Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Sara fékk ekki greidd laun hjá Lyon og mátti ekki taka soninn með í útileiki

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, hefur svipt hulunni af því sem gerðist hjá Lyon þegar hún varð ólétt og eftir að hún eignaðist son sinn. Lyon borgaði henni ekki laun eftir að hún varð ólétt og framkvæmdastjóri Lyon sagði að ef hún færi með málið til FIFA ætti hún sér enga framtíð hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Drepinn af hundunum sínum

Fótboltasamfélagið í Sambíu hefur síðustu daga syrgt fyrrverandi landsliðsframherjann Philemon Mulala sem lést eftir að hundarnir hans réðust á hann. Hann var sextugur að aldri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael Egill á förum frá Spezia

Landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson er á förum frá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Spezia á næstu dögum. Mikael Egill var hvergi sjáanlegur þegar Spezia lagði Torino 1-0 á útivelli í gær, sunnudag.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrír útisigrar á Ítalíu

Þrír leikir eru búnir í Serie A í dag og hafa þeir allir unnist á útivelli. Lazio hangir með í pakka þeirra liða sem elta topplið Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Manchester United valtaði yfir Liverpool

María Þórisdóttir kom inná sem varamaður á 70. mínútu þegar lið hennar, Manchester United, sigraði Liverpool með sex mörkum gegn engu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta kvenna í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Willum Þór setti boltann í eigið net

Willum Þór Willumsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar lið hans Go Ahead Eagles gerði 2-2 jafntefli við Utrecht í hollensku efstu deildinni í fótbolta karla í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Arsenal beinir sjónum sínum að Raphinha

Edu Gaspar, yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur haft sambandið við Dece, umboðsmann brasilíska framherjans Raphinha, sem er á mála hjá Barcelona, með vistaskipti leikmannsins í huga.

Fótbolti
Fréttamynd

Frábært gengi Brentford heldur áfram

Brentford er komið uppfyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu eftir 2-0 sigur á Bournemouth í kvöld. Liðið er taplaust eftir að deildin hófst á nýjan leik eftir hlé.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikilvæg stig í súginn hjá AC Milan

AC Milan varð af mikilvægum stigum í toppbaráttu ítölsku Serie A í dag þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Lecce. Napoli er nú með níu stiga forskot á toppi deildarinnar.

Fótbolti