fjórum leikjum hans fyrir landsliðið. Fór reyndar illa með 4 á 2 stöðu í seinni hálfleiknum. Flott frammistaða og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir þetta landslið. Andri Lucas Guðjohnsen, framherji - [6] Sást lítið en alltaf mikilvægur fyrir liðið bæði varnarlega og sóknarlega þó svo að það komi ekki alltaf mörk frá honum. Varamenn Brynjólfur Andersen Willumsson - kom inn á fyrir Andra Lucas á 68. mínútu [6] Fékk gult spjald á mettíma en lét lítið finna fyrir sér. Jón Dagur Þorsteinsson - kom inn á fyrir Jóhann Berg á 68. mínútu [7] Fín frammistaða hjá Jón Degi og var nálægt því að bæta við þriðja marki Íslands. Daníel Tristan Guðjohnsen - kom inn á fyrir Kristian á 68. mínútu [6] Fín innkoma og gerði sitt ágætlega. Stefán Teitur Þórðarson - kom inná fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 90. mínútu. Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn. Gísli Gottskálk Þórðarson - kom inná fyrir Albert Guðmundsson 90+1 Spilaði ekki nóg til þess að fá einkunn.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira